Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2018 Ágúst

20.08.2018 21:46

Bátar ferjaðir á Reykhóla úr Stykkishólmi

Ég var svo heppinn þegar ég var í Stykkishólmi 11.ágúst 2018 að nokkrir höfðingjar ætluðu að ferja þrjá báta úr Stykkishólmi á Reykhóla.  Þar var fremstur í flokki Hafliði Aðalsteinsson.  Bátarnir sem ferjaðir voru yfir á Reykjóla voru Ólafur, Baldur og Sindri, allir í eigu Bátasafns Breiðafjarðar.  Fylgdarbátur var Gustur SH og aftan í honum hékk skekta, sem Hafliði smíðaði nýlega, sem heitir Gola.  Með í myndatöku er svo Öxney en hún var skilin eftir í Stykkishólmi þegar farið var að Reykhólum.  En hvaða bátar eru þetta?


Ólafur, Hafliði Aðalsteinsson við stýrið.  Stykkishólmur 11.ágúst 2018

Ólafur frá Hvallátrum, var smíðaður 1948 af Aðalsteini Aðalsteinssyni í Hvallátrum fyrir Jón Danílesson bónda í Hvallátrum á Breiðafirði.  Báturinn var notaður við selveiðar, æðardúntekju og önnu verkefni tilheyrandi eyjabúskap í 52 ár.  Ólafur var smíðaður upp af Aðalsteini og Hafliða Aðalsteinssyni veturinn 2001-202.Baldur í Stykkishólmi 11.ágúst 2018

Baldur var smíðaður í Hvallátrum árið 1936 af Valdimari Ólafssyni fyrir Þórð Bernjamínsson í Hergilsey, síðar Flatey.  Upphaflega var sett í bátinn 2 cyl. Albin vél en í dag er í honum 1 cyl. Sabb vél.  Árið 1947 var sett í bátinn 14. ha. Albin vél.  Þórði seldi bátinn 1971 Daníel Jónssyni, Dröngum Skógarströnd.  Árið 1973 var sett í bátinn 10. ha.Sindri í Stykkishólmi 11.ágúst 2018


Sindri var smíðaður árið 1936 af Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum fyrir Jón Þórðarson og Snæbjörn Jónsson á Stað á Reykjanesi.  Á þessum tíma var tvýbýli á Stað en síðar (1949) byggði Jón býbýlið Árbæ.  Sindri er smíðaður úr eik og furu og skráður 2,5 brl.  Var upphaflega með 5 ha. Skandia vél, árið 1946 var sett í bátinn 8 ha. Skandia vél, 1983 var sett í bátinn 8 ha. Sabb vél og 1995 10 ha. Sabb vél sem er í bátnum í dag.

Sindri var notaður af Staðar og Árbæjar bændum í áratugi við hlunnindanytjar og flutninga á vörum og fólki.  Árið 1962 kaupir Guðmundur Theódórsseon á Laugalandi við Þorskafjörð bátinn og notar hann við hlunnindanytjar o.fl.  Árið 1990 gerði Guðmundur bátinn upp og hefur síðan haldið honum mjög vel við.  

Á bátadögum 2015 sigldi Guðmundur ásamt gestum á Sindra í hópi báta í blíðu veðri.  Að því loknu afhenti Guðmundur Bátasafninu Sindra til eignar og varðveislu.

Sindri hefur verið geymdur í uppsátri á Vesturnesi við höfnina á Stað og eftir því sem mér skilst þá mun hann vera geymdur þar áfram líkt og undanfarin 80 ár.
Gustur í Stykkishólmi 11.ágúst 2018.


Gustur er breiðfirskur súðbyrðingur.  Var teiknaður um 1975 af Bergsveini Breiðfjörð Gíslasyni, skipa- og bryggjusmið.  Bergsveinn fékk Hafliða Aðalsteinsson frænda sinn til að smíða Gust og var unnið að smíðinni í Kópavogi 1979-1980.  Bergsveinn tók töluverðan þátt í smíðinni og frágangi bátsins.  Gustur var síðan sjósettur í apríl 1980.

Gustur er smíðaður úr furu og eik og er 7,1 metri á lengd, 2,1 metri á breidd og 0,91 meter á dýpt og mælist 2,57 brl.  Báturinn var upphaflega með 20 ha. Bukh vél.  Ákveðið var að ráðast í endurbætur á bátnum vetuirnn 2010.  Hafliði Aðalsteinsson tók að sér að framkvæma breytingarnar.

Eigendur af Gusti eru Sigurður Bergsveinsson og Gunnlaugur Þór Pálsson.
Skektan Gola.  Stykkishólmur 11.ágúst 2018.


Skektan Gola var smíður af Hafliða Aðalsteinssyni.  Meira um það síðar.  Eigendur eru Sigurður Bergsveinsson og Gunnlaugur Þór Pálsson.
Öxney, Sturla Jóhannsson við stýrið.  Stykkishólmur 11.ágúst 2018.


Öxney var smíðaður á námskeiðum í gerð súðbyrðinga í samvinnu við Iðu fræðslusetur.  Haflið Aðalsteinsson skipasmíðameistari frá Hvallátrum og Eggert Björnsson bátasmiður, önnuðust kennslu á námskeiðunum.  

Í byrjun árs 2012 hannaði Hafliði og teiknaði bát sem er byggður á hefðbundnum breiðfirskum hlunnindabátum en aðeins breiðari og dýpri en þeir voru.

Hafliði notaði síðan hönnunina á 6 námskeiðum sem haldin voru frá því í febrúar 2012 og fram í mars 2013.  Alls tóku um 50 menn þátt í námskeiðunum.  Lagður var kjölur að bátnum og hann síðan fullbyrtur og sett í hann 4 bönd.

Síðan var ekkert unnið við bátinn þangað til vetuirnn 2016 að Hafliði og Eggert tóku sig til og kláruðu að smíða bátinn og setja niður vélbúnað og fullgera hann.

Sturla Jóhannsson frá Öxney á Breiðafirði keypti bátinn og hefur gefið honum nafnið Öxney.  Bátinn hyggst Sturla nota við hefðbundnar hlunnindanytja við Breiðafjörð.  

Öxney er 5,85 m. að lengd, 2,02 m. á breidd, 0.93 m. á dýpt.  Í honum er 30 ha. Yanmar vél.  Báturinn er smíðaður úr furu og eik og er með utanáliggjandi stýri.


Upplýsingar fengnar af ýmsum stöðum.  Lesa má um sum bátana hér á síðunni, ef upplýsingar eru ekki um hverjar þeirra þá eru þær á leiðinni.  Vona að þið hafði gaman af.  Fleiri myndir undir albúm af þessum bátum að sigla í Stykkishólmi.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154642
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 15:50:22