Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2008 Júlí

28.07.2008 13:58

Mærudagar 2008

Þá eru Mærudagarnir 2008 búnir.  Þetta gékk frábærlega fyrir sig, allir bæjarbúar sem ég hef hitt eru ánægðir með hvernig til tókst.  Allir í góðu skapi í góðu veðri og nóg að gera fyrir alla.  Þeir sem sáu um þessa Mærudaga eiga heiður skilið fyrir hvernig til tókst.  Setti inn nýja möppu Mærudagar 2008 og eru þar nokkrar myndir sem ég náði aðallega af fólki.  Það eru myndir af mótorhjólasýningu við Shell og gestum Mærudaga 2008, þá eru myndir frá hrútasýningu en sá að vitlausir hrútar voru dæmdir.  Kúti það fór þó aldrei svo að það kæmi ekki mynd af þér á þessa síðu.


Mótorhjólasýning Náttfara við Shell.  Myndin tekin 26. júlí 2008.


Mynd tekin á hrútasýningu, hefði nú viljað láta meta hrútinn til vinstri á myndinni.  Myndin tekin 26. júlí 2008.


Hulda Þórhallsdótti kíktí á lífið í bænum.  Myndin tekin 26. júlí 2008.

24.07.2008 21:30

Ís á Húsavík

Það eru fleiri sem borða ís á Húsavík og hér má sjá tvo þeirra.  Held að þeir njóti íssins ekkert síður.  Simmi setti þessa mynd inn bara fyrir þig............


Simmi Togga eða ROBO-eitthvað gæðir sér á ís.  Myndin tekin 23.07.2008.


Séra Sighvatur gæðir sér á pinnaís.  Myndin tekin 23. júlí 2008.

24.07.2008 21:18

Helguskúr á Mærudögum

Að mínu mati er Helguskúr eitt af því sem menn eiga ekki að láta framhjá sér fara á Mærudögum.  Þessi skúr er "ekta" og eigandinn Helgi Héðinsson er líka "ekta".  Hver hlutur sem þarna er á sér sögu og hefur Helgi sagt mér nokkrar.  Ég reyni alltaf að hitta á Helga og ræða lítillega við hann þegar ég kem til Húsavíkur, finnst það ómissandi.  Ég veit að Helgi og fjölskyldan hans eru í skúrnum á Mærudögum og kvet ég alla til að líta þar inn.  Gleðilega Mærudaga.


Helguskúr 1951.

24.07.2008 21:06

Æskuheimili mitt

Fyrir ykkur sem ekki vitið þá fæddist ég á Húsavík og ólst upp í þessu húsi, það heitir Hulduhóll og stendur við Garðarsbraut 42.  Núverandi eigandi er að breyta því mikið að innan og utan m.a. hefur hann klætt það að utan með timbri.  Dökkbrúna timbrið efst við þakið þekki ég en ekki þetta ljósbrúna.  Þegar ég hef komið til Húsavíkur hefur mér ekki fundist þetta klæða húsið neitt sérlega vel enda ennþá með Hulduhól í huga eins og hann var.  Ég ákvað því að taka myndir af því til að geta skoðað það og eftir því sem ég skoða það oftar þá held ég að það komi nú að því að ég venjist því. 


Hulduhóll.

24.07.2008 12:22

Sænskir dagar og Mærudagar á Húsavík

Nú hafa staðið yfir sænskir dagar á Húsavík og í dag hefjast Mærudagar.  Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er talað um að orðið mæra sé sér Húsvískt orð yfir salgæti.  Þegar mærudagar fóru fyrst af stað og þetta orð var valið þá var verið að hugsa um allskonar mæru, mæru fyrir allan líkamann ekki bara magann.  Ég hef verið á bryggjunni tvo síðustu daga að taka myndir.  Það hafur verið siglingaklúbbur á sænskum dögum og ég myndaði þar, þá eru hér trillur svona uppá gamal móðinn og var þeim siglt með seglum, þá er það seglskútan Activ London en ég hef að sjálfsögðu tekið nokkrar myndir af henni svona til gamans, sá tvo áhafnarmeðlimi klifra upp í mastrið.  Svo af sjálfsögðu hef ég tekið einhverjar myndir af Elínu Pálsdóttur en aðrir fjölskyldumeðlimir hafna myndatökum.  Þá hef ég náð nokkrum myndum af Húsvíkingum en læt duga að setja þær inn í möppuna, Húsavík og nágrenni, en færi þær síðan á réttan stað síðar.


Elín Pálsdóttir, stórfrænka mín. 
Myndin er tekin 16. júlí 2008 við Höfðabrekku á Húsavík.


Myndin er tekin 23. júlí 2008 við Húsavíkurhöfn.


Hér sjást skipverjarnir tveir hátt uppi í mastrinu.  Myndin er tekin 22. júlí 2008.  Fleiri myndir eru af þessum tveimur stúlkum, já ég sagði stúlkum í möppunni.


Hreidda fannst þessi ís mjög góður eins og sjá má.  Myndin tekin 23. júlí 2008.

11.07.2008 23:40

Sól, sól skín á mig

Þessi mynd var tekin í gær, 10. júlí á rölti mínu um Húsavík.   Næst er að ná mynd þar sem fræin eru farin að fljúga.  Stefni á að gera tilraun til þess síðar og ef vel gengur þá sést afraksturinn hér.

11.07.2008 14:20

Húsavík

Ég er staddur á Húsavík og verð þar til loka ágúst.  Hef komist út í tvo daga til að mynda og hér er afraksturinn. Í gær var mjög fallegt veður eins og þið sjáið og tók ég langan göngutúr.  Margar myndir þar sem Húsavíkurfjall sést en það er "næstum" því jafnhátt og fjöllin í Austurríki.  Hér má sjá tvær myndir frá því í gær 10. júlí 2008.  Fleiri myndir í Húsavíkurmyndaalbúminu.




Húsavíkurfjall og Búðaráin í forgrunni.

05.07.2008 03:55

Tengdapabbi í Austurríki

Það vill svo vel til að hann Einar Steinþórsson, tengdafaðir minn var með okkur í Austurríki.  Ég náði "nokkrum" myndum af honum í ferðinni.  Hér er ein mynd af honum þar sem hann hefur alla jörðina á herðunum, sem hann virðist nú fara létt með.

Myndin er tekin í Minimundus sem er garður með þekktum byggingum.  Ekki ósvipað legolandi nema að allar byggingar eru smíðaðar úr sama efni og fyrirmyndirnar.

Hér er ein af tengdaforeldrum mínum sem tekin var síðasta daginn okkar uppi í fjöllum.  Hér horfa þau saman á útsýnið.

01.07.2008 03:00

Austurríki

Jæja gott fólk þá erum við fjölskyldan komin frá Austurríki.  Ferðin var frábær og veðrið lék við okkur.  Það má líka segja að Björg Ólöf, Armin, Jóhann Örn, Andri Hjörfar og Kristjón Benedikt hafi leikið við okkur því að koma til þeirra var frábært og þau fóru með okkur í nokkrar ferðir og sýndu okkur landið.  Þeirra hluti í að gera þessa ferð ógleymanlega fyrir okkur verður sein hægt að fullþakka en þau eru höfðingjar heima að sækja og heimili þeirra er yndislegt.  Björg Ólöf og Armin við þökkum ykkur fyrir okkur og þið getið bókað að við komum aftur og það verður ekkert mjög langt þangað til.
Ljósmyndir úr þessari ferð urðu 982 en hér á síðunni er bara sýnishorn.  Myndirnar eru í möppu sem heitir Austurríki 2008.  Vona að þið upplifið hluta af þessu frábæra landslagi og landi sem við heimsóttum.  Síðar mun ég setja inn einhvern texta við myndirnar til að þið vitið hvar þær eru teknar.  Að lokum þá mæli ég með að þið farið öll til Austurríkis og skoðið þetta frábærlega fallega land.  Svo ég vitni í Elfu Dögg þá sagði hún að "Það væri allt fallegt í Austurríki nema kindurnar".  Á einhversstaðar mynd af kind en hún var ekki góð svo hún fór ekki þarna inn en fyrir ykkur sem viljið vita þá eru þessar kindur með löng lafandi eyru.  Hér er ein mynd sem sýnir smá af þessu frábæra landi.  Nú fer ég til Húsavíkur í tvo mánuði og mun reyna að halda áfram að setja inn myndir þaðan.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 189
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311594
Samtals gestir: 29917
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:18:24