Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

12.04.2011 21:39

Björg

Tók myndir af Björgu á Flateyjardögum, siglingunni.  Hafliði Aðalsteinsson veit eitthvað um þennan.

Í bókinni Íslensk skip, bátar, 1. bindi bls. 55 er sagt frá Björgu sem þá hét Harpa BA.

Smíðaður sennilega í Bjarneyjum fyrir 1900.  Fura.  Um 3 brl.  Vélarlaus fyrst.
Eigandi Magnús Magnússon, vert í Flatey.  Bátnum var breytt í vélbát 1935 þegar Valdimar Ólafsson, Hvallátrum, eignaðist hann og setti í bátin 7 ha. Skandia vél.  Hann nefndi bátinn Björgu.  Valdimar  seldi bátinn 1941 Jóni Daníelssyni, Hvallátrum.  1948 var sett í bátinn 10 ha. Skandia vél.  1960 var sett í hann 10 ha. Kelvin vél.  1981 var báturinn seldur Jóni V. Aðalsteinssyni, Hvallátrum.  1987 var sett í bátinn 18 ha. Sabb vél.  Frá 1992 er skráður eigandi bátsins Hvallátur hf., Hvallátrum, og þar er báturinn 1996.

Held það hafi verið árið 2009-2010 sem unnið var að lagfæringum á Björgu.  Nánar um það síðar....



Björg, Flatey 3. júlí 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 473
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 444
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 325147
Samtals gestir: 31122
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 20:49:59