Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2016 September

23.09.2016 20:52

5334 Margrét HU 22

Þennan bát myndaði ég í Hafnarfjarðarhöfn þann 20. ágúst 2016.  Kannaðist ekki við að hafa séð hann áður en sá númer á bjarghringnum sem vísaði mér á að þetta væri Margrét Jóhannsdóttir ÓF 49.  Það sem ég veit um þennan bát er ekkert og því leitaði ég í Íslensk skip, bátar og á vef aba.is.  Ég held að einhver sé byrjaður að gera bátinn upp ég get mér þess til að sá hinn sami hafi sett á flot til að þétta bátinn.  Meira síðar..........


5334 Margrét HU 22 í Hafnarfjarðarhöfn 20. ágúst 2016.


Margrét Jóhannesdóttir ÓF-49.     ( 5334 )

Stærð: 3,50 brl. Smíðaár 1974. Fura og eik.  Súðbyrðingur með lúkarskappa. Afturbyggð trilla. 
Vél 22 ha. SABB.

Smíðaður fyrir Pál J. Guðmundsson, Ólafsfirði, sem átti bátinn frá 25.júlí 1974, en hann átti bátinn í tuttugu og þrjú ár en ekki allan tímann undir sama nafni, því að frá 19. desember 1990 hét hann Margrét ÓF-49. 
Páll seldi bátinn 06.maí 1997 Sigurði Ómari Jónssyni, Reykjavík.  Báturinn hét Margrét ÓF 49 og var hann gerður út af nýjum eigendum frá Ólafsfirði sem skemmtibát.
 
Til Hvammstanga kom báturinn árið 1998 og fékk þar nafnið Margrét HU-22. 

Rétt er að geta þess að skrokk bátsins smíðaði Þorgrímur Hermannsson vestur á Hofsósi en þaðan var hann fluttur til Akureyrar á bátaverkstæði Birgis Þórhallssonar þar sem gengið var endanlega frá smíðinni og báturinn vélvæddur.

Nýir eigendur komu að bátnum 2008 og er ekki annað vitað en árið 2012 sé heimahöfn bátsins á Hvammstanga og nafn hans enn Margrét HU-22.

Upplýsingar

Aba.is http://www.aba.is/Default.aspx?modID=1&id=44&vId=101

Íslensk skip, bátar, bók 2, bls. 265, Margrét Jóhannsdóttir ÓF 49 5334.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154279
Samtals gestir: 237149
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 01:55:03