Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2009 Nóvember

29.11.2009 22:51

Ásta B

Ásta B komin á flot.  Þessar myndir eru teknar 28. nóvember 2009.  Tengdafaðir minn var með mér og þegar hann sá þennan bát kvaðst hann halda að þessi yrði ekki stöðugur.  Þessi mun vera sá stærsti sem frá Trefjum hefur komið, Cleopatra 50.  Það er fyrirtækið Eskoy AS í Tromsö sem fær þennan fyrsta bát af þessari gerð.  Báturinn verður útbúinn með línukerfi og beitningarvél og er 30 brúttótonn.  Báturinn er 14,99 m. að lengd og 4,65 m. að breidd.  Hann mun vera með 1000 hestafla Yanmar vel.


Asta B T-3-T í Hafnarfjarðarhöfn 28. nóvember 2009

25.11.2009 22:55

Upplýsingar

Kæru ættingar og vinir.  Þið hafi séð á þessum síðustu bloggfærslum að ég hef aðeins breytt útaf því sem ég hef gert venjulega.  Hugmynd mín er að þegar ég set inn myndir þá verði einhverjar upplýsingar með t.d. eins og upplýsingar um fugla, báta, bíla, fólk o.s.frv.  Allt miðast það við að ég finni þessar upplýsingar einhversstaðar til að koma þeim á framfæri við ykkur.  Vona að þið hafið gaman af.  Ég ætla nú ekki að setja neinar upplýsingar um hann þennan.

25.11.2009 20:33

Spói

Spói, Numenius Phaeopus er algengur varpfugl á Íslandi, hann er farfugl.  Spóinn er um 40-42 sm. að stærð, 500 gr. að þyngd og vænghafið er um 76-89 sm.  Spóinn kemur til landsins í byrjun maí og er farinn í lok ágúst, byrjun september.  Spóinn verpir um fjórum eggjum, þau eru brúnleit með dökkum blettum. 

Spói er stór vaðfugl, háfættur og rennilegur.  Hann er grábrúnn með ljósum fjaðrajöðrum að ofan, á bringu og niður á kvið en annars ljós á kviði og neðan á vængjm.  Spóinn er með dökkbrúnan koll og augnrák en ljósa brúnarák og kverk.  Hvítur gumpur og neðri hluti baks eru áberandi á flugi.  Stél er þverrákótt og vængendar dökkir.  Ungfugl er svipaður fullorðnum fugli en goggur styttri.
Goggurinn er grábrúnn að lit, boginn niður á við og einkennir fuglinn mjög.  Langir fæturnir eru blágráir og augun eru dökk með ljósum augnhring.

Söngur spóans, vellið, er eitt af einkennishljóðum íslenska sumarsins.  Að auki gefur hann frá sér ýmis flauthljóð.

Varpkjörlendi er bæði í þurru og blautu landi.  Þéttleikinn er mestur í hálfdeigjum og þar sem mætast votlendi og þurrlendi, en han verpur líka í lyngmóum, grónum haunum, blautum mýrum og hálfgrónum melum og söndum.  Hreiðrið er sinuklædd, grunn laut í lágum gróðri, venjulega óhulið. 
Algengur á láglendi um land allt en strjáll á hálendinu.  Vetrarstöðvarnar eru í V-Afríku sunnan Sahara.


Spói.  Álftanes 16. júlí 2007

21.11.2009 19:55

Gullhólmi SH 201

264. Gullhólmi SH 201.  Eftir því sem ég kemst næsti hefur hann borið þrjú einkennisnúmer og tvö nöfn.  Gullhólmi er línuskip.  Eigandi er agustson  ehf í Stykkishólmi.  Báturinn hefur borið nafnið Gullhólmi síðan í nóvember 2003.
Smíðanúmer 556 hjá A/S Stord Verft í leirvík á Stord í Noregi 1964 sem Þórður Jónasson RE350.  Lengdur og hækkaður árið 1975.  Yfirbyggður 1978.  Lengdur aftur 1986.  slegin úr að aftan, byggt yfir nótagryfju og breyting í línu- og togskip hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 2003.
Gullhólmi er með 1430 hestafla Caterpillar vél, árgerð 1986.  Báturinn er 49. m. langur, 7.50 m. breiður og 6,26 m. djúpur.  Hann er 471 brúttótonn.
Önnur heiti:  Þórður Jónasson RE 350, Þórður Jónasson EA 350.


264. Gullhólmi SH 201 x Þórður Jónasson

21.11.2009 14:10

Fjólurnar í Hólminum

Ég hef áður sett inn myndir af nöfnunum Fjólu og Fjólu.  Nú langar mig að reyna að bæta við smá upplýsingum um þessa báta eins og þeir kollegar mínir gera.  Sjálfum finnst mér það gaman að fá upplýsingar um bátana.  Þetta verða ekki tæmandi upplýsingar en ef einhverjir þekkja þetta betur endilega setið inn upplýsingar.  Ég hef aflað þessara upplýsinga á netinu, frá ýmsum stöðum m.a. frá þeim báta- og skipaköllum sem hér eru til hliðar á síðunni.  Þessi söfnum getur verið nokkuð tímafrek en vona að hún skili ykkur einhverri ánægju.  Hér koma sem sagt helstu upplýsingar sem ég fann um Fjólurnar.


1192. Fjóla BA150 var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1971 úr eik.  Er með 172 hestafla Gardner vél árg. 1970.  Báturinn er 17,03 m. langur, 4,60 m. breiður og 1,94 m. djúpur.  26 brúttótonn. 
Önnur heiti:  Fjóla SH808, Fjóla SH551192. Fjóla SH-808.  Stykkishólmur 24. mars 2008.


2070. Fjóla SH-7.  Báturinn er með 238 hestafla Caterpillar vél árgerð 1997.  Hann er 13,12 m. langur, 4,0 m. breiður og 2,0 m. djúpur.  20 brúttótonna stálbátur.  Smíðaður í Reykjavík 1990 og skutlengdur 1995.  Hét áður Hraunsvík GK og Jón Garðar KE.


2070. Fjóla SH-7  Stykkishólmur 26. apríl 2009

20.11.2009 08:39

Hertrukkur

Hér má sjá mikinn trukk.  Þessi hefur verið í Stykkishólmi og er eigandinn líklega þaðan.  Ég gruflaði smá um hann þennan og svo er að sjá að hann hafi verið innfluttur. Hér má sjá helstu upplýsingar um trukkinn:

        Fastnúmer:  KK921
        Skráningarnúmer:  X555
        Skráningarflokkur: Fornmerki
        Notkunarflokkur: Fornbifreið
        Tegund: REO M621
        Ökutækisflokkur: Vörubifreið I (N2)
        Innflutningsástand: Notað
        Fyrsti skráningardagur: 18.02.1969
        Vélargerð:  Bensín
        Slagrými: 7826 cm3  
        Verksmiðjunúmer: 179258
        Afköst: 102,9 kW
        Nýskráður 11.08.2004
        Skoðun:  03.04.2009, án athugasemda.  Km. staða: 4.837.

Þetta er stór og mikill bíll, vonandi lifir hann sem lengst.  Vona að þið hafið einhverja ánægju af þessu.


REO M621.  Myndin tekin 24. febrúar 2008 í Stykkishólmi.20.11.2009 00:36

Öskudagur

Nú setti ég inn myndir sem ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég ætti að setja inn eða ekki.  Þetta eru myndir sem ég tók í vinnunni þ.e.a.s. á öskudaginn 2008 og 2009.  Ég tók myndir af nánast öllum börnunum sem komu og sungu fyrir nammi.  Set hér inn myndir af Elínu Hönnu í sínum búningi, 2008 var hún norn en 2009 var hún öskupoki.  Elfa Dögg sá um að gera öskupokann en ég sá um að gera þennan krók sem er þarna.


Nornin Elín Hanna, 06. febrúar 2008


Öskupokinn Elín Hanna, 25. febrúar 2009

19.11.2009 23:59

Krakkavarða

Hér er mynd sem mig langaði að setja hérna inn en hún er tekin 23. maí 2009.  Þarna eru þær frænkur Eva María sem er efst, Ólöf Hildur er í miðjunni og Elín Hanna er neðst í hrúgunni.  Eva María og Ólög Hildur eru systur.  Eins og sést á myndinni þá var ofsalega gaman hjá þeim frænkum. 


Eva María, Ólöf Hildur og Elín Hanna 23. maí 2009

18.11.2009 09:48

Dílaskarfar í sólsetri

Ákvað að setja inn eina mynd til viðbótar af dílaskörfunum. Þarna spóka þeir sig í sólsetrinu þann 14. nóvember 2009 í Hafnarfirði.  Myndin er tekin við norðurenda Herjólfsgötunnar fyrir þá sem þekkja til en þarna eru oft skarfar á skerjunum.  Þessi mynd er alveg óunnin og kemur svona beint úr vélinni.

17.11.2009 23:25

Bátar í höfnum höfuðborgarsvæðisins

Tók nokkrar myndir af bátum í Reykjavíkurhöfn, Hafnarfjarðarhöfn og einn togari var í Kópavogshöfn.  Slatti af myndum fór inn í albúmið skip og bátar. 


155. Lundey NS14 í Reykjavíkurhöfn 14. nóvember 2009


1762. Lilja BA107 í Hafnarfjarðarhöfn 14. nóvember 2009


ESGH. EK-0301 Lómur 2, Tallin.  Kópavogshöfn 14. nóvember 2009

17.11.2009 23:16

Sólsetur o.fl.

Ég náði að taka nokkrar myndir þann 14. nóvember í Hafnarfjarðarhöfn af sólsetrinu.  Sjón er sögu ríkari.  Slatti af myndum voru settar inn í Íslandsmöppuna og Stór-Hafnarfjarðarsvæðið.  Vona að þið hafið gaman af þessu þó svo mörgum finnist sólarlagsmyndir bannaðar.  Það finnst mér hins vegar ekki, allar myndir eiga rétt á sér.


Sól hnígur við flotkvírnar, í Hafnarfirðir 14. nóvember 2009


Skarfar baða sig í kvöldsólinni, í Hafnarfirðir 14. nóvember 2009


Við veiðar í Hafnarfjarðarhöfn, norðurgarði, 14. nóvember 2009

11.11.2009 20:59

Reykjavíkurhöfn

Skrapp seinnipartinn í dag að Reykjavíkurhöfn.  Þar var Júpíter nýkominn úr slipp og Álsey komin í slipp.  Tók nokkrar myndir þó það væri farið að skyggja svolítið.  Þið takið viljann fyrir verkið.  Hér að neðan eru tvær myndir, önnur er tekin af Júpiter ÞH363 nýmáluðum og nýkomnum úr slipp.  Neðri myndin er af varðskipinu Ægi og Baldri framan við nýju tónlistarhöllina sem er enn í smíðum.  Fleiri myndir í albúmi.


2643.  Júpiter ÞH 363 í Reykjavíkurhöfn 11. nóvember 2009


Varðskipið Ægir og Baldur við nýju tónlistarhöllina, í Reykjavíkurhöfn 11. nóvember 2009

09.11.2009 16:18

Nokkrir bátar

Hef lítið verið á ferðinni vegna veikinda.  Þó náði ég að smella af einhverjum myndum af örfáum bátum í Hafnarfjarðarhöfn og Reykjavíkurhöfn.


1600. Staðarvík GK44 í Hafnarfjarðarhöfn 07. nóvember 2009


1574. Dröfn RE35 í Reykjavíkurhöfn 08. nóvember 2009

05.11.2009 00:23

Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur

04. apríl 1993 var haldinn stofnfundur Ljósmyndaklúbbs Húsavíkur.  Þetta byrjaði allt á því að ég og Haffi höfðum áhuga fyrir að stofna svona klúbb.  Vorum báðir, ef ég man rétt, meðlimir í ÁLKA, Áhugaljósmyndaklúbbi Akureyrar.  Mættum þar reglulega á fundi og höfðum gaman af.  Til að gera langa sögu stutta þá var Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur stofnaður.  Stofnmeðlimir voru alls 24.  02. maí 1994 hafði meðlimum klúbbsins fjölgað í 47.  Man ekki hver mesti fjöldi félagsmanna var en rámar í að þeir hafi verið eitthvað fleiri.  Verkefni þessa klúbbs voru aðallega að sinna áhugamálum okkar þ.e. ljósmyndun.  Gefið var úr fréttabréf, Ljósopið.  Þá var farið í ljósmyndaferðir.  Hef heyrt af því að svo gæti farið að klúbburinn yrði endurreistur.  Vona ég að svo verði og mun ég taka þátt í því ef möguleiki er á.  Ég hef verið að skanna nokkrar myndir inn og m.a. koma myndir af félagsfundi og úr einni ljósmyndaferð.  Hér má sjá þrjár myndir, tvær þær fyrri eru úr ljósmyndaferð sem Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur fór í og þriðja myndin er tekin á einum félagsfundinum, líklega ljólafundi miðað við kökurnar sem sjá má.


Villi Sigmunds.  Myndin er tekin í gegnum íshellu laugardaginn 12. febrúar 1994.


Hákon Gunnars. mundar vélina.  Myndin er tekin við Húsavíkurhöfn laugardaginn 12. febrúar 1994.


Haffi á félagsfundi.  Held að þetta hafi verið jólafundur. Myndin tekin 05. desember 1993.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154279
Samtals gestir: 237149
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 01:55:03