Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2012 Apríl

29.04.2012 20:58

Bátadagar 2012

Rak augun í að dagskrá fyrir Bátadaga 2012 er kominn á vef Bátasafns Breiðafjarðar, http://batasmidi.is/.  Ég leyfði mér að setja dagskrána hér inn og mæli með að þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með þessu að kíkja í Stykkishólm þann 7. júlí og sjá þegar þessir karlar leggja upp í þessa ferð, nú eða taka á móti þeim þegar þeir koma til baka.
Hér að neðan er dagskráin og endilega kíkið á vef Bátasafns Breiðafjarðar, gaman að skoða hvað þeir eru að gera http://batasmidi.is/.Set hér eina mynd frá Bátadögum 2011 svona til gamans.


Gustur, Bjargfýlingur og Þytur á Bátadögum 2011


Máni, Bjargfýlingur, Sprengur, Gustur og Hafdís á Bátadögum 2010

27.04.2012 21:46

Hvort viljum við sjá?

Hér á undan setti ég inn myndir af þremur bátum, Karli Þór SH, Díönu prinsessu og Öldu SH.  Allir eru þessir bátar uppi á landi og hafa verið þar í nokkur ár.  Nú velti ég því fyrir mér hvort þeir eigi nokkur tíma eftir að fara á sjóinn aftur.  Mín skoðun er að eigi þeir einhver tíma eftir að fara á flot þá þarf það að gerast fljótlega, ekki eftir 1-2 ár heldur á þessu ári.  En hvað veit ég svosem?

Ég get þó haft skoðun á því að mér finnist þetta vera synd og skömm.

Á myndunum hér að neðan eru tveir bátar, annar gróinn og hinn gamalgróinn..................fiskibátur.  Hvort viljum við sjá?


Gamall björgunarbátur eða eitthvað í þá áttina.


Hanna ST 49, elsti bátur með veiðiheimild, nýuppgerður og enn í notkun.

27.04.2012 21:39

Karl Þór SH 110

6655 Karl Þór SH 110
Smíðaður í Stykkishólmi 1985.  Eik og fura.  5,92 brl. 116 ha. GM vél.
Eigandi Helgi Eiríksson og Eiríkur Helgason Stykkishólmi frá 1. nóvember 1985.  Báturinn er skráður í Stykkishólmi 1997.

Í dag stendur þessi bátur uppi á landi við Skipavík í Stykkishólmi.  Spurning hvort þessi fari einhvern tíma aftur á flot.

Upplýsingar:
Íslensk skip, bátar, bók 3, bls. 157.


6655 Karl Þór SH 110, Stykkishólmur 08. apríl 2012

27.04.2012 21:26

Díana prinsessa

5868 Díana prinsessa SH 696 ex Mardís ÞH 151
Smíðaður á Akureyri 1977.  Eik og fura.  3.51 brl. 44 ha. Lister vél. 
Eigandi Árni Sigurðsson Húsavík frá 27. október 1977.  Frá 16. febrúar 1983 hét báturinn Stefán ÞH 136, sami eigandi.  Báturinn var seldur 25. apríl 1983 Sæmundi Ólasyni, Hafnarfirði, hét Kristján EA 104, skáður í Grímsey, hét Díana EA 104.  Frá 24. september 1991 er skráður  eigandi bátsins Sigurbjörg sf. Grund, Grímsey, sama nafn og númer.  Seldur 5. maí 1995 Stykki hf. Stykkishólmi.  Báturinn heitir Díana prinsessa SH 696 og er skráður í Stykkishólmi 1997.

Í upphafi var báturinn afturbyggður en í dag er hann frambyggður.

Í dag stendur þessi bátur uppi á landi við Skipavík í Stykkishólmi og spurning hvort dagar hans séu taldir, fari aldrei aftur á sjóinn.

Upplýsingar:
Íslensk skip, bátar, bók 4, bls. 145. - Mardís ÞH 151


5868 Díana prinsessa SH 696, Stykkishólmur 07. apríl 2012

27.04.2012 21:09

Alda SH 220

6320 Alda SH 220
Smíðaður í Stykkishólmi 1982.  Eik og fura.  4.22 brl. 45 ha. BMW vél.
Eigandi Gissur Tryggvason og Sigurþór Guðmundsson Stykkishólmi, frá 26. apríl 1982.  Þeir seldu bátinn 11. apríl 1987 Ólafi Steinþórssyni, Hjarðardal og Guðmundi Steinþórssyni, Ytri-Lambadal, Mýrarhreppi, hét Alda ÍS 26, en 7. júlí 1988 var umdæmisstöfum bátsins breyt.  Báturinn heitir Alda ÍS 191 og er skráður á Þingeyri 1997.

Í dag stendur báturinn uppi á landi við Skipavík í Stykkishólmi og grotnar niður.  Veit ekki um eigendur bátsins í dag.

Upplýsingar:
Íslensk skip, bátar, bók 3, bls. 130.


6320 Alda SH 220, Stykkishólmur 08. apríl 2012

27.04.2012 21:00

Heppinn SH 47

6457 Heppinn SH 47
Smíðaður í Stykkishólmi 1983.  Eik og fura. 2,52 brl. 30 ha. BMW vél.  Eigandi Einar Karlsson Stykkishólmi frá 14. maí 1983.


6457 Heppinn SH 47, Stykkishólmur 07. apríl 2012

26.04.2012 21:51

Fuglar 25. apríl 2012

Kíkti eftir fuglum við Bakkatjörn í gærkveldi (25.apríl 2012).  Sólin var á hraðri niðurleið en ég smelldi nokkrum myndum.  Tók nokkrar myndir sem ég taldi mig vera þokkalega sáttan við en ég er enn að reyna að ná tökum á tvöfaldaranum og myndirnar því ekki alltaf 100% í fókus en ég held að þessar sleppi svona 75%.  Hér eru nokkrar myndir.


Hrossagaukurinn syngur til sólarinnar.


Grágæsarpar.


Æðarfuglar í feluleik, fylgjast þó með.


Skúfandarkarlinn á verði.


Tjaldur í sólbaði.


Sílamáfurinn kemur inn til lendingar.

23.04.2012 12:49

Gert klárt á veiðar í Stykkishólmi

Þessi var að gera bátinn sinn kláran fyrir sumarið.  Hvort það eru strandveiðarnar eða hvað veit ég ekki.  Alla vegna er verið að gera bátinn fínan fyrir sumarið.


7202 Ás SH 130.  Stykkishólmur 21. apríl 2012


Ás smúlaður hátt.............  Stykkishólmur 21. apríl 2012


.......................og lágt.  Stykkishólmur 21. apríl 2012

23.04.2012 12:02

Dæluhúsið

Þetta dæluhús myndaði ég á leiðinni heim þann 22. apríl.  Þegar nær var komið þá sá ég þennan líka flotta tréstokk.  Þetta dæluhús er rétt hjá bæjunum Borg og Minni Borg.  Dæluhúsið stendur við Kleifá.  Þegar ég sá þennan stað í þessari ferð þá var það birtan sem heillaði mig.  Allir þessu brúnu tónar sem spiluðu saman, sólin lágt á lofti, allt passaði flott saman fannst mér.  Hér má sjá myndir af dæluhúsinu.


Dæluhúsið.  22. apríl 2012


Tréstokkurinn og dæluhúsið.  22. apríl 2012

23.04.2012 11:57

Stykkishólmur

Ég var staddur í Stykkishólmi um síðustu helgi og lyfti myndavélinni nokkrum sinnum.  Ég náði nokkrum bátum á kubbinn og hér má sjá nokkrar þeirra og fleiri eru í albúmi.


6461 Fákur SH 252 og 2830 Álfur SH 414.  Stykkishólmur 21. apríl 2012


7421 Kristbjörg SH 84.  Stykkishólmur 22. apríl 2012


1561 Íris SH 180.  Stykkishólmur 22. apríl 2012


9037 Júlli SH 86.  Stykkishólmur 21. apríl 2012

17.04.2012 00:08

Sjósport

Hef alltaf gaman af að mynda þessa sem eru að stunda eitthvert sjósportið.  Ég rakst á tvo sem voru við Hlíðsnesið með drekana sína.  Þetta voru Hjörtur og Geir en ég hef nokkrum sinnum rekist á þá áður.  Auðvitað var ekki annað hægt en að taka nokkrar myndir af þeim.  Hér eru nokkrar myndir og svo er mikið fleiri í albúmi.  Smellið á mynd og þá sjáiði allar myndirnar.


Geir á fullri ferð, 15. apríl 2012


Hjörtur á flugi, 15. apríl 2012


Geir og drekinn, 15. apríl 2012


Hjörtur og drekinn, 15. apríl 2012

16.04.2012 23:21

Annar óþekktur í Grundarfirði

Þessi var í malarnámu í Grundarfirði.  Veit ekkert um hann ennþá en vonandi er einhver þarna úti sem getur hjálpað mér.  Þessi var með húsi en það er brotið af, eða hefur verið rifið.

Meira síðar....................................hjálp!


Í malarnámu í Grundarfirði, 07. apríl 2012

16.04.2012 23:13

Hver er báturinn?

Myndaði þennan við bryggju í Grundarfirði.  Veit ekkert um hann en vonast til að einhver sem les þetta geti hjálpað mér.

Meira síðar...........................hjálp!


Í Grundarfirði 07. apríl 2012

16.04.2012 22:48

Gustur SH 11

5714 Gustur SH 11
Smíðaður í Hafnarfirði 1976.  Eik og fura.  5,07 brl. 50 ha. Tempest B.M.C. vél árg. 1975.
Báturinn hét Gylfi BA 18.  Eigandi Númi Einarsson Patreksfirði, frá 2. febrúar 1976.  Númi seldi bátinn 6. janúar 1985 Aðalsteini G. Þ. Gíslasýni, Patreksfirði, sama nafn og núemr.  Seldur 24. október 1990 Erling Ormssyni, Hafnarfirði, hét Gylfi GK 176.  Seldur 22. ágúst 1991 Karli K. Þórðarsyni, Bessastaðahreppi, hét Gylfi HF 63.  Seldur 17. desember 1996 Sæmundi Þórðarsyni á Stóru-Vatnsleysu.  Báturinn heir Gullskór GK 160 og er skráður á Stóru-Vatnsleyfu 1997.

Þó get ég séð á mynd að báturinn bar númerið SH 117 skv. ljósmynd hjá Arnbirni Eiríkssyni.  Í dag, 07. apríl 2012 heitir báturinn Gustur SH 11 og er verið að lagfæra hann í Grundarfirði.  Búið er að negla hann eitthvað upp svo eitthvað sé nefnt.

Meira síðar.........................


5714 Gustur SH 11 í Grundarfirði, 07. apríl 2012

16.04.2012 22:33

1260 Ágúst RE 61

1260 Ágúst RE 61, netabátur smíðaður 1972 hjá Byggingarfélaginu Bergi hf á Siglufirði úr furu og eik, 15 brúttótonn.  Er með Powermarine vél, 108 hestafla.  Ágúst var smíðaður fyrir Vilberg Stefánsson á Stöðvarfirði sem átti bátinn í fjögur ár.  Fyrri nöfn:  Jóhann Pálsson SU 30 en frá 1976 Ágúst RE 61.

Ágúst stendur núna á Ægisgarði og grotnar niður.  Hér má sjá tvær myndir sem ég hef tekið af bátnum, önnur í febrúar 2009 og hin í nóvember 2009.  Eins og sést á myndunum hefur báturinn verið skafinn en svo hefur ekkert verið gert meira fyrir bátinn, því miður.  Vonum að eigandinn taki við sér og klári verkið.

1260 Ágúst RE 61.  Grandagarður 28. febrúar 2009

1260 Ágúst RE 61.  Grandagarður 8. nóvember 2009

 
27. mars 2012.  Fékk póst um að verið væri að vinna við lagfæringu á Ágústi og hann færi á flot í sumar.  

16. apríl 2012.  Núverandi eigendur eru Sigurjón og Elmar Sigurðsson en þeir keyptu bátinn í janúar 2012 af fyrirtækinu Manus ehf á Eyrarbakka.  Báturinn mun áfram heita Ágúst RE 61.  Sigurjón kvað þá ætla að fara á strandveiðar í næsta mánuði og nú væri unnið á fullu í að koma bátnum í stand.  Báturinn hefur staðið á landi í 5 ár og hefði ekki mátt standa eitt árið ennþá að sögn Sigurjóns.  Það sem þó hafi líklega bjargað bátnum var að málningin var skafin af.  Búið er að skipa um eitt borð í skrokknum og gæti þurft að skipta um tvö önnur borð.  Þá á að öxuldraga og koma vélinni í gang, en þegar báturinn fór á land fyrir  fimm árum þá var vélin í lagi.  Hún hefur ekki verið sett í gang síðan en hún snýst.  Eitthvað þarf þó að gera áður en hún verður sett í gang, skipta um spíssa og fleira.  Sigurjón kvað þá búna að mála nánast að ofan en skrokkurinn væri allur eftir og rekkverkið.  Það væri búið að merkja aðra hliðina, Ágúst RE 61, en hin yrði merkt á morgun.  
Sigurjón sagði þetta líklega vera einn mest ljósmyndaða bátinn ef ekki þann mest myndaða.  Það væru til myndir af honum um allan heim.  Það væri ekki sá ferðamaður sem labbaði framhjá Ágústi, þeir stoppa allir og taka myndir af honum.  Nú er það spurning hvort fyrirsætan fái sömu athygli þegar búið verður að mála hana:-)

Alla vegna er ég ánægður með að nú er verið að gera bátinn upp og hann fer aftur í notkun.  Nú er að drífa sig að mynda bátinn svo hægt sé að sjá breytingarnar.

17.04.2012 kíkti snöggt á Ágúst.  Byrjað er að mála hann og strax sér maður breytinguna.  Nú verður bara spurningin hvernig báturinn verður á litinn?  Fleiri myndir í albúmi.  Smellið á myndirnar.

1260 Ágúst RE 61.  Grandagarður 17. apríl 2012

 
19.04.2012.
Nú er liturinn að koma á Ágúst RE 61.  Grænn skal hann vera.  Allt er vænt sem vel er grænt, stendur einhversstaðar.  Sýnist Ágúst koma til meða að líta vel út svona grænn.


Ágúst RE 61, Reykjavík 19. apríl 2012

 


 


 


 

 

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154662
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 16:21:59