Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

20.11.2009 08:39

Hertrukkur

Hér má sjá mikinn trukk.  Þessi hefur verið í Stykkishólmi og er eigandinn líklega þaðan.  Ég gruflaði smá um hann þennan og svo er að sjá að hann hafi verið innfluttur. Hér má sjá helstu upplýsingar um trukkinn:

        Fastnúmer:  KK921
        Skráningarnúmer:  X555
        Skráningarflokkur: Fornmerki
        Notkunarflokkur: Fornbifreið
        Tegund: REO M621
        Ökutækisflokkur: Vörubifreið I (N2)
        Innflutningsástand: Notað
        Fyrsti skráningardagur: 18.02.1969
        Vélargerð:  Bensín
        Slagrými: 7826 cm3  
        Verksmiðjunúmer: 179258
        Afköst: 102,9 kW
        Nýskráður 11.08.2004
        Skoðun:  03.04.2009, án athugasemda.  Km. staða: 4.837.

Þetta er stór og mikill bíll, vonandi lifir hann sem lengst.  Vona að þið hafið einhverja ánægju af þessu.


REO M621.  Myndin tekin 24. febrúar 2008 í Stykkishólmi.



20.11.2009 00:36

Öskudagur

Nú setti ég inn myndir sem ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég ætti að setja inn eða ekki.  Þetta eru myndir sem ég tók í vinnunni þ.e.a.s. á öskudaginn 2008 og 2009.  Ég tók myndir af nánast öllum börnunum sem komu og sungu fyrir nammi.  Set hér inn myndir af Elínu Hönnu í sínum búningi, 2008 var hún norn en 2009 var hún öskupoki.  Elfa Dögg sá um að gera öskupokann en ég sá um að gera þennan krók sem er þarna.


Nornin Elín Hanna, 06. febrúar 2008


Öskupokinn Elín Hanna, 25. febrúar 2009

19.11.2009 23:59

Krakkavarða

Hér er mynd sem mig langaði að setja hérna inn en hún er tekin 23. maí 2009.  Þarna eru þær frænkur Eva María sem er efst, Ólöf Hildur er í miðjunni og Elín Hanna er neðst í hrúgunni.  Eva María og Ólög Hildur eru systur.  Eins og sést á myndinni þá var ofsalega gaman hjá þeim frænkum. 


Eva María, Ólöf Hildur og Elín Hanna 23. maí 2009

18.11.2009 09:48

Dílaskarfar í sólsetri

Ákvað að setja inn eina mynd til viðbótar af dílaskörfunum. Þarna spóka þeir sig í sólsetrinu þann 14. nóvember 2009 í Hafnarfirði.  Myndin er tekin við norðurenda Herjólfsgötunnar fyrir þá sem þekkja til en þarna eru oft skarfar á skerjunum.  Þessi mynd er alveg óunnin og kemur svona beint úr vélinni.

17.11.2009 23:25

Bátar í höfnum höfuðborgarsvæðisins

Tók nokkrar myndir af bátum í Reykjavíkurhöfn, Hafnarfjarðarhöfn og einn togari var í Kópavogshöfn.  Slatti af myndum fór inn í albúmið skip og bátar. 


155. Lundey NS14 í Reykjavíkurhöfn 14. nóvember 2009


1762. Lilja BA107 í Hafnarfjarðarhöfn 14. nóvember 2009


ESGH. EK-0301 Lómur 2, Tallin.  Kópavogshöfn 14. nóvember 2009

17.11.2009 23:16

Sólsetur o.fl.

Ég náði að taka nokkrar myndir þann 14. nóvember í Hafnarfjarðarhöfn af sólsetrinu.  Sjón er sögu ríkari.  Slatti af myndum voru settar inn í Íslandsmöppuna og Stór-Hafnarfjarðarsvæðið.  Vona að þið hafið gaman af þessu þó svo mörgum finnist sólarlagsmyndir bannaðar.  Það finnst mér hins vegar ekki, allar myndir eiga rétt á sér.


Sól hnígur við flotkvírnar, í Hafnarfirðir 14. nóvember 2009


Skarfar baða sig í kvöldsólinni, í Hafnarfirðir 14. nóvember 2009


Við veiðar í Hafnarfjarðarhöfn, norðurgarði, 14. nóvember 2009

11.11.2009 20:59

Reykjavíkurhöfn

Skrapp seinnipartinn í dag að Reykjavíkurhöfn.  Þar var Júpíter nýkominn úr slipp og Álsey komin í slipp.  Tók nokkrar myndir þó það væri farið að skyggja svolítið.  Þið takið viljann fyrir verkið.  Hér að neðan eru tvær myndir, önnur er tekin af Júpiter ÞH363 nýmáluðum og nýkomnum úr slipp.  Neðri myndin er af varðskipinu Ægi og Baldri framan við nýju tónlistarhöllina sem er enn í smíðum.  Fleiri myndir í albúmi.


2643.  Júpiter ÞH 363 í Reykjavíkurhöfn 11. nóvember 2009


Varðskipið Ægir og Baldur við nýju tónlistarhöllina, í Reykjavíkurhöfn 11. nóvember 2009

09.11.2009 16:18

Nokkrir bátar

Hef lítið verið á ferðinni vegna veikinda.  Þó náði ég að smella af einhverjum myndum af örfáum bátum í Hafnarfjarðarhöfn og Reykjavíkurhöfn.


1600. Staðarvík GK44 í Hafnarfjarðarhöfn 07. nóvember 2009


1574. Dröfn RE35 í Reykjavíkurhöfn 08. nóvember 2009

05.11.2009 00:23

Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur

04. apríl 1993 var haldinn stofnfundur Ljósmyndaklúbbs Húsavíkur.  Þetta byrjaði allt á því að ég og Haffi höfðum áhuga fyrir að stofna svona klúbb.  Vorum báðir, ef ég man rétt, meðlimir í ÁLKA, Áhugaljósmyndaklúbbi Akureyrar.  Mættum þar reglulega á fundi og höfðum gaman af.  Til að gera langa sögu stutta þá var Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur stofnaður.  Stofnmeðlimir voru alls 24.  02. maí 1994 hafði meðlimum klúbbsins fjölgað í 47.  Man ekki hver mesti fjöldi félagsmanna var en rámar í að þeir hafi verið eitthvað fleiri.  Verkefni þessa klúbbs voru aðallega að sinna áhugamálum okkar þ.e. ljósmyndun.  Gefið var úr fréttabréf, Ljósopið.  Þá var farið í ljósmyndaferðir.  Hef heyrt af því að svo gæti farið að klúbburinn yrði endurreistur.  Vona ég að svo verði og mun ég taka þátt í því ef möguleiki er á.  Ég hef verið að skanna nokkrar myndir inn og m.a. koma myndir af félagsfundi og úr einni ljósmyndaferð.  Hér má sjá þrjár myndir, tvær þær fyrri eru úr ljósmyndaferð sem Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur fór í og þriðja myndin er tekin á einum félagsfundinum, líklega ljólafundi miðað við kökurnar sem sjá má.


Villi Sigmunds.  Myndin er tekin í gegnum íshellu laugardaginn 12. febrúar 1994.


Hákon Gunnars. mundar vélina.  Myndin er tekin við Húsavíkurhöfn laugardaginn 12. febrúar 1994.


Haffi á félagsfundi.  Held að þetta hafi verið jólafundur. Myndin tekin 05. desember 1993.

29.10.2009 21:18

Gleymdar myndir og svínaflensa

Nú er ekkert um myndatökur hjá mér enda karlinn kominn með þessa illræmdu svínaflensu.  Lagðist s.l. mánudag og hef barist við hita og hósta síðan.  Fékk niðurstöður í dag frá lækni að ég væri með svínaflensuna. En það þýðir ekkert að væla enda þessi síða ekki til að segja frá heilsufari mínu heldur að leyfa ykkur að skoða myndir.

Ég gaf mér tíma til að grisja í myndasafninu mínu, henda út "ónýtum" myndum.  Þegar maður gerir það þá rekst maður á myndir sem maður hefur í raun gleymt.  Þessar þrjár eru í þeim hópnum en þær eru allar teknar 24. mars 2008.


1424. Þórsnes II SH109.  Stykkishólmur 24. mars 2008


2650. Bíldsey SH65.  Stykkishólmur 24. mars 2008


1192. Fjóla SH808.  Stykkishólmur 24. mars 2008

26.10.2009 21:21

Bátar á Húsavík

Jæja Haffi, fann nokkrar myndir af bátum fyrir þig og alla hina líka.  En eins og þú veist þá eru þessar bátamyndir bara settar inn fyrir þig.   Nei, án alls gríns þá setti ég nokkrar myndir inní bátaalbúmið.  Hér má sjá tvær, myndin af Árna er skönnuð.  Árið 2008 tók ég einhverjar myndir af bátunum á Húsavík og hafa þær ekki allar komið hér inn en nú gerði ég smá bót þar á.   Njótið vel.


6493. Árni ÞH127


Activ og Haukur í Húsavíkurhöfn.  22. júlí 2008

26.10.2009 21:12

Húsvíkingar fyrr og nú

Ég er alltaf að finna einhverjar myndir sem ég get sett inn í Húsvíkingar fyrr og nú, möppuna.  Þarna fjölgar jafnt og þétt.  Það er spurning hverjir eru komnir inn núna sem ekki hafa verið áður, kanski þú?  Ég mun svo halda áfram að skanna inn gamlar myndir og setja þær inn hægt og rólega.


Albert eltist við geitunga, Myndin tekin 12. júlí 2009


Ingi Magg í kór aldraðra. Myndin er tekin 12. febrúar 2009.

25.10.2009 02:01

Ein fyrir Haffa

Haffi hér er ein frá því í gær.  Sama kirkja en eins og þú sérð er þarna einn bátur.  Eru þessir ekki kallaðir Færeyingar?


Kálfatjarnarkirkja á Vansleysuströnd, 24. október 2009

25.10.2009 00:39

Hús af ýmsum toga

Ég kíkti smá hring í gær, 24. október.  Fyrst keyrði ég í Þorbjörn en náði ekki að mynda neinn fuglinn þar en byrtan á orkuverinu var flott og smellti ég því myndum af orkuverinu úr Þorbirni.  Á heimleiðinni ákvað ég að keyra Vatnsleysuströndina til baka.  Þá var sólin kominn ansi neðarlega en mér fannst birtan flott.  Smellti myndum af þessum eyðibýlum og kirkjunni.  Myndirnar eru svolítið dökkar en þannig sá ég þetta og held að þessar myndir sýni vel hvernig birtan var á þessum tíma.  Alla vegna er ég sáttur við útkomuna.  Setti fleiri myndir inní Íslandsmöppuna.


Orkuverið við Bláa Lónið, 24. október 2009


Ásláksstaðir Vatnsleysuströnd, 24. október 2009


Á Vatnsleysuströnd, 24. október 2009


Kálfatjarnarkirkja á Vansleysuströnd, 24. október 2009

17.10.2009 22:37

Húsvíkingar fyrr og nú

Setti myndir inn í albúmið Húsvíkingar fyrr og nú.  Þessar myndir eru einhverjar í öðrum albúmum.  Eins og áður þá eru þetta myndir af Húsvíkingum, fólki sem búið hefur á Húsavík eða jafnvel að foreldri/ar þeirra eru Húsvíkingar eða eiga ættir að rekja þangað.


Hjörleifur Valsson fiðluleikari.  Hafnarfjörður 23. júní 2004


Stjáni Kambur.  Húsvaík 22. júlí 2007


Öddi Óla.  Húsavík 23. júlí 2008, Mærudagar

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 3601
Gestir í dag: 1320
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 350990
Samtals gestir: 33413
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 21:54:42