Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2009 Desember

28.12.2009 08:05

Frost á Þingvöllum

Fjölskyldan skrapp á Þingvelli 27. desember 2009.  Fallegt veður var og frostið -10 gráður.  Myndavélin var með í för og þegar við komum að Þingvallavatni var birtan rosalega flott.  Ísing var í flæðarmálinu, grjót í klakaböndum og mátti jafnvel sjá kynjaverur þarna í ísnum.  Auðvitað tók ég mikið af myndum og má sjá afrakstur þeirra í albúmi.  Hér eru hins vegar fjórar myndir sem sýna aðeins hvernig þetta leit allt saman út.


Þingvallavatn. 27. desember 2009


Í klakaböndum.  Þingvallavatn 27. desember 2009


Grýlukerti, Þingvallavatn 27. desember 2009


Þingvallakirkja 27. desember 2009

27.12.2009 02:21

Frost á fróni

Nú er frost á fróni, var einu sinni kveðið.  Þetta átti vel við í dag, 27. desember 2009.  Ég skrapp að Kaldárseli og tók nokkrar myndir af klaka í Kaldánni, þá skrapp ég að Hvaleyrarvatni og tók myndir þar og einnig af sólsetrinu sem sýnir stilluna sem var.  Setti inn nokkrar myndir í albúm.


Kaldáin frosin, 27. desember 2009


Flugvél yfir Keili, 27. desember 2009


Þessi var á göngu á frostnu Hvaleyrarvatni, 27. desember 2009

25.12.2009 23:30

Tónleikar 19. desember 2009

Ég skrapp á tvenna tónleika 19. desember 2009.  Annars vegar voru það tónleikar í Háskólabíói með Sinfoníuhljómsveitinni.  Á undan tónleikunum þ.e. þegar gestir gengu inn þá spiluðu nemendur Allegro Suzuki tónlistarskólans nokkur jólalög.  Í þeim hópi var dóttir mín.  Á tónleikunum sjálfum var Halldóra Geirharðsdóttir kynnir sem hin yndislega Barbara trúður.  Þarna kom gestur og flutti söguna um snjókarlinn sem lifnaði við og lék það líka, það var engin annar en Páll Óskar.  Hér fyrir neðan má sjá Pál Óskar á sviðinu.  Barbara trúður sagði hann vera eins og jólakúlu en Páll Óskar kvaðst frekar vera eins og jólastjarna og pósaði.  Ég hafði gaman af þessum tónleikum og krakkarnir stóðu sig frábærlega.  Simfó og Páll Óskar stóðu sig líka ágætlega:-)  Fleiri myndir frá þessum tónleikum í albúmi.


Páll Óskar "jólastjarna"


Páll Óskar leikur snjókarlinn á mótorhjóli

Hinir tónleikarnir sem ég fór á voru í Lindakirkju í Kópavogi.  Þar hélt Regína Óska jólatónleika og fékk aðstoð stúlknakórs Víðistaðakirkju.  Í þeim kór er Elín Hanna dóttir mín.  Frábærir tónleikar.  Tónleikarnir voru svo endurteknir þann 20. desember 2009 í Víðistaðakirkju.  Ég fór þangað líka og þá tók ég upp á vídeóvélina mína.  Fleiri myndir frá þessum tónleikum í albúmi.


Regína Ósk í Lindakirkju í Kópavogi 19. desember 2009


Regína Ósk og Stúlknakór Víðistaðakirkju, 19. desember 2009


24.12.2009 09:45

Gleðileg jól

Ég óska öllum velunnurum síðunnar og landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og þakka árið sem er að líða. 


Hafnarfjarðarhöfn

22.12.2009 08:54

5493 Árni ÞH 127

5493 Árni ÞH 127, tæplega 6 tonna línubátur sem var smíðaður 1961 í skipasmíðastöð Svavars Þorsteinssonar úr furu og eik.  Bragi Sigurðsson eigandi bátsins gerir hann út á Húsavík.  Bragi og Sigurður bróðir hans keyptu bátinn út Flatey árið 1970.  Þeir gerðu bátinn út til ársins 1983 er þeir lögðu honum og keyptu sex tonna dekkbát frá Norðfirði.  Þeir seldu þann bát árið 1985 og lét Bragi endurbyggja eldri bátinn og hefur gert hann út síðan.

Önnur nöfn:  Samkvæmt upplýsingum úr Eyfirskri skipaskrá kemur fram að upphaflega hafi báturinn fengið nafnið Hafræna EA 42, hafi hann verið afturbyggður súðbyrðingur með lúkar, smíðaður fyrir Baldvin Ásmundsson og Heiðar Rafn Baldursson, Árskógsandi en þeir áttu bátinn í tæpt ár.  Í febrúar 1963 fékk báturinn nafnið Bára ÞH 127 gerður út frá Flatey.  1982 fékk báturinn nafnið Árni ÞH 227 sem síðan var aftur breytt 1985 í Árni ÞH 127.

Heimildir:
Aflafréttir: http://aflafrettir.123.is/blog/record/278041/ 
Eyfirsk skipaskrá: http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=75&img=1097 hér má lesa allt um skipasmiðinn Sigurgeir Svavar Þorsteinsson, bátana sem hann smíðaði og þá má sjá eitthvað af myndum af bátunum.
Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar: http://skipamyndir.123.is/blog/record/398521/ sem segir sínar heimildir vera úr Sögu Húsavíkur.


5493 Árni ÞH 127

16.12.2009 22:14

Coca Cola hraðlestin

Coca Cola hraðlestin var á ferðinni þann 12. desember 2009.  Við feðginin fórum og kíktum á lestina og sáum hana við Smáralind.  Við þurftum að bíða eftir lestinni, en meðan við biðum smellti ég nokkrum myndum.  Hér eru nokkrar þeirra og fleiri má sjá í albúmi merkt Coca Cola hraðlestin.  


Regndropar á framrúðunni á bílnum okkar, Turninn í baksýn.  Kópavogur 12. desember 2009


Aðventuljós í bílnum okkar.  Kópavogur 12. desember 2009


Coca Cola hraðlestin við Smáralind.  Kópavogur 12. desember 2009


Coca Cola hraðlestin.  Kópavogur 12. desember 2009


Jólaseinninn var þarna líka.  Kópavogur 12. desember 2009

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154279
Samtals gestir: 237149
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 01:55:03