Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

20.08.2016 20:46

Skektan

Skektan


Myndaði þennan litla bát í tvígang og setti inn mynd í mars 2013. Saga bátsins kemur hér. En hér má sjá eina af myndunum sem ég tók af bátnum. Sigurður Bersveinsson stendur við hliðina á bátnum.Skektan, 05. mars 2013,


Skekta - sagan


Ljósm. tekin við Bessastaðanes (Seylunni)  í apríl 1963. Sigurður um borð í Skektunni.Báturinn/skektan er smíðaður á Ísafirði veturinn 1963 í skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar af Jakobi Falssyni skipasmið eftir norskri skektu sem Marselíus mun hafa flutt inn.   Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason skipa- og bryggjusmiður gefur syni sínum (undirituðum) skektuna í fermingargjöf vorið 1963. Árið 1966 kaupir Alexander Guðbartsson á Stakkhamri í Staðarsveit á Snæfellsnesi bátinn. Seinna eignaðist Bjarni sonur Alexanders skektuna en hann var bóndi á Stakkhamri 1961-2003. Báturinn var notaður sem hlunnindabátur á Stakkhamri við selveiðar og æðarvarp o.fl. Um 2010 eignast Þorbjörg dóttir Alexanders og hennar maður Kristinn Jón Friðþjófsson skipstjóri og útgerðamaður á Rifi bátinn og eiga þau hann í dag. Árið 2011 framkvæmir Ólafur Gíslason Skáleyjum viðgerð á bátnum fyrir þau hjónin, skiptir um afturstefni og mörg bönd o.fl. Báturinn er 5 metrar á lengd, 1,5 metrar á breidd og um 51 cm á dýpt. Báturinn er fjórróinn og með mastur. Jakob mun hafa smíðað fjölda svona skekta og voru þær algengar á sjávarjörðum við Djúp og víðar um Vestfirði. Árið 2013 málsettum við Hafliði Aðalsteinsson bátinn og á grundvelli hennar voru smíðuð skapalón sem hafa verið notuð á námskeiðum FÁBBR þar Hafliði hefur kennt smíðar á súðbyrðingum og á námskeiðunum hefur verið smíðaður bátur sem tekur mið af þessum báti. Í vetur var unnið töluvert í smíðinni sem er langt komin og verður væntanlega kláruð í haust. Myndir af skektunni má sjá inn á vefnum hjá RikkaR http://rikkir.123.is/photoalbums/201691/ og einnig af nýsmíðinni t.d. hér: http://batasmidi.is/photoalbums/254622/Sigurður Bergsveinsson

22.7.2016


17.07.2016 10:23

Blöndi ÞH 25

5440 Blöndi ÞH 25

Smíðaður á Akureyri 1972.  Eik og fura.  3.06 brl. 8 ha. Petter vél.  Afturbyggður súðbyrðingur með lúkar.  Smíðanúmer 39.

Eigandi, Ingvar Baldursson og Haraldur M. Sigurðsson, Akureyri, frá 23. nóvember 1972, hét Höfrungur EA 303.  Báturinn var seldur 3. mars 1974 Jóhannesi Straumland, Húsavík, hét Höfrungur ÞH 22.  Seldur 1. apríl 1982, Þormóðir Kristjánssyni og Kristjáni Ásgeirssyni, Húsavík, hét Blöndi ÞH 25.  Frá 18. desember 1986 var Kristján einn skráður eigandi.  Seldur 16. október 1987, Sveini Ríkarðssyni og Ríkarði Ríkarðssyni, Húsavík.  Seldur 16. júní 1990 Halldóri Reimarssyni, Akureyri, hét Blöndi EA 596.  Seldur 6. mars 1991 Sigurði Óskarssyni og Kristni Arnbjörnssyni, Kópaskeri, hét Mardís ÞH 278.  Báturinn talinn ónýtur og tekinn af skrá 7. júlí 1995.

 

Upplýsingar:

Íslensk skip, bátar.  Bók 1, bls. 128-129, Höfrungur EA 303.

Aba.is, http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=67


Blöndi ÞH 25 siglir út úr Húsavíkurhöfn.  Myndin tekin á tímabilinu 1987-1990. Ljósm. RikkiR

17.07.2016 09:26

6677 Petrea EA 24 ex Ingeborg SI 60

6677 Ingeborg EA 24 ex SI 60

Smíðaður á Siglufirði 1985.  Eik og fura.  4.66 brl. ( á öðrum stað er hann sagður vera 5,6 brl.)  52 ha. Mitsubishi vél.  Frambyggður opinn súðbyrðingur.

Bátinn smíðuðu þeir feðgar Jóni G. Björnssyni og Birni Jónssyni til eigin nota í svonefndum Ísfirðingabrakka á Siglufirði og áttu bátinn til ársins 2005, en þá er hann skráður á félagið Björn Jónsson ehf.

Eigandi Jón G. Björnsson og Björn Jónsson Siglufirði frá 27. ágúst 1985.  Báturinn er skráður á Siglufirði 1997.

Frá 2008 er báturinn skráður á Björn Má Björnsson og Lárus Hinriksson og var heimahöfnin Sandgerðisbót á Akureyri.

Frá árinu 2009 er Mummi ehf. Dalvík skráður eigandi bátsins sem hélt nafni sínu og einkennisstöfum allt fram á árið 2012 en þá fékk hann einkennisstafina EA-24 og eru þetta sömu einkennisstafir og aflaskipið Loftur Baldvinsson bar á sínum tíma.

Árið 2013 hét báturinn Ingeborg EA-24 með heimahöfn á Dalvík.
Árið 2014 keypti Gunnar Anton Jóhannsson bátinn ásamt sonum sínum hvers nöfn eru Gunnar Anton Njáll og Guðni Már. 
Hjá þeim feðgum fékk báturinn nafnið Petrea EA-24 og á hann sína heimahöfn á Hauganesi. 

Heimild. Björn Jónsson, Siglufirði. Siglingastofnun. Gunnar Anton Jóhannsson, Hauganesi.

Önnur nöfn: Ingeborg SI 60, Ingeborg Ea 24, Petrea EA 24.


Upplýsingar:  Íslensk skip, bátar.  Bók 3, bls. 196, Ingeborg SI 60.

Skipamyndir. http://skipamyndir.123.is/blog/yearmonth/2015/07/2/

aba.is.  http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=214

Petrea EA 24 í Dalvíkurhöfn 06. ágúst 2013 

09.07.2016 16:31

Baldur

Hér koma nokkrar myndir af Baldri við Flatey á Breiðafirði, að koma eða fara.  Þannig er það öllum stundum.


Skarfurinn blessar för Baldurs, sem stefnir inn í þokuna.  Flatey 25. júní 2016


Baldur í þokunni.  Flatey 25. júní 2016


Baldur leggur af stað úr Flatey til Brjánslækjar.  Flatey 26. júní 2016


Baldur siglir vestan við Klofning á leið í Flatey.  Flatey 29. júní 2016


Baldur kemur til Flateyjar á fullri ferð.  Flatey 29. júní 2016
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1716
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 2301095
Samtals gestir: 176042
Tölur uppfærðar: 27.8.2016 01:05:26