Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2007 Mars

29.03.2007 12:04

Húsvíkingar fyrr og nú

Húsavíkurmappa kominn inn.  Þarna inni eru 120 myndir af Húsvíkingum og/eða fólki sem tengist Húsavík á einn eða annan hátt.  Myndirnar eru ekki allar teknar á Húsavík.  Vonandi hafiði gaman af þessu.

29.03.2007 09:22

Grafönd og mannlíf á Húsavík

Setti inn myndir af grafönd sem ég tók á Læknum í Hafnarfirði þann 27. mars s.l.  Hef verið að vinna í að skanna inn myndir af mannlífinu á Húsavík og styttist í að þær verði settar inn. 

21.03.2007 00:50

Ættarmót í Flatey á Breiðafirði 2006, í Bræðraminni

Setti inn nýtt myndaalbúm frá ættarmóti sem haldið var í Flatey á Breiðafirði árið 2006 í og við Bræðraminni.  Þetta voru afkomendur Sigríðar Kjartansdóttur sem hefði orðið 100 ára og Þorvarðar Kristjánssonar.

20.03.2007 02:03

Myndir í Íslandsalbúmið og fuglaalbúmið

Setti inn nokkrar myndir í Íslandsalbúmið og eina mynd í fuglaalbúmið, af sendlingi.  Þetta eru myndir sem ég tók í Stykkishólmi 17. og 18. mars.

15.03.2007 09:56

Flatey á Breiðafirði

Nýtt myndaalbúm komið inn, kalla það Flatey á Breiðafirði.  Þar eru bara myndir af húsunum og mannlífinu.

13.03.2007 14:05

Smá upplýsingar

Ég er fæddur á Húsavík 24. sept. 1961.  Ég er giftur og á eina dóttur sem nú er að verða níu ára.  Ég hef mjög gaman af að taka myndir af henni eins og sjá má af þessum myndum af henni.
Þá sjá flestir að ég er áhugamaður um fugla og fuglaljósmyndun.  Ég tók fyrstu fuglamyndina 1981 af bókfinku í Finnlandi.  Það er því mikið til að ljósmyndum af fuglum en þær eru misgóðar og mikið af þeim á pappír.  Í dag notast ég við Canon 20D myndavél og 70-200 mm. f 2,8 linsu og 1,4x stækkara.
Ég tók mikið af myndum af mannlífi á Húsavík og vonast til að koma þeim myndum inn hér seinna meir. 
Teiknig er annað áhugamál mitt.  Þar eru fuglar einnig stór þáttur og þá teikna ég lítillega andlitsmyndir.

13.03.2007 08:33

Fleiri myndir í albúm

Setti inn nokkrar myndir í albúm sem ég kalla Ísland.  Í því munu koma myndir sem sýna hvernig ég upplifi landið okkar í stóru og smáu.  Fallegt og jafnvel ljótt.  Svo er gestabók og gaman væri að heyra frá ykkur og jafnvel álit á myndirnar en sá möguleiki er fyrir hendi.
Myndirnar eru ekki í mikilli upplaust en hafi menn áhuga þá er hægt að hafa samband við mig og ræða málin.

12.03.2007 23:07

Ljósmyndasíða Rikka

Jæja nú er loksins komið að því.  Nú fara ljósmyndirnar mínar að verða aðgengilegar fyrir alla sem áhuga hafa á að skoða þær. Vona að þið hafið gaman af. 
Þetta er aðallega gert til að setja inn ljósmyndir og þær eru í myndaalbúmunum.  Þrír flokkar verða til að byrja með, fuglar, dóttir mín og Ísland.  Sjón er sögu ríkari, góða skemmtun.
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154662
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 16:21:59