Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2014 Júlí

31.07.2014 10:34

Á Ítalíu

Þegar við vorum á ferð um Ítalíu var mikið að skoða og sjá.  Endalaus myndefni sama hvert litið var.  Myndirnar mínar urðu um 2000 en ég hef nú klipp það niður í um 1900.  Hér eru nokkrar myndir til viðbótar því sem ég hafði sett inn áður.  Eins og ég sagði þá eru myndefnin um allt og þá er bara spurningin um hvernig vilt þú skera myndina, þröngt eða vítt...................

Portovenere

Séð út um glugga á kastala í Portovenere

Kastalinn við Portovenere

Elín Hanna nýtur fegurðarinnar við Gardavatn

23.07.2014 20:19

Tvö flott skip

Þessi tvö skip sáum við þegar við fórum að skoða bæina fimm, Quinte Terre.  Annað sáum við þegar við vorum að fara frá Portovenere til að skoða þorpin fimm, eða Quinte Terre, hitt sáum við þegar við vorum að fara frá Portovenere til La Spezia þegar ferðinni var að ljúka.  Skipin eru mjög flott eins og þið sjáið.
Glæsileg skip, bæði tvö.  20. júní 2014.

19.07.2014 23:42

Tveir matseðlar

Hér má sjá tvo mat- og vínseðla sem eiga að lokka fólk til sín.  Mér finnst þessir seðlar/skilti flott.  Þetta eru litrík skilti og fólk ætti því að taka betur eftir þessum stöðum.  Meira en þeir gera kanski.


Auglýsingaskilti í Monterossa. 20. júní 2014


Annað auglýsingaskilti í Monterossa.  20. júní 2014

19.07.2014 00:49

Mannlífið

Ég sá oft skemmtilegt fólk á ferðinni.  Náði myndum af nokkrum þeirra.


Ein gömul með tóma brúsa á ferðinni, 19. júní 2014


Veiðimaður við klettana.  20. júní 2014


Harmonikkuspilari, sjáiði hundinn við fætur hans.  20. júní 2014


Gítarspilari í Pisa.  21. júní 2014


Þessi lagði það á pabba sinn að halda á sér svo hún gæti skrifað.  24. júní 2014


Gítarleikari.  24. júní 2014


Gítarleikari.  25. júní 2014

19.07.2014 00:40

Uppáhaldsdýrið

Í svona ferðum sér maður alltaf eitthvað af dýrum.  Eitt dýr var það sem mér þótti gaman að sjá og það voru þessar litlu eðlur eða gekko held ég að þau séu kölluð.  Alla vegna sáum við þessar eðlur víða á okkar ferð og hér er ein mynd sem ég náði að einni þeirra.


Eðla við Villadina Farm, Ítalíu.  16. júní 2014

18.07.2014 23:39

Áfram með smjörið....

Ég tók mér sumarfrí hér á síðunni minni og var á ferðalagi, veislum og fleira og myndaði á öllum stöðum sem ég kom á held ég.  Nú er ég búinn að vinna þær að mestu en finnst nú líklegt að ég eigi eftir að gera eitthvað meira þegar framí sækir.
Í júní fórum við fjögur, ég, Elfa Dögg, Elína Hanna og Gunnsa systir í ferðalag til Ítalíu.  Meiriháttar ferð og víða farið.  Í stuttu máli þá flugum við til Munchen, ókum að landamærum Þýskalands og Austurríkis þar sem við gistum fyrstu nóttina.  Gististaðurinn var í Füssen.  Þarna rétt hjá voru tveir kastalar sem við kíktum á en fórum ekki inní.  Glæsileg hús eins og þið getið séð.


Neuschwanstein kastalinn í Schwangau, 10. júní 2014


Hohenschwangau Schloss, 10. júní 2014

Því næst var haldið til Sviss þar sem við hittum Brigitt vinkonu Elfu Daggar og Ivo mann hennar.  Þar gistum við fjórar nætur.  Skoðuðum okkur um og fengum leiðsögn frá Brigitt.  Sviss er mjög fallegt, við vorum austarlega í Sviss.  Við fórum upp á Säntis fjall sem er 2502 metrar á hæð með kláfi.  Því miður þá var þoka með köflum og svo var akkurat þegar við vorum uppi.  Niðri sáum við þó húsið uppi á fjallinu og fórum því af stað.  Þá var þarna líka forláta Rolls Royce bifreið.


Säntis fjall, 2502 m. á hæð.  12. júní 2014


Rolls Royce. 12. júní 2014

Næst var haldið að Coma vatninu á Ítalíu.  Þar gistum við í þrjár nætur á stað sem heitir Villadina Farm.  Fallegur staður í litlu þorpi.  Auðvitað er hægt að setja út á allt og væri þá helst að hreinlæti hefði mátt vera meira þarna innandyra en þetta var allt í lagi.  Þarna skoðuðum við okkur um svæðið og vorum ekki fyrir vonbrigðum með það sem við sáum.

Því næst var haldið suður á bóginn í átt að Lasenza, en þar gistum við í kastala eins og við kölluðum það.  La Castello De Anna María.  En konan sem rekur staðinn heitir Anna María.  Þetta var rosalega flottur staður, þrifalegur og greinilegt að Anna María er smekkkona.  Þarna fannst okkur við strax eiga heima.  Þarna fórum við og skoðuðum þorpin fimm, eða Quinte Terre eins og það kallast.  Við sigldum og sáum staðina frá vatningu og sigldum svo aftur til baka.  Fórum í land þar sem við vildum.  Frábært og fallegt svæði.  Þá var farið einn daginn til Piza að kíkja á þann skakka, sem er enn skakkur.  Þarna voru hundruðir manna sem margir voru að "halda" við turninn svo hann ditti ekki.

Kastali Önnu Maríu, 18. júní 2014


Portovenere,  20. júní 2014


Þorpin hanga í klettunum, 20. júní 2014


20. júní 2014


Þá færðum við okkur til La Gerle sem er við Garda vatnið.  Þar fórum við og skoðuðum svæðið og enn og aftur urðum við ekki fyrir vonbrigðum.  Allt svo fallegt.  Einn dagur fór í Verona ferð til að skoða garðinn hennar Júlíu.


Til heilla, halda í brjóst Júlíu, 24. júní 2014


Elín Hanna uppi á svölunum hennar Júlíu, 24. júní 2014


Ástfangnir hengja upp lása, 24. júní 2014


Enn aðrir skilja tyggjóið sitt eftir og skrifa á það, 24. júní 2014


Svo eru þeir sem skrifa nöfnin sín á veggina, Elína Hanna gerði það ekki, 24. júní 2014

Svo var haldið norður á bóginn og komið til Bjargar Ólafar og hennar fjölskyldu í Oberalm í Austurríki.  Oberalm er rétt hjá Salzburg svo þið hafið einhverja staðsetningu í huga.  Þarna var vel tekið á móti okkur og við stoppuðum í smá tíma.  Einn dagurinn fór í að fara með Gunnsu upp í Arnarhreiðrið.  Annar dagur fór í að skoða kastala og fleira.

Að lokum var svo ekið aftur til Munchen og flogið heim.  Við tókum bílaleigubíl allan tímann og var ekið talsvert á fjórða þúsund kílómetra.   
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 123
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154360
Samtals gestir: 237155
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 02:59:24