Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2014 Desember

24.12.2014 01:11

Gleðileg jól

Jólakveðja til ykkar allra.  Takk fyrir mig.


16.12.2014 20:00

Leifur EA

6926 Leifur EA ex Jóhanna BA 152

Báturinn er smíðaður í Bátalóni, Hafnarfirði árið 1949.  Eik og fura.  1,92 brl. 24 ha. Bukh vél.

Eigandi Torfi Steinsson, Stóra-Krossholti, Barðastrandarhreppi, frá 7. maí 1986 þegar báturinn var fyrst skráður.  Ekki er getið um eigendur fyrir þann tíma.

Seldur 23. apríl 1990 Gunnari Guðmundssyni Skjaldvararfossi, Barðastrandarsýslu.  Bátuirnn heitir Fönix BA 70 og er skráður á Barðaströnd 1997.  Á ljósmynd í Íslensk skip, bátar hefur báturinn verið afturbyggður.  Þá kemur jafnframt fram að vélin sem er í bátnum er Bukh árgeð 1986.  Reikna má því með að báturinn hafi verið með aðra vél nú eða vélarlaus.

Í skipaskrá á Sax.is er báturinn skráður sem Gumbur GK 882 með heimahöfn í Vogum, eigandi Gunnar Guðmundsson.  Bátnum breytt í skemmtibát árið 2002.

Á vef Fiskifrétta, skipaskránni kemur fram að núverandi eigandi heitir Kristján Guðmundur Sveinsson og báturinn heitir Leifur EA, með heimahöfn á Hjalteyri.

Nöfn: Jóhanna BA, Fönix BA, Gumbur GK og Leifur EA.

Þann 6. ágúst 2013 var ég á ferð á Hjalteyri og tók þessa mynd.


Upplýsingar:

Íslensk skip, bátar, bók nr. 1, bls. 62, Jóhanna BA 152.

Sax.is - skipaskrá

Fiskifréttir.is - skipaskrá


Leifur EA við bryggju á Hjalteyri við Eyjafjörð, 06. ágúst 2014

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311822
Samtals gestir: 29927
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:58:33