Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.08.2013 21:00

Hafrún KE 80

5208 Hafrún KE 80 var smíður í Hafnarfirði 1959.  Eik og Fura.  4.81 brl.  22 ha. Bukh vél. 


Hafrún þegar verið var að smíða hana 1959.  Ljósmynd af ljósmynd sem Auðunn Jörgenson á og hann hafði fengið hjá Eyjólfi Einarssyni.


Smiðurinn var Eyjólfur Einarsson en hér á síðunni minni eru frásafnir af 8 bátum eftir hann.


Eyjólfur Einarsson við Hafrúnu KE 80.  Reykjavík 08. janúar 2012


Eigandur í upphafi voru Herbert Eyjólfsson og Ari Arason, Keflavík, frá 16. september 1959.  Ari seldi sinn hluta í bátnum 20. desember 1973 Herberti Eyjólfssyni, Keflavík.  Seldur 15. maí 1991 Stefáni Þór Guðmundssyni í Sandgerði, sama nafn og númer.  Báturinn skráður í Keflavík 1997.


Hafrún KE 80 í Sandgerði.  Ljósmynd Markús Karl Valsson


Eigandi Hafrúnar KE í dag er Auðunn Jörgenson.  Hann er byrjaður að vinna við að gera Hafrúnu upp og leit ég við hjá honum.  Eyjóflur Einarsson var einnig staddur þar að skoða bátinn sem hann smíðaði 1959.  Það var gaman að hitta manninn sem smíðaði bátinn fyrir 52 árum síðan.

Auðunn er byrjaður að rífa af bátnum það sem ónýtt er og hefur hann fengið Hafliða Aðalsteinsson sér til hjálpar.


Auðunn Jörgenson við Hafrúnu, viðgerð hafin.  Reykjavík 08. janúar 2012

Auðunn kvaðst stefna á að báturinn yrði klár fyrir 1. maí 2012.  Hann kvaðst myndi skipta um nafn á bátnum.  Nafn bátsins yrði Óskar Matthíasson VE 23.

Ég fann nokkrar myndir af Hafrúnu KE á netinu og fékk leyfi hlutaðeigandi manna til að nota þær myndir hér á síðunni minni.  Þá tók ég ljósmyndir af myndum sem Auðunn er með hjá sér og þær myndir eru hér í safninu líka.  Ein myndanna er að ég held eftir Jón Pál Ásgeirsson.


Hafrún í Sandgerði.  Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson


Hafrún við húsnæði Auðuns.  Ljósmynd af ljósmynd á vegg hjá Auðunni sem ég held að Jón Páll Ásgeirsson hafi tekið.


Í geymslu.  Ljósmynd Arnbjörn Eiríksson

Ég kem svo til með að fylgjast með þessari framkvæmd eftir því sem ég hef tækifæri til.  Þið getið fylgst með því hér fyrir neðan en þar mun ég halda áfram að setja inn frásögn af því sem ég sé breytast og hvernig verkið gengur.

Heimildir:
Íslenski skip, bátar.
Auðunn Jörgenson, munnlegar heimildir.
Upplýsingar af veraldarvefnum, ýmsir aðilar.



08. janúar 2012
Fór og leit á Hafrúnu KE 80 en Auðunn er byrjaður á lagfæringum á bátnum.  Búið var að rífa lúkarinn og borðstokkana af ásamt fleiru.  Talsvert verk fyrir höndum hjá þeim Auðunni og Hafliða Aðalsteinssyni sem verður honum innan handar við verkið, að gera bátinn klárann.  Eyjólfur Einarsson skipasmiður var á staðnum til að kíkja á bátinn sem hann smíðaði 1959.  Fleiri myndir í albúmi, smellið á eina mynd og þig farið í myndabankann.


Þorsteinn, Auðunn og Eyjólfur við Hafrúnu KE 80.  Reykjavík 08. janúar 2012


Ínnviðir Hafrúnar, lúkarinn farinn, borðstokkarnir farnir.  Reykjavík 08. janúar 2012


Stýrið í Hafrúnu.  Reykjavík 08. janúar 2012


Til gamans tók ég mynd af vottorði frá 06. október 1959 um vélina í bátnum.

10. mars 2012

Kíkti á Auðunn og Hafrúnu í dag.  Hef ekki hitt á neinn í skúrnum hjá honum síðan í janúar svo talsverður tími er liðinn og talsvert hefur verið gert síðan ég var þarna síðast.  Auðunn er búinn að rífa allt ofan af Hafrúnu, stýrishús, vélin úr, lúkar o.fl.  Bara tóm skelin eftir.   Vélin stóð á gólfinu og mun hún nú fara í yfirhalningu.  

Tóm skelin eftir.

Auðunn er að skipta út einhverju af boltum og nöglum.  Vill hafa allt í flottu standi þegar viðgerð líkur.  

Auðunn borar fyrir nýjum boltum.

Hér má sjá að Hafrún er í þremur hlutum.

Hafrún er í þremur hlutum inni í skúrnum.  Skrokkurinn, vélin og stýrishúsið.  Auðunn gaf mér smá lýsingu á því hvernig hann hafði hugsað sér að hafa Hafrúnu, eða réttara sagt Óskar Matthíasson VE 23 því það mun báturinn heita.
Auðunn ætlar að smíða nýtt stýrishús á bátinn, hafa mahogny ofan á stýrishúsinu og ofan á vélarhúsinu framan við stýrishúsið.  Þá verður mahogny á lúkarnum og á borðstokkunum.  Stýrishjól úti verður mahogny hjól og sýndi hann mér mynd af því.  Stýrið mun líta út eitthvað í líkingu við þetta og verður utaná stýrishúsinu.  Það verður gaman að sjá afraksturinn þegar báturinn verður tilbúinn.

Stýrishjól í líkingu við það sem verður sett á bátinn.


15. maí 2012
Kíkti á Hafrúnu.  Uppbyggingin er hafin.  Borðstokkar og lúkar í smíðum.  Miðað við það sem komið er þá verður þetta talsverð breyting frá því sem var.  Þá er Auðunn að safna að sér dóti til að setja á bátinn.


Fyrsta stig borðstokka.  15. maí 2012


Smíð á lúkar hafin.  15. maí 2012


Stýrið sem verður úti, glæsilegt er það.  15. maí 2012

07. júlí 2012
Kíkti við hjá Auðunni og Hafrúnu.  Uppbyggingin heldur áfram og þá er Auðunn byrjaður að grunna og mála aðeins.  Ekki rosalega mikil breyting frá því síðast nema hvað lúkarnum hefur verið lokað og byrjað að byggja upp við vélarsalinn.  Þetta kemur allt til með að haldast í hendur að þegar smíði líkur þá verður báturinn fullmálaður á sama tíma.  Enn sankar Auðunn að sér smádóti til að setja á bátinn og gaman verður að sjá þegar báturinn er klár hvar hann setur þessa hluti á bátinn. 


Búið að mála aðra hliðina hvíta.  07. júlí 2012


Lúkarinn að taka á sig mynd.  07. júlí 2012


Vélin er tilbúin, búið að gangsetja og hún klár til að fara um borð.  07. júlí 2012


Hluti skrautmuna, stýri, stökkvandi lax, hafmeyja, kýraugu, síldartunna o.fl. 07. júlí 2012 

12. ágúst 2012
Leit við á Grandanum til að sjá hvernig verkið gengur hjá Auðunni.  Talsvert hefur gerst síðan ég leit við þarna fyrir mánuði síðan.  Nú er búið að mála báðar hliðar bátsins.  Lúkarinn er að verða klár, bara eftir að klæða ofan á hann með mahogní.  Fiskurinn kominn ofan á stefnið. Smáhlutirnir fara á jafnóðum sýnist mér.  Þá sýndi Auðunn mér hugmynd af stýrishúsi en það er eins og Eyjólfur notaði á marga af bátum sínum en þó talsvert breytt frá því sem var á Hafrúnu.  Miðað við það sem ég hef nú séð og heyrt hvert framhaldið verður þá verður þetta líklega með glæsilegri bátum sem munu sigla við Íslandsstrendur.  Hér eru nokkrar myndir eins og báturinn lítur út í dag.


Lúkarinn að verða klár, 12. ágúst 2012


Kýraugun á lúkarnum og hurðin á sínum stað, 12. ágúst 2012


Fiskurinn stökkvandi kominn ofan á stefnið, 12. ágúst 2012


Búið að dekka bátinn og verið að setja mahogní ofan á skutinn, 12. ágúst 2012

19. janúar 2013
Kíkti til Auðuns og Óskars Matthíassonar.  Talsvert um liðið síðan ég var þar síðast.  Auðunn er að setja mahogni-ið á boðrstokka og jafnframt farinn að smíða vélarhúsið.  Þá er hann eitthvað að velta fyrir sér stýrishúsinu, hvernig það eigi að líta út.




Mahogni pressað niður.  19. janúar 2013

05. febrúar 2013
Úti á Granda er Auðunn enn að festa niður Mahogny-ið á Óskar Matthíasson.  Langt kominn með það.  Þetta er seinlegt verk og því ekki miklar breytingar frá því síðast.  Þá er hann enn að safna að sér smádóti sem hann veltir fyrir sér hvort hann setji í bátinn.  Hann segir þó að það meigi ekki vera of mikið.  Það er alla vegna óhætt að segja að hann sé kominn með þó nokkurt úrval af aukahlutum.  

Óskar fullhlaðinn af grjóti. 05. febrúar 2013


Silfurskeifa, 05. febrúar 2013

12. febrúar 2013
Á vegg á Grandanum stendur, Óskar Matt VE 17, 20 apríl 2013.  Aðspurður kvaðst Auðunn stefna á að þennan dag yrði Óskar tilbúinn.  Bætti svo við brosandi, eða í júní, skiptir ekki máli.  Ég sagði þá að auðvita skipti máli að vinna verkið vel heldur en að flíta sér að klára.
Auðunn er búinn að setja Mahogny-ið á dekk bátsins.  Næst er það stýrishúsið sem þarf að smíða.  Auðunn kvaðst eiga von á að smíða það einn.  Ég spurði hvort Eyjólfur liti ekki inn og hefði skoðun á þessu.  Jú, Eyjólfur hefur komið m.a. síðasta fimmtudag og Auðunn sagði að Eyjóflur væri sáttur við það sem komið væri, hann væri ekki að skipta sér af því sem gert væri.
Auðunn var að taka til í skúrnum því hann væri á leið á sjóinn núna, svo það er smá pása hjá honum núna í smíðinni.
 
Mahogny-ið komið á borðstokkana.  12. febrúar 2013


Séð inn í "stýrishúsið".  12. febrúar 2013

24. ágúst 2013

Ég gaf mér loksins tíma til að líta til Auðuns.  Margt búið að gerast síðan ég var síðast á ferðinni. Stýrishúsið komið og var sett á sinn stað.  Báturinn þrifinn svo hægt væri að taka alvöru myndir af honum.  Þá mætti Eyjólfur Einarsson bátasmiður á staðinn.  Eyjólfur gaf það út að þetta væri vel unnið verk sem búið væri að vinna við bátinn.  Hann var mjög sáttur með þessa framkvæd.  Myndir segja meira en mörg orð.  Smellið á myndina hér að neðan og þá koma allar myndir frá því í dag.


Óskar Matt VE 17, 24. ágúst 2013



Séð inn í stýrishúsið, 24. ágúst 2013



Eyjólfur Einarsson bátasmiður og Auðunn eigandi, 24. ágúst 2013







Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1898
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 318138
Samtals gestir: 30686
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 00:41:59