Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

03.09.2011 14:09

Staðarskektan, Björg

Uppi í lofti á Bátasafninu á Reykhólum hangir bátur.  Þetta mun vera svokölluð Staðarskekta eða réttu nafni Björg.  Þessi bátur er fyrirmyndin af Vinfasti.  Hér eru upplýsingar um Staðarskektuna sem ég fann á blaði í bátasafninu.

Björg  (Staðarskektan)

Björg mun vera smíðuð í Hvallátrum veturinn 1916-17 af þeim feðgum Ólafi Bergsveinssyni og Gísla Ólafssyni.  Þá var Gísli 17 ára og var skektan smíðuð gagngert fyrir hann.  Hún mun bera nafn ömmu Ólafs, Bjargar Eyjólfsdóttur í Sviðnum (1815-1899).

Sumarið eftir fór Gísli á skektunni upp að Stað á Reykhólum og gerðist vinnumaður og síðar ráðsmaður hjá Jóni Þorvaldssyni prófasti.  Þau urðu afdrif Gísla, að hann fórst á skektunni síðla hausts árið 1925.  Hann lagði af stað með póst yfir á Grónes handan Þorskafjarðar en bátinn rak mannlausan upp í lendinguna á Stað nóttina eftir eða mjög skömmu síðar.

Staðarskektan var alla tíð á Stað og var að líkindum í notkun fram undir 1970.  Síðan lá hún þar á hvolfi þangað til sumarið 2005.

Hér að neðan má annars vegar sjá Staðarskektuna hangandi uppi í lofti á bátasafninu og svo Vinfast þar fyrir neðan.  Vinfastur var smíðaður eftir Staðarskektunni svo þarna er tvífarar á ferð.


Björg, Staðarskektan, Bátasafn Breiaðfjarðar 31. júlí 2011


Vinfastur, Húsavík 22. júlí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 884
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 810
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 326938
Samtals gestir: 31408
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 11:47:46