Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2014 Janúar

16.01.2014 14:00

Þreyttir

Eftir að ég fór að taka myndir af bátum nokkuð reglulega verð ég að viðurkenna að mér finnst einna mest gaman að mynda gamla þreytta báta eða jafnvel bátsflök.  Þegar ég hef verið að yfirfara myndirnar mínar, sem ég geri nokkuð reglulega, finnst mér alltaf bestu myndirnar vera af þessum þreyttu bátum eða bátsflökum.  Ég geri reyndar ekkert í því að eltast við bátsflök en ef þau verða á vegi mínum þá mynda ég þau.  Hér á eftir eru nokkrar myndir sem ég ætla að setja inn og upplýsingar um þá báta.  Ef þið hafið eitthvað fleira þá endilega tjáið ykkur.
1237. Una SU 89 Sandgerði 12. apríl 2008

1237. Una SU 89 var smíðaður á Akureyri 1972 út eik. 16 brl. 163 ha. Scania Vabis díessel vél.

Eig. Páll Þorsteinsson, Karl Hólm og Ingi Friðbjörnsson, Sauðárkróki frá 5. júní 1972. Heitir Sunna SK 14.  Báturinn var seldur 2. nóvember 1972 Óla Ægi Þorsteinssyni, Þórshöfn, Langanesi, báturinn heitir Litlanes ÞH 52.  Seldur 10. febrúar 1976 Hallsteini Friðþjófssyni, Vífli Friðþjófssyni, Aðalsteinni Eianrssyni og Guðröði Eiríkssyni, Seyðisfirði, báturinn heitir Litlanes NS 51.  1984 var sett í bátinn 118 ha. Scania Vabis díesel vél.  Seldur 6. mars 1987 Birgi Björnssyni og Guðmundi Sigurðssyni, Hornafirði, báturinn hét Litlanes SF 5.  Seldur í október 1989 Dagbjarti Jónssyni, Víðigerði Vestur-Húnavatnssýslu, Heitir Jón Kjartansson HU 27.  Seinna var skráður eigandi Æður hf. útgerð, Víðigerði. Seldur 22. júlí 1993 Hofsnesi hf. Djúpavogi, hét Bragi SU 274.  Frá 6. apríl 1994 er skráður eigandi Hofsnes hf, Garði.  Báturinn heitir Bragi GK 274.  Frá 12. september 1995 er skráður eiganid Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Keflavík.  Báturinn heitir Leynir GK 8, skráður í Garði.  Seldur 29. maí 1996 Eiði Þór Gylfasyni, Eskifirði, hét Leynir SU 89.  Frá 17. apríl 1997 heitir báturinn Una SU 89, sami eigandi.  Hann er skráður á Eskifirði 1997.

Þann 28. janúar 2008 sökk báturinn í Sandgerðishöfn og hafði þá legið í höfninni í 4 ár og taldist til svokallaðra óreiðubáta.  Þegar ég myndaði bátinn 12. apríl 2008 lá hann upp við grjótgarðinn á bryggjunni í Sandgerði.
Nöfn: Sunna SK14, Litlanes ÞH52, Litlanes NS51, Litlanes SF, Jón Kjartan HU, Bragi SU, Bragi GK, Leynir GK, Leynir SU og loks Una SU89.

Heimildir:
Rannsóknarnefnd sjóslysa, http://www.rns.is/
Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar - http://skipamyndir.123.is/blog/record/199387/

Íslensk skip, bók 3, bls. 217-218, Sunna SK 14.

Íslensk skip, bók 5, bls. 170, Sunna SK 14.
1232. Gunnhildur ST 29.  Sandgerði 12. apríl 2008

1232. Gunnhildur ST 29 var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1972. Eik og fura. 15 brl. 153 ha. Scania Vabis díesel vél.  

Eigandi Guðmundur Halldórsson, Drangsnesi, frá 26. maí 1972.  Báturinn var seldur 29. október 1988 Birgi Karli Guðmundssyni, Dragnseni, heitir Gunnhildur ST 29.  Báturinn er skráður á Drangsnesi 1997.

Þessi var nú orðin vel þreyttur þegar ég myndaði hann 12. apríl 2008.  Þann 07.desember 2009 segir Emil Páll að þessi hafi verið mulin niður á hafnargarðinum í Sandgerði.  Hvenær það gerðist veit ég ekki og líklega hafa fleiri bátar verið muldir niður þá.

Heimildir:
Heimasíða Bátar og skip - http://batarogskip.123.is/blog/record/418752/
Rannsóknarnefnd sjóslysa, http://www.rns.is/

Heimasíða Emils Páls

Íslenski skip, bók 4, bls. 10, Gunnhildur ST 29

Íslensk skip, bók 5, bls. 172, Gunnhildur ST 29
1294. Hafrós KE2 Sandgerði 12. apríl 2008

1294. Hafrós KE 2 var smíðaður hjá Bátalóni hf í Hafnarfirði árið 1973. Eik og fura.  11 brl. 120 ha. Powa Maríne díesel vél. Hét Sæljómi GK 150. 

Eigandi Grétar Ólafur Jónsson, Hafnarfirði, Kristinn Guðnason, Reykjavík og Grétar Pálsson, Hafnarfirði frá 6. febrúar 1973.  12. febrúar 1980 var nafi bátsins breytt, heitir þá Ljómi GK 150, sömu eigendur og áður.  5. mars 1981 var báturinn skráður í Sandgerði, sömu eigendur.  Báturinn er skráður í Sandgerði 1988.

Báturinn var afskráður 1998, fór aftur á skrá 1999 en afskráður sem fiskibátur 2006.  Sökk við bryggjuna í Sandgerði 25. október 2007.
Nöfn: Sæljómi GK 150, Ljómi GK 150, Sæljómi GK 150, Far GK 147, Far KE 2 og loks Hafrós KE 2.

Heimildir:
Rannsóknarnefnd sjóslysa, http://www.rns.is/
Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar - http://skipamyndir.123.is/blog/record/199387/

Íslensk skip, bók nr. 1, bls. 234, Sæljómi GK 150.
1390. Jón Guðmundsson ÍS 75 Sandgerði 12. apríl 2008

1390. Jón Guðmundsson ÍS 75 var smíðaður hjá Bátalóni í Hafnarfirði árið 1973.  Hlaut nafnið Vopni NS 65.  Eik og fura.  11 brl. 118 ha. GM dísel vél.

Eigandi Vopni hf, Vopnafirði frá 9. ágúst 1974.  Báturinn ar seldur 15. febrúar 1983 Magnúsi Ingimundarsyni, Suðureyri, Súgandafirði, báturinn heitir Jón Guðmundsson ÍS 75 og er skráður á Surðueyri 1988.

12. apríl 2008 tók ég myndir af bátnum þar sem hann stóð á bryggjunni í Sandgerði þá orðin nokkuð þreyttur.  Báturinn afskráður þann 18. mars 2008 og afmáður skv. 15. gr. l. 115/1985.Heimildir:
Sax.is - skipaskrá
Gunnar Th. sjá skrifað álit.

Íslensk skip, bók nr. 2, bls. 206, Vopni NS 65.


1249. Sigurvin GK 51, Njarðvíkurslippur 12. apríl 2008

1249. Sigurvin GK 51 var smíðaður 1972 hjá Trésmíðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði.  Eik og fura.  17 brl. 150 Klevin díesel vél.

Eigendur Hermann Steinsson og Kristján Stefánsson Fáskrúðsfirði frá 28. júlí 1972.  Seldur 23. september 1974 Auðunni Karlssyni og Samúel Kristjánssyni, Súðavík, báturinn hét Sigurborg í Dal ÍS 83.  Seldur 5. júlí 1977 álftaveri hf, Súðavík.  Seldur 18. febrúar 1983 Þorgrími hf og Álftaveri hf, Súðavík.  11. janúar 1985 var nafi bátsins breytt, heitir Svanborg 'IS 83.  Seldur 15. maí 1987 Guðmundi Guðmundssyni, Lárusi Guðmundssyni og Ólafi Guðmundssyni, Grundarfirði, báturinn heitir Lárberg SH 275 og er skráður á Grundarfirði 1988.

Seldur til Noregs 30. nóvember 1995 en stóð enn í Njarðvíkurslipp þegar þessi mynd var tekin.

Nöfn: Sólborg SU202, Sigurborg í Dal ÍS 83, Svanborg ÍS 83, Lárberg SH 275, Valdimar AK 15, Marvin AK 220, Hafbjörg SL 154 og loks Sigurvin GK 51.

Heimildir:
Þorgeir Baldursson - http://thorgeirbald.123.is/blog/record/329138/

Íslensk skip, bók 4, bls. 56, Sólborg SU 202.

16.01.2014 08:32

Tíminn vinnur á

Ég hef fylgst með þessari tunnu nokkuð lengi.  Tók mynd af henni fyrst 2011 og hugsaði með mér að ef hún yrði þarna áfram gæti verið gaman að fylgjast með hvað það tæki langan tíma að tunnan ryðgaði niður.  Ég hef tekið þrjár myndir af tunnunni og eins og sjá má þá hefur tíminn ekki unnið með henni.  Á þessum stað gætir flóðs og fjöru og því liggur tunnan stundum í sjó og þá er tunnan greinilega eitthvað á ferðinni..  Myndirnar segja sína sögu.


Myndin er tekin 15. júní 2011


Myndin er tekin 18. apríl 2013


Myndin er tekin 15. janúar 2014
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154279
Samtals gestir: 237149
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 01:55:03