Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2010 Janúar

24.01.2010 23:47

Brói og Baldur

Ég fékk sendar þessar þrjár myndir og verð bara að setja þær hér inn.  Ég veit að Magga frænka mín hefur verulega gaman af þessu.  Baldur Sigurgeirsson æskuvinur minn sendi mér þessar myndir.  Ég man ekki eftir að hafa séð þær áður en það gæti nú samt verið.  En sem sagt hér erum við félagarnir.


Brói (Rikki) og Baldur fyrir framan heimili Baldurs á Garðarsbrautinni.


Brói og Baldur, hvaða köttur þetta er veit ég ekki.  Myndin tekin í braggahverfinu svonefnda.


Brói slekkur í sinu.

24.01.2010 23:00

Fuglar í Hafnarfjarðarhöfn í dag

Kíkti niður að Hafnarfjarðarhöfn, við kvíarnar var mikið fuglalíf.  Tugir af skörfum, toppöndum og æðarfugli.  Einn selur var þarna líka.  Þegar ég var þarna á ferð þá var farið að skyggja lítillega og ég setti vélina á 1600 iso.  Það gékk þokkalega, myndirnar svolítið grófar en allt í lagi held ég.  Þegar fuglarnir flugu af stað þá var ekki séns að ég gæti náð þeim en þessi mynd hér fyrir neðan kemur nokkuð skemmtilega út finnst mér.  "Farinn" myndin hreyfð.  Svo ég vitni í menn sem hafa deilt um fuglamyndir þá myndu þeir líklega segja að þessi mynd lýsi atferli þessa fugls nokkuð vel.  Neðsta myndin er af dílaskarfi, hann situr þarna á landfestingunni frá stóru kvínni.


Toppönd í Hafnarfjarðarhöfn, 24. janúar 2010


Farinn, toppönd í Hafnarfjarðarhöfn, 24. janúar 2010


Dílaskarfur í Hafnarfjarðarhöfn, 24. janúar 2010

07.01.2010 10:40

Að hugsa upphátt

Verð að leiðrétta það sem ég hef sagt hér að neðan.  Haffi leiðrétti mig og efsta myndin er ekki af 162 heldur 1291.  Læt hitt standa en leiðrétti líka undir myndinni.  Svona er það nú, ekki er ég nú betri í þessum bátum en þetta.:-)


Ég hef verið nokkuð duglegur að skoða síður hjá öðrum áhugamönnum um báta.  Ég er ekki sá duglegasti við bátana en hef verið að taka þá inn líka.  Flestar mínar myndir eru af bátum við bryggju og eru skiptar skoðanir manna um þær myndir.  Ég held minni síður úti mér til gamans og öðrum til ánægju, vona ég alla vegna. 

Emil Páll er einn af þessum áhugamönnum sem heldur úti síðu/m þar sem hann setur inn báta og upplýsingar um þá.  Hann hefur verið duglegur við að setja inn myndir af sama bátnum með hinum ýmsu nöfnum og hef ég gaman af því að skoða þetta, sjá hér http://emilpall.123.is/

Þetta varð til þess að ég fór að skoða myndasafnið hjá mér til að sjá hvort ég ætti myndir af sama bátnum með fleiri en eitt nafn og viti menn svo undalega vildi til að ég fann alla vegna tvo þ.e. 2660 Arnar SH157 sem getið er hér á undan og einnig 162. Arnar SH157 - Fagraklett HF123 - Polaris.  Veit að ég get fundið einhverja fleiri en held að þessi eigi metið hjá mér, þ.e. þrjú nöfn.  Ætal ekki að setja inn neinar upplýsingar um þennan bát hér heldur vísa í síðu Emils Páls http://emilpall.123.is/blog/record/417252/


1291 en ekki 162. Arnar SH157 í Stykkishólmi 27. maí 2008


162. Fagriklettur HF123 í Hafnarfjarðarhöfn 13. september 2008


162. Polaris í Reykjavíkurhöfn 10. maí 2009

07.01.2010 10:07

2660 Arnar SH157

2660 Arnar SH157 er gerður út frá Stykkishólmi.  Báturinn var smíðaður 2004 hjá Seiglu ehf og er af gerðinni Sigur 1500.  Var sjósettur 13. desember 2004 og bar þá nafnið Happasæll, þá sagður stærsti plastbátur á Íslandi.
Önnur nöfn:  Happasæll KE94. 
Samkvæmt aflatölum frá 12. nóvember til 12. desember 2009 hefur Arnar SH aðallega verið að veiða skötusel, en á þessum tíma veiddu þeir 5.277 kg. af skötusel.

Heimldir:
Skip.is - http://skip.vb.is/frettir/nr/5634/
Sax.is, skipaskrá - http://sax.is/?gluggi=skip&id=2660
Myndir af bátnum á fullri ferð má sjá hér - http://skipamyndir.123.is/album/Default.aspx?aid=69651&lang=en


2660. Happasæll KE-94 nú Arnar SH-157.


2660. Arnar SH-157 ex Happasæll KE-94 í Stykkishólmshöfn 31.12.2009

04.01.2010 20:10

Fögur er fjallasýn

Um áramótin var veðrið alveg meiriháttar flott.  Kyrrt og frost.  Getur ekki verið betra.  Ég tók slatta af myndum af fjöllunum kringum Stykkishólm.  Ég gerði smá tilraunir, m.a. notaði ég hátt ISO sem gerir myndirnar m.a. svolítið kornóttar.  Ég er talsvert sáttur við útkomuna á þessum myndum.  Hér eru fjórar af þessum myndum og fleiri má sjá í albúmi.


01.01.2010


01.01.2010


Hraunsfjörður 01.01.2010


Bjarnarhafnarfjall til vinstri, 02.01.2010

04.01.2010 19:00

Stykkishólmshöfn í lok árs

Setti einhverjar myndir af bátum inní albúm.  Myndirnar teknar í Stykkishólmi en eins og sjá má þá var spegilsléttur sjór.  Hér fyrir neðan má sjá m.a. 2650 - Bíldsey SH65, 6958 - Rún (Sagður heita Bryndís SH128 í skipaskrá) og 6626 - Amma Lillý BA55.


Stykkishólmshöfn 31. desember 2009

04.01.2010 08:10

Fréttir af Ástu B

Eins og þið munið þá birti ég myndir af Ástu B, stærsta plastbát sem Trefjar hafa smíðað.  Báturinn var seldur til Noregs og er einn eigandi bátsins Húsvíkingur.  Já, þeir koma víða við þessir Húsvíkingar. 

Ég hafði samband við Bjarna Sigurðsson eiganda.  Bjarni kvað Ástu B hafa komið til Tromsö þann 20. desember og hafi þeir náð tveimur túrum fyrir jól.  Það hafi fiskast vel.  Þeir hafi fengið á sig brælu í seinni túrnum. 
Margir hafa lýst áhyggjum sínum með bátinn, hvað hann risti m.a. grunnt.  Bjarni svaraði því til að báturinn væri mjög góður í sjó.  Lítið hafi verið að marka að skoða hann rétt eftir stjósetningu, galtómann og allir tankar tómir.  Varðandi innsiglinguna í Grindavík þar sem þeir lentu í smá vandræðum kvað hann ölduhæðina þar hafa verið 6 metra og það hafi brotið á bátnum í þrígang.  Báturinn hafi rétt sig fljótt við.  Bjarni kvað vídeóupptöku vera til af þessu atviki þar sem sést pínulítill bátur í stórsjó sem ver sig vel.  Fréttir af Ástu B og aflabrögð má sjá á þessari vefsíðu
www.nordengas.no

Á heimsíðunni má lesa um fyrstu tvo túrana hjá Ástu B, sem kanski hafa verið meira svona prufutúrar.  Eftir því sem ég skil þetta þá var fyrri túrinn fyrir jól farinn 21. desember, þeir hafi fengið 7,5 tonn.  Þeir hafi sett 21.000 króka í sjó þann dag.  Seinni túrinn var farinn 22. desember, þá fengu þeir 5,5, tonn og 15.000 krókar settir í sjó.  Þá segja þeir bátinn hafa reynst vel í þessum sjóferðum og öll tæki hafi virkað vel.


Bjarni með einn stórann


Bjarni Sigurðsson, myndir birtar með leyfi BS www.nordengas.no


Ásta B í Hafnarfjarðarhöfn

04.01.2010 00:51

Gleðilegt nýtt ár

Kæru vinir á ættingjar.  Gleðilegt ár og farsælt komandi ár.  Eitthvað vesen var hér á síðunni minni sem ég kann enga skýringu á því ég komst ekki inn í stjórnkerfið til að setja myndir í bloggið.  Núna prufaði ég aftur og allt gékk upp.  Ég var í Stykkishólmi um áramótin og hér má sjá myndir frá brennunni.


Áramótabrennan í Stykkishólmi, nærmynd.


Elín Hanna, ættingjar og vinir við brennuna.


Áramótabrennan í Stykkishólmi.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 303
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311708
Samtals gestir: 29920
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:11:05