Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2009 Mars

15.03.2009 21:50

Svarthvítar myndir

Hér eru tvær svarthvítar myndir teknar 05.03.2009.  Hesturinn er tekin rétt við Urriðakotsvatn og hin tekin, ja, nánast hvar sem er en ég smellti af þar sem ég stóð uppi í Heiðmörk.15.03.2009 21:44

Álft við Elliðavatn

Þessi álft tók lífinu með ró og sólaði sig.  Myndin er tekin við Elliðavatn að austanverðu, við brúna þegar ekið er inn í Heiðmörkina 28.02.2009.  Fleiri myndir inn í Fugla-albúminu.

15.03.2009 21:36

Úr ýmsum áttum.

Þessar myndir hér að neðan eru teknar 28.02.2009 á ferð minni víða um höfuðborgarsvæðið.  Fleiri myndir eru í albúminu Stór-Hafnarfjarðarsvæðið.


Aðgerðarlausir kranar við nýja Tónlistaðrhúsið.  Í dag er vinna hafin þarna aftur sem er gott.


Viðeyjarstofa í mjög fallegur veðri.


Vetrarmynd við Rauðhóla.15.03.2009 21:31

Kafarar í Óttarstaðavör

Þann 07.03.2009 gengum við framá þrjá kafara í Óttarstaðavör við Straumsvík.  Reyndar voru þetta kennari með tvo nema.  Kennarinn er hér framstur á myndinni að stíga í land og nemarnir bíða þægir þar til kennarinn snér aftur og þá fóru þeir af stað.
Hér leggja þeir af stað.  Kennarinn er sá aftari.  Myndirnar teknar 07.03.2009.

15.03.2009 21:21

Straumur

Í tvígang hef ég farið að skoða bát sem er ekki langt frá Straumi n.t.t. við Glaumbæ.  Þarna er um björgunarbát að ræða, yngri en þann sem ég hef þegar myndað við Elliðavatn.  Þessi er talsvert heillegri.  Þann 07.mars fórum við fjölskyldan í göngutúr þarna á svæðinu kringum Straum.  Þarna er mikið að mynda og var ég búinn að kynna mér aðeins staðhætti með því að fara inn á www.ferlir.is en þar eru krot, frásagnir og ýmis fróðleikur af þessu svæði.  Þetta höfðum við með okkur í þennan göngutúr okkar og gerði það ferðina á þessu svæði mun áhugaverðari.  Setti inn slatta af myndum frá þessu svæði.  Hér koma tvær myndir úr ferð fjölskyldunnar.


Hér má sjá alla fjölskylduna við björgunarbátinn.  Myndin tekin 07.03.2009.


Eitt af húsunum sem er þarna.  Myndin tekin 07.03.2009.

02.03.2009 22:10

Örkin hans Nóa?

Þær upplýsingar sem ég hef fengið um bátinn sem ég spurði um væri að þetta væri björgunarbátur, ekkert ósvipaður og hafi verið á Titanic. Þá var einnig nefnt að þetta gæti jafnvel verið snurpari af nótabát.  Setti inn talsvert fleiri myndir af bátnum við aðeins breyttar aðstæður, nú allt hvítt, nýtt albúm sem heitir Bátur við Elliðavatn.  Snjómyndirnar teknar 28.02.2009 en hinar voru teknar 26.02.2009.  Eins og fyrr segir er þessi bátur skammt frá Elliðavatni en talsvert uppi á landi.  Við gerðumst svo grófir að telja þetta jafnvel vera örkina hans Nóa, á strandstað.  Ja, hvað vitum við, fyrst Titanic var komið til sögunnar því þá ekki alveg eins Örkin?01.03.2009 23:53

Bessastaðaalbúm

Þá er komið inn sér albúm bara með myndum af Bessastöðum sem ég talaði um hér fyrir nokkru síða.  Þegar ég skoða þetta þá má greinilega sjá að þetta er frekar einsleitt allt saman, nema helst veðrið, það er breytilegt.  En sjón er sögu ríkari.

01.03.2009 23:47

Sólfarið

Ég var eins og hinir "túristarnir" þegar ég fór að mynda Sólfarið.  Setti inn albúm með myndum af því.  Hér koma tvær sem teknar voru 28.02.2009.01.03.2009 22:37

Á sjóóó

Tók nokkrar myndir niður við sjó.  Sóley á innleið og þegar hún bar í garðinn sem ég stóð á þá gat ég ekki stillt mig um að taka mynd þar sem skipið er báðum megin við garðinn.  Það er eins og garðurinn, (vegurinn) fari yfir Sóleyna.  Þá myndaði ég hvalabátana við Reykjavíkurhöfn.  Fleiri myndir eru í albúminu Skip og bátar.  Myndirnar teknar 28. febrúar 2009.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154259
Samtals gestir: 237149
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 01:22:35