Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2012 Ágúst

25.08.2012 22:14

5008 Hrímnir SH 714

Hrímni SH-714.
Báturinn var smíðaður 1974 hjá Trésmiðju Austurlands, Fáskrúðsfirði, smíðanúmar 18, úr furu og eik. 20. ha. Farymann vél.  Aðalvélin í dag er Volvo Penta, árg. 1981.  Eigandi Ríkarður Sæmundsson, Akranesi frá 30. maí 1974.  Árið 1981 var sett í bátinn 26 kW Volvo Penta vél.  Sæmi AK-83, Akranesi.  Frá 10. maí 1985 hét báturinn Sæmi AK 83.
Seldur 7. janúar 1986 Hirti Valdimarssyni, Garðabæ og Ögmundi Péturssyni, Seltjarnarnesi, Hér Rafn HF 151. og skiptir um nafn og númer, Rafn HF-151.  Báturinn var lengdur og endurbyggður árið 1986 og mældist þá 4,29 brl.  Frá 23. mars 1987 er Ögmundur Pétursson, Arnarfelli, Breiðurvíkurhreppi skráður einn eigandi.  Báturinn hét Rafn SH 304 með heimahöfn á Arnarstapa.

Seldur 29. nóvember 1992 Jóni Dalbú Ágústssyni, Stykkishólmi.  Hann heldur nafninu en skiptir um númer, Rafn SH-714.  1. júlí 1993 er skipt um nafn á bátnum, nú fékk hann nafnið Hrímnir SH-714 sem hann ber enn í dag.
Núverandi eigendur eru þrír, Ágúst Jónsson, Agnar Olsen og Sigurður Jónsson en þeir eignast bátinn árið 2003.  Ágúst og Sigurður eru synir Jóns Dalbú.

Árið 2011 var Hrímni tekinn í gegn í Skipavík, Stykkishólmi og breytt í frambyggðan bát.  
Þann 24.07.2012 tók ég myndir af Hrímni eftir þær breytingar sem hann hefur gengið í gegnum. Myndir segja meira en mörg orð.  Margar fleiri myndir í albúmi.


5008 Hrímnir SH 714 í Maðkavík í Stykkishólmi, 25.12.2010


5008 Hrímnir SH 714, 24. júlí 2012


5008 Hrímnir SH 714, 24. júlí 2012

23.08.2012 08:37

Danskir dagar 2012

Við kíktum á Danska daga í Stykkishólmi um daginn og höfðum gaman af.  Við höfðum eftirlit með þremur unglingum...............og ég meina unglingum.  Nei, þau voru góð og fóru alveg eftir því sem sagt var við þau:)

Mér fannst þessir Dönsku dagar hafa tekist mjög vel.  Ekki of mikill fólksfjöldi.  Veðrið var gott.  Allir virtust skemmta sér sem voru þarna.  Bryggjuballið tókst vel en Vinir vors og blóma spiluðu.  Brekkusöngur og var mikill fjöldi fólks þar og höfðu gaman.  Páll Óskar tróð upp um daginn og mætti svo aftur aðeins um kvöldið rétt til að minna á ballið um kvöldið sem mér skilst að hafi verið vel sótt. 

Setti inn slatta af myndum sem ég tók frá þessum dögum.  Vona að þið hafið gaman af.

Skreytt fyrir Danska daga, 17. ágúst 2012


Unglingarnir í stuði, Elín Hanna, Bjarni og Þorbjörg, 17. ágúst 2012


Ungir söngvarar stigu á stokk á Sundabakka, 17. ágúst 2012


Konan steig á svið og söng Dúrí, dúri ásamt fleirum, 17. ágúst 2012


Vinir vors og blóma spiluðu á bryggjuballinu, 18. ágúst 2012


Páll Óskar steig á svið, 18. ágúst 2012


Frá brekkusöngnum, 18. ágúst 2012


Úr brekkunni, 18. ágúst 2012


Unglingarnir enn í miklu stuði, 18. ágúst 2012


Flugeldasýning, 19. ágúst 2012

21.08.2012 21:03

Volvo B18

Þessi fallegi Volvo B18 var í Stykkishólmi á Dönskum Dögum.  Ég stóðst ekki mátið að smella af myndum af þessum bíl.  Fallegt eintak og vel með farinn.
Volvo Amazon B18.  Árgerð: 1966.  Skráningarnúmer P91.  Vélargerð:  Bensín.  Afköst 55,1 kW.  Virðist fyrst skráður hér á landi 06.07.1976.
Nokkrir eigendur hafa verið að bifreiðinni og ekki ástæða til að telja þá upp hér.  Núverandi eigandi er Gunnar Hinriksson, Stykkishólmi.
Bifreiðin var tekin af skrá 1993 og endurskráð 1998.  Upphaflega var bifreiðin hvít en eftir breytingar var hún skráð rauð.
Flott eintak af Amazon.

Volvo B18, Stykkishólmur 16. ágúst 2012


Volvo B18, Stykkishólmur 16. ágúst 2012

21.08.2012 15:18

Sæbjörg

Hér er mynd sem ég sá hjá tengdaforeldrum mínum og ég myndaði.  Þarna sjáum við Sæbjörgu og er hún í Magnúsarbúðarvör í Bjarneyjum.  Um borð eru bræðurnir, Jóhann Steinþórsson við stýrið og Einar Steinþórsson sitjandi (tengdapabbi minn).  Eigandi Sæbjargar var Steinþór Einarsson, faðir þeirra bræðra.  Vélin í bátnum var 7 ha. Scandia vél, glóðarhaus.

Steinþór mun hafa eignast bátinn og átt á tímabilinu frá 1940-1945. En Steinþór flutti í Flatey árið 1945 og fljótlega þá seldi hann Sæbjörgu.  Þá var Steinþór kominn með hugann við að smíða sér trillu, sem hann gerði.  Sú trilla hét Þráinn en heitir Búlki í dag og er í eigu Hafstein í Flatey.  Hægt að sjá upplýsingar um Þráinn/Búlka hér á síðunni.
Sæbjörg var seld suður yfir Breiðafjörð, gæti hafa farið í Hrafnsey.

Upplýsingar
Einar Steinþórsson, sá sem situr í bátnum á myndinni.


Sæbjörg í Magnúsarbúðarvör við Bjarneyjar á Breiðafirði

20.08.2012 22:49

Bátar við Bjarneyjar

Þessi mynd hangir uppi á vegg á heimili tengdaforeldra minna í Stykkishólmi.  Ég tók mynd af henni og yfirheyrði Einar tengdapabba minn um myndina.

Bátarnir á myndunum eru, talið frá vinstri: 
Svava ÍS 76, smíðaður í Bolungarvík 1928. Fura. 0,91 brl. í eigu Jakobs Dagssonar, Ystu búð Bjarneyjum.  Báturinn stendur þarna í Miðbúðarvör. Jakob bjó á Ísafirði og hefur flutt bátinn með sér til Bjarneyja þegar hann flutti þangað.  Jakob var síðasti ábúandinn í Bjarneyjum.

Naumur BA 159, Smíðaður í Rúfeyjum 1913.  Fura.  1,4 brl. Eigendur Stefáns Stefánssonar og Eyjólfur Jens Stefánsson Gerðum, Bjarneyjum, Breiðafirði. Báturinn stendur þarna í Magnúsarbúðarvör.

Mardöll, í eigu Jóns Ólafssonar Ystubúð, Bjarneyjum.  Báturinn stendur þarna í Ystubúðarvör.

Ljósmyndin er tekin af Fjólu Steinþórsdóttur, systir Einars tengdapabba míns.  Myndin er tekin við Miðbúðarkletta, í norðausturátt í átt að Gerðarbæ.  Einar segir að á myndinni sé svokallað smástraumsflóð.  Eftir því sem mér var sagt þá lét Steinþór Einarsson framkalla nokkrar svona myndir og lita þær, hann gaf síðan börnunum sínum myndirnar.


Svava, Naumur og Mardöll við Bjarneyjar.


20.08.2012 18:32

Chevrolet Impala 1960

Rak augun í þennan Chevrolet Impala 1960 módel að ég held. Glæsilegur bíll í alla staði og vel með farinn eftir því sem ég best fæ séð.
Chevrolet Impala, rauður/hvítur, árgerð 1960.  Skráður eigandi er Rúnar Atli Gunnarsson, Snæfellsbæ.  Sýnist að bifreiðin hafi skráð fyrst hér á landi 19.01.2006 og aðeins einn eigandi hér á landi.  Smá tækniupplýsingar: Fastnúmer: EE 781, Vélargerð: Bensín, Slagrými: 4637 cm3, Afköst: 71.3 kW.
Eins og fyrr sagði glæsileg bifreið í alla staði.


Chevrolet Impala, 18. ágúst 2012


Chebrolet Impala, 18. ágúst 2012

20.08.2012 17:50

Tónleikar í Stykkishólmskirkju

Fjölskyldan skrapp á tónleika í Stykkishólmskirkju fimmtudagskvöldið 16. ágúst 2012 kl. 20:30.  Söngvarar voru Þór Breiðfjörð og Valgerður Guðnadóttir.  Á dagskránni voru ýmis söngleikjalög úr ýmsum söngleikjum m.a. Vesalingunum, Óperudraugnum, Tónaflóð og ýmsum Disneymyndum.  Tónleikarnir voru hreint út sagt frábærir og höfum við öll mjög gaman af.  Stykkishólmskirkja var nánast full af fólki.
Til gamans má geta þess að Þór Breiðfjörð er mjög svo fjölhæfur maður og getur brugðið sér í allra kvikinda líki sem hann gerði á þessum tónleikum t.d. Pumba úr Konungi ljónanna og King Louie úr Skógarlíf o.fl.  Til gamans ætla ég að setja þá hér inn svo þið getið borið þá saman.

       
Þór sem King Louie, 16. ágúst 2012......................
..................og hér sem Pumba, 16. ágúst 2012


Valgerður Guðnadóttir, 16. ágúst 2012

15.08.2012 21:06

Bjargfýlingur

Þessi bátur er líklega sá bátur sem ég hef myndað hvað mest.  Fallegur bátur og ef ég má segja, þá myndast hann mjög vel.  Ég rakst á Bjargfýling þar sem hann stóð við legu í Hvaleyrarlóninu.


Bjargfýlingur á Hvaleyrarlóni 13. ágúst 2012


Bjargfýlingur á Hvaleyrarlóni 13. ágúst 2012

10.08.2012 21:50

Skrauti SH 133

5914 Skrauti SH 133

Stærð 1,75 brl. Mahogní krossviður.  10 ha. SABB vél.  Opinn bátur, trilla.

Smíðaður í Framnesi á Hvammstanga 1978 af Eðvarði Halldórssyni fyrir séra Gísla Kolbeins, Stykkishólmi sem átti bátinn í 14 ár.  Seldur þann 31. október 1992 Gunnari Eiríki Haukssyni, saman nafn og númer, Skrauti SH 133 5914.

Í bók nr. 3, Íslens skip bátar kemur fram að Skrauti sé skráður í Stykkishólmi 1997.
Á heimasíðu aba.is kemur fram um Skrauta að Gunnar Eiríkur Hauksson hafi átt bátinn frá 1992 og það sem eftir var af líftíma hans.
Báturinn hét Skrauti SH 133, Stykkishólmi er hann var felldur af skripaskrá 10. ágúst 1998 með þeirri athugasemd að hann hafi ekki verið með haffæri síðan 1981.

Þann 24. júlí 2012 tók ég myndir af Skrauta á planinu við Skipavík.  Þar stendur hann og er farin að láta á sjá en að mínu mati ekki ónýtur.

Heimild
Íslensk skip bátar, bók nr. 3
aba.is


Skrauti SH 133, Stykkishólmur 24. júlí 2012

10.08.2012 21:10

Nonni

Nonni var smíðaður í Stykkishólmi 1974 af Björgvini Þorsteinssyni upp úr gömlum bát frá Grundarfirði.  Það voru þeir feðgar Björgvin og Stebbi sem sóttu gamlan bát í Kirkjufell.  Báturinn mun hafa verið í eigu Magnúsar bónda þar og Alfreðs sonar hans.  Eftir að Björgvin smíðaði bátinn hét hann Bjarki.

Núverandi eigandi bátsins er Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði.  Hann gerði Nonna upp og afhjúpaði nafnið þann 13. september 2009 við hátíðlega athöfn.  Ingi Hans skipti um vél og setti í bátinn Yanmar vél.  Þann 4. ágúst 2011 var Nonni sjósettur eftir þessa lagfæringar.


Nonni við bryggju í Grundarfirði, 28. júlí 2012

09.08.2012 17:18

Svona er náttúran

Áður en ég myndaði lómana sem eru í færslunni hér á undan varð ég vitni af atburði sem lýsir enn og aftur hvernig náttúran er eða virkar.  Þetta gæti því flokkast sem sorgarsaga fyrir suma.

Þannig var að ég stóð úti á palli við sumarbústaðinn sem við hjónin vorum í.  Ég var að fylgjast með fuglalífinu og hlusta á hlóð þeirra og köll.  Vatnið var spegilslétt og sólin skein.  Allt var eins og best getur verið.

Ekki langt frá mér sá ég skúfandarkollu með einn unga.  Unginn gæti hafa verið tveggja vikna gamall á að gíska.  Skammt utar á vatninu var lómur.  Ég sá lóminn stefna að kollunni og unganum.  Kollan varð þessa var líka og gaf frá sér merki og hún og undinn stefna rólega að landi.  Þá kafar lómurinn og um leið fór kollan á fullt skrið að landi og unginn líka.  Ég sá að kollan og unginn myndu ná landi svo ég var ekki að lyfta myndavélinni sem ég hélt á í hendinni.  Ég sé svo að kollan og unginn ná landi og leit ég þá eftir lómnum.  Hann kom upp og snéri strax frá.

Útundan mér sé ég svo að silfurmáfur tekur flugið og sé ég þá að hann er með ungan sem slapp undan lómnum í goggnum.

Ég hafði ekki séð máfinn, hvort hann beið á landi eða koma og steypti sér yfir ungan veit ég ekki, sá það ekki.  Sá bara þegar hann flaug á brott með ungann.  Þarna fannst mér þetta vera frekar ójafn leikur, lómurinn réðist að kollunni með ungann og þau sluppu á land til þess eins og máfurinn tók ungann og át hann svo í hlíðinni ofan við bústaðinn.  Kollan flaug svo fram og til baka á vatninu kallandi.


Hér er kollan á einni af ferðum sínum eftir að unginn var tekin frá henni, 28. júlí 2012

09.08.2012 02:24

Lómur

Þann 28. júlí s.l. þá var ég í sumarbústað nálægt Grundarfirði. Við bústaðinn er vatn og margir lómar eru þar, ég taldi 25 en ég var búinn að heyra töluna 27.  Að morgni 28. júlí vaknaði ég snemma og hlustaði á lómana.  Ég fylgdist með þeim og fór svo út og lagðist á vatnsbakkann og myndaði þá.  Þarna var par með einn unga og voru þau frekar gæf.  Ég lá þarna í tvær klukkustundir og myndaði þá.  Þessar tvær klst. voru mjög fljótar að líða og kubburinn í myndavélinni minni fékk að finna fyrir því.  Mikill fjöldi mynda tekinn.  Fleiri myndir í albúmi, smellið á mynd.


Lómur með unga, 28. júlí 2012


Báðir foreldrar með ungann sinn, svona gerir þú, 28. júlí 2012


Vælandi lómur, 28. júlí 2012

08.08.2012 17:43

Bíll við Bræðraminni

Þann 26. júlí 2012 gerðist sá fáheyrði atburður að bifreið var flutt út í Flatey á Breiðafirði.  Þar eru nokkur faratæki svo það er ekki merkilegt í sjálfu sér en það að bíllinn tilheyrði Bræðraminni.  Einar Steinþórsson tengdafaðir minn ákvað að þegar hann fór úr í Flatey að taka bifreiðina sína með sér.  Bifreiðin var hífð um borð þann 26. júlí 2012 og fór aftur í land þann 02. ágúst 2012.  Þá kom í ljós að Einar hefur aldrei keyrt bíl í Flatey fyrr en núna.  Eins og ég sagði, merkisatburður á margan hátt.


Sjálfrennireiðin hífð um borð í Baldur 26. júlí 2012


Verið að koma honum fyrir um borð 26. júlí 2012


Einar keyrir bílinn og leggur honum við Bræðraminni 31. júlí 2012

08.08.2012 14:26

Tónleikar í Grýluvogi

Einn af þeim merkisatburðum sem ég minntist á áðan er að Elín Hanna hélt "tónleika" í Grýluvogi.  Tónleikar og ekki tónleikar en hún spilaði tvö lög og fór svo í land og endurtók annað lagið.  Ég veit ekki hvort þetta hefur gerst áður að spilað hafi verið á fiðlu úti í miðjum Grýluvogi.  Meðan ég veit ekki betur ætla ég að segja að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem fiðlutónleikar hafi verið haldnir í Grýluvogi.  "Tónleikarnir" voru ekki auglýstir en þó væru nokkrir áhorfendur á staðnum.  Hér eru myndir sem sýna þetta og ég leyfi mér að segja að þetta er fallegasti "tónleikasalur" sem til er.


Elín Hanna spilar í Grýluvogi 01. ágúst 2012


Ekki dónalegur tónleikasalur, 01. ágúst 2012

Elín Hanna spilaði listavel.  Flatey 01. ágúst 2012


Elín Hanna spilaði svo aftur þegar hún steig á land, 01. ágúst 2012

08.08.2012 14:12

Flatey Breiðafirði 2012 ferð tvö

Skrapp í Flatey á Breiðafirði um mánaðarmótin júlí-ágúst.  Tók slatta af myndum eins og alltaf.  Þó eyjan sé ekki stór og ég myndi oft það sama þá tel ég min ná öðrum sjónarhornum nú eða ef birtan er flott. Það urðu nokkrir skemmtilegir atburðir sem áttu sér stað í þessari ferð og geri ég grein fyrir þeim síðar.  Setti inn myndaalbúm og endilega skoðið myndirnar.


Ungur nemur, gamall temur.  Flatey 30. júlí 2012


Tímamót, Einar ekur bíl í Flatey 31. júlí 2012


Elín Hanna baðar sig í köldum Grýluvoginum.  Flatey 01. ágúst 2012


Falleg birta við Sunnuhvol, Flatey 03. ágúst 2012
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153372
Samtals gestir: 237039
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 04:52:12