Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.04.2016 17:58

Hafnarfjarðarhöfn

Þessi til vinstri, fremst á myndinni heitir 1430 Seaflower og eigandi hans er Þorvaldur Jón Ottósson.  Skipt var um stefnið á honum fyrir nokkrum árum síðan, að mig minnir og báturinn hefur verið í Hafnarfjarðarhöfn nokkuð lengi.  Nú sá ég að það var eitthvað verið að dunda í honum.  Hitti Þorvald Jón á bryggjunni 10.04.2016 og spurði hann um bátinn.  Þorvaldur kvaðst vera að gera bátinn upp núna og myndi fara með bátinn upp á Akranes vonandi innan mánaðar til að skvera hann.  Þorvaldur er búinn að taka hluta af borðstokknum bakborðsmegin, held að það sjáist á myndinni, til að skipa um.  Þá sagði hann að það kæmi krómað rekkverk ofan á borðstokkinn.  Næsta hjá honum er að redda stefninu, er að láta saga það til fyrir sig.  Þorvaldur kvaðst búinn að koma vélinni í gang og kvaðst setja hana í gang núna reglulega, ætlar að gera það aftur seinna í dag.  Þorvaldur kvaðst ætla að stefna að því að nota þennan bát í hvalaskoðun og stangveiði, eitthvað í þeim dúr.
Nafn bátsins, Seaflower er tilkomið vegna þessa að Þorvaldur var á stórum togara sem hét Seaflower og fyrirtækið sem átti þann togara hét líka Seaflower.

Seaflower fremst til vinstri á myndinni.  Hafnarfjarðarhöfn 03. apríl 2016.


Þorvaldur Jón Ottósson á tali, 03. apríl 2016


Þorvaldur Jón Ottósson, Hafnarfjarðarhöfn 03. apríl 2016

05.04.2016 17:32

Bátar í Stykkishólmi og Hafnarfirði

Hér má sjá nokkrar myndir af bátum sem eru misfallegir að mínu mati.  Þó geta þetta verið frábærir bátar allt saman, ég hef ekkert vit á því en get haft mína skoðun á fegurðinni sem er sem betur fer ekki sú sama hjá öllum.  Það sem einum finnst fallegt getur öðrum þótt ljótt.


Gullhólmi við bryggju í Stykkishólmi 25. mars 2016


Fúsi ST 600 móts við Skipavík í Stykkishólmi 26. mars 2016


Pétur afi við Skipavíkurbryggjuna í Stykkishólmi, 27. mars 2016


Haukur HF 50 ex Aðalbjörg í Hafnarfjarðarhöfn, 03. apríl 2016

08.02.2016 11:37

1468 Sylvía ÞH

1468 Sylvía ÞH ex Hrímnir ÁR 51

Tvímastra vélbátur, kantsettur út eik.  Stokkbyrðingur.  Stærð 29 brl. Smíðaður í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri árið 1976.  Fyrst skráður 25. október 1976, eigandi Svæar hf. Grenivík og hét þá Sigrún ÞH 169 og var þá með 300 ha. Volvo Penta vél.

Frá 8. maí 1978 var hann skráður á Siglufirði og hét þá Rögnvaldur SI 77.

Seldur 16. september 1980, eigendur Haraldur Ágústsson, Júlíus Ágústsson og Reykjaborg hf. og hét þá Reykjaborg RE 25.

Seldur 1. janúar 1983, nýr eigandi Haraldur Ágústsson Reykjavík.  Árið 1983 var sett í bátin 365 ha. Volvo Penta vél.

Seldur á Patreksfjörð 1998, hét Von BA 33.

Keyptur til Eyrarbakka árið 2000 af Skin hf, þ.e. Helga Ingvarssyni skipstjóra og Ragnari Emilssyni.  Hér Hrímnir ÁR 51.

Seldur í Garðinn, hét Harpa GK 40.

Árið 2005 fór báturinn á Þingeyri, hét Björgvin ÍS 460 og ÍS 468.

Til Húsavíkur kom báturinn árið 2007, heitir Sylvía ÞH og hefur það hlutverk að sigla með ferðafólk á hvalaslóðir.

Heimildir:

Saga báta.  Vélbátar smíðaðir eða gerðir út frá Eyrarbakka. Bls. 78, Hrímnir ÁR 70.  Frumdrög: Vigfús Jónsson.  Viðbætur: Vigfús Markússon.

Íslensk skip eftir Jón Björnsson, bók 4, bls. 177, Sigrún ÞH 169.

Aba.is



Sylvía siglir út úr Húsavíkurhöfn með ferðamenn í hvalaskoðun, 07. ágúst 2010

31.01.2016 13:43

Austri SH

Axel E. þú spurðir um Austra SH.  Hér eru myndir af honum í ágúst 2010 að sigla í gegnum Hafnarsundið í Flatey.  Fleiri myndir í albúmi af þessari siglingu.  Smelltu á mynd og þá opnast albúmið.


Austri SH siglir um Hafnarsund við Flatey á Breiðafirði, 01. ágúst 2010


Austri SH fjær og Rita nær.  01. ágúst 2010

03.01.2016 22:45

Bátar í höfn

Gleðilegt árið kæru vinir hér á síðunni.  Vona að nýtt ár verði ykkur gott.  Svona til að sýna smá lit þá eru hér nokkrar myndir af bátum í Stykkishólmshöfn og í Hafnarfjarðarhöfn.


Stykkishólmshöfn 01.01.2016
Stykkishólmshöfn 01.01.2016


Þróttur í Hafnarfjarðarhöfn, 03.01.2016


Indriði Kristins BA 751 í Hafnarfjarðarhöfn 03.01.2016


Hafnarfjarðarhöfn 03.01.2016

08.12.2015 16:59

Glaður hífður á land

Glaður var einn af þeim bátum sem sökk í Reykjavíkurhöfn í þessu óveðri sem skall á landinu.  Hér eru menn að undirbúa hífingu á land.  Eins og sést þá er báturinn mjög mikið skemmdur.
Ég var að prófa að taka videó af þessu á myndavélina mína.


Horfa á myndband


04.12.2015 11:54

Vetur í Hafnarfirði

02. desember 2015 fór ég í hressingargöngu.  Meðal annars kíkti ég á höfnina í Hafnarfirði og tók þessa vetrarmynd.


Við Hafnarfjarðarhöfn 02. desember 2015

28.11.2015 20:55

Blíðfari

Blíðfari

Veit ekkert um þennan bát annað en að 26. júlí 2012 sá ég þennan bát rétt við sorphaugana í Stykkishólmi, líklega var hann á geymslusvæði þar hjá.  Báturinn heitir Blíðfari eins og sjá má á myndunum.

Ef einhver veit eitthvað um þennan bát endilega látið mig vita.


Blíðfari, 26. júlí 2012

28.11.2015 12:28

Atlavík RE 159

1263 Atlavík RE 159

 

Smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1972.  Eik og fura.  20 brl. 230 ha. Scania díesel vél.

Eigandi Valdimar Kjartansson, Sigfús Árnason og Magnús Jóhannsson, Hauganesi, frá 24. Október 1972.  20. janúar 1974 eru skráður eigendur, Valdimar og Sigfús, sömu og áður.  Seldur 12. september 1977 Stefáni Stefánssyni, Dalvík, bátuirnn hét Búi EA 100.  Seldur 6. september 1978 Óskari Axelsslyni og Gesti Halldórssyni, Húsavík, báturinn hét Árný ÞH 228.  Seld 16. desember 1982 Einari Inga Jóhannssyni og Þórólfi Jóhannssyni, Hornafirði, bátuirnn heitir Árný SF 6 og er skráður á Hornafirði 1988.

Báturinn er seldur 19. ágúst 1991 Sæbjörgu hf., Grímsey.  Hann heitir Sæbjörg EA 184 og er skráður í Grimsey 1997.

 

Nöfn:  Sæfari EA 333, Búi EA 100, Árný ÞH 228, Árný SF 6, Sæbjörg EA 184, Örlygur KE 111, Atlavík BA 108 og Atlavík RE 159

 

Heimildir:

Íslensk skip, bók 1, bls. 142, Sæfari EA 333.

Íslensk skip, bók 5, bls. 39, Sæfari EA 333.

Skipamyndir og skipafróðleikur Emils Páls.

 

Þann 13. mars 2012 stóð Atlavík uppi á bryggju úti á Granda í skverun.  Hvað svo hefur orðið um bátinn?


Atlavík RE 159, Grandagarður 13. mars 2012


Atlavík RE 159, Grandagarður 19. apríl 2012

28.11.2015 12:00

6679 Bjartmar ÍS 499

6679 Bjartmar ÍS 499


Smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði 1966.  Fura og eik.  Bukh vél.  2,43 brl.

Eigandi Ragmagnsveita ríkisins vegna Mjólkárvirkjunar, Arnarfirði frá 05. janúar 1967.  Seldur 19. mars 1985 Skúla Skúlasyni, Ísafirði, heitir Bjartmar ÍS-499.  Seldur 25. júlí 1990 Friðbirni Friðbjarnarsyni Ísafirði, sama nafn og númer.


Þann 27. maí 2005 var báturinn skráður skemmtiskip.  Skráð skemmtiskip 27.05.2005


Heimildir:

Íslensk skip, bátar, bók 2, bls. 80, Bjartmar ÍS.


22. júní 2012 er eigandi Gunnlaugur Valdimarsson Stykkishólmi.

Þann 22. júní 2012, þegar ég tók myndir af bátnum þá var hann til sölu.  Veit ekki meira um bátinn en vona að Gunnar geti uppfrætt okkur meira.  Gunnar TH yfir til þín.



Bjartmar ÍS 499, Stykkishólmur 22. júní 2012

28.11.2015 11:42

Kópur Reykhólum

Kópur

Á Bátasafninu á Reykhólum má sjá þennan bát hangandi uppi á vegg. Ég hefði getað snúið myndunum þannig að betra væri að skoða myndirnar en hugsaði sem svo að þeir sem skoða þetta gætu þurft smá leikfimi í stað þess að sitja framan við tölvuna öllum stundum og hreifa ekkert nema fingurna.  Nú er kominn tími á smá sveigjur.  Hér koma þær upplýsingar sem ég veit um bátinn og vona að einhver geti bætt um betur.

Kópur smíðaður í Hvallátrum 1950 fyrir Sigurbrand Jónsson Skáleyjum, síðan í eigu Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum.  Nú í eigu Bátasafnsins á Reykhólum.



Kópur Reykhólum, 31. júlí 2011.


28.11.2015 11:29

6189 Blíðfari GK 234

6189 Blíðfari GK 234 ex Sætindur HF 63


Smíðaður í Hafnarfirði 1978.  Krossviður.  2. Brl. 10 ha. SABB vél.

Eigandi Vigfús Ármannsson, Hafnarfirði, frá 27. júní 1980.  Frá 20. ágúst 1984 hét báturinn Sigursveinn HF 135, sami eigandi.  Seldur 18. mars 1985 Símoni Kristjánssyni, Neðri-Brunnastöðum, Vogum.  Báturinn heitir Blíðfari GK 234 og er skráður á Brunnastöðum 1997.


Upplýsingar:

Íslensk skip, bátar, bók 2, bls. 56, Sætindur HF.


25. október 2015 sá ég Blíðfara standa utan við einhverja skemmu í Vogum.  Spurning hvort eitthvað eigi að lagfæra hann?



Blíðfari GK 234, 25. nóvember 2012

23.11.2015 15:59

6623 Kiðey SH 230

6623  Kiðey SH 230

Smíðaður í Hafnarfirði 1984.  Eik og fura.  4,94 brl. 54 ha. Status Marine vél.

Eigandi Bjarni Garðarsson Stykkishólmi, frá 18. mars 1985.  Bjarni seldi bátinn 25. maí 1988, Haraldi H. Siguðrssyni Hornafirði, hét Heimir SF 23.  Seldur 7. desember 1990 Hafsteini Esjari Stefánssyni Hornafirði.  Seldur 15. Desember 1990 Birni Björnssyni Reykjavík, sama nafn og númer.  Seldur til Noregs og tekinn af skrá 22. apríl 1991.

Upplýsingar:

Íslensk skip, bátar.  Bók 3, bls. 158, Kiðey SH 230.

23. apríl 2013 myndaði m.a. Kiðey SH. úti á Granda.  Sjá má á skyggni bátsins nafnið Heimir, þó með herkjum.  Báturinn hefur sem sagt aldrei farið til Noregs og er að mínu mati ónýtur, alla vegna að verða ónýtur. 


6623 Kiðey SH 230. Reykjavík 23. apríl 2013

10.10.2015 23:22

1677 Jón Forseti

Það eru margir sem hafa sett inn upplýsingar um þennan bát og því engar nýjar fréttir frá mér.  En ég sá þennan á Blönduósi og myndaði hann.  Nú loksins set ég myndirnar af honum og upplýsingar um hann hér á síðuna mína. 

Jón Forseti

Smíðaður í Bátastöð Jóhanns L. Gíslasonar, Hafnarfirði 1980. Fura og eik.  Valmet 1984 vél.  Í bókinni íslensk skip nr. 4, bls. 122, Kári VE 7 er sagt að það hafi verið Mercedes Benz dísel vél í bátnum. 

Eigandi Gunnar Þór Sigurðsson Vestmannaeyjum, frá 28. Janúar 1984.  Frá 28. Febrúar 1984 heitir skipið Sætindur HF 63, sami eigandi og áður.  Skipið er skráð í Hafnarfirði 1989.

Afskráður 2. des. 1994 og átti þá að úreldast, en var á skrá í október 1995 og var þá breytt í skemmtibát. Átti að fá nafnið Vitinn GK en ekkert varð úr því og þeim kaupum sem þá höfðu farið fram var rift. Báturinn var þá seldur til Færeyja í maí 1997, en fór aldrei og stóð uppi í Grófinni fram í maí 1999 að hann var kominn á skrá á ný.

Skráður sem vinnubátur frá maí 2003 og síðan nokkrum dögum síðar sem skemmtibátur. Slitnaði frá bryggju á Blönduósi 2005 og rak upp í sandfjöru, en tjón varð lítið. Eftir það stóð báturinn lengi vel á bryggjunni á Blönduósi, en hvort svo sé enn veit ég ekki.

Nöfn: Kári VE 7, Sætindur HF 63, Valdi RE 48, Pálmi RE 48, Magnús KE 46, Magnús, Jón Forseti

Þegar báturinn hét Magnús KE 46 var eigandi hans Erling Brim Ingimundarson.

07. ágúst 2013 er Jón Forseti uppi á bryggju á Blönduósi.

Upplýsingar:

            Íslensk skip, bók 4, bls. 122, 1677 Kári VE 7.

            Skipamyndir og skipafróðleikur Emils Páls


1677 Jón Forseti uppi á bryggju á Blönduósi 07. ágúst 2013


07.10.2015 12:45

Haförn ÞH ex Kristján ÞH

5852 Haförn ÞH 26 ex Kristján ÞH 26

Smíðaður á Húsavík 1953.  Eik og fura.  4,2 brl. 70 ha. Mermaid. Eigandi Helgi Kristjánsson Húsavík frá 4. febrúar 1954.  Báturinn var seldur 3. ágúst 1966 Sigurði Jónssyni Húsavík hét Fram ÞH 26.  Seldur 30. ágúst 1977 Ólafi Á Sigurðssyni Húsavík, hét Haförn ÞH 26.  Seldur 23. janúar 1991 Ásþóri Sigurðssyni Húsavík.  Frá 29. apríl 1992 er báturinn skráður Haförn ÞH 171.  Talinn ónýtur og tekinn af skrá 30. mars 1994.

Upplýsingar: 

           Íslensk skip, bátar.  Bók 4, bls. 141 og 142, Kristján ÞH 26.

Haförn ÞH 26, við bryggju á Húsavík 1985.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 2205
Gestir í dag: 909
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 349594
Samtals gestir: 33002
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 19:17:58