Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2012 Janúar

26.01.2012 21:29

Bátar á kafi.....

Hafnarfjarðarhöfn að kvöldi 25. janúar 2012. 


2099 Íslandsbersi HF 13, 1850 Hafsteinn SK 3 og 1890 Una SU 3


Bátar á kafi í snjó.  Held að bátur nr. 2 sé 6256 Bára HF 78.  Hafnarfjörður 25. janúar 2012


Þetta er 2635 Birta HF 35.  Hafnarfjörður 25. janúar 2012

25.01.2012 23:39

Vetur í Hafnarfirði

Ég flutti í Hafnarfjörðinn 1996 og verð að viðurkenna að núna er líklega sá mesti vetur sem ég hef fengið síðan ég kom.  Það hefur komið snjór áður en hann stoppaði stutt við.  Nú hins vegar er búinn að vera vetur nokkuð lengi.  Það er líka talsverður snjór og er það bara gaman.  Konan segir að ég verði ungur aftur þegar ég keyri í snjónum, ekki slæmt að það þurfi ekki meira en snjó til þess.  Ég skrapp út með myndavélina í kvöld í logni.  Tók nokkrar myndir og setti í albúm.  Hér er smá sýnishorn.


Mikill snjór situr í grenitrjánum.  25. janúar 2012


Trjágöng, 25. janúar 2012


Við Hafnarfjarðarhöfn, 25. janúar 2012

23.01.2012 21:47

Frost á glugga

Ég tek oft myndir sem ég hugsa sem mynd sem ég get sett sem tölvuskjámynd.  Hér er ein svoleiðis mynd.  Setti hana upp hjá mér og fannst mér hún koma þokkalega út.  Ég skipti nokkuð reglulega um skjámynd svona vegna tilbreytingarinnar.


Frost á glugga.  19. janúar 2012

22.01.2012 23:42

Straumur o.fl.

Sunnudagur og sólin skein.  Ég og Elín Hanna fórum í smá leiðangur með myndavélar á lofti og vorum í stuði til að finna myndefni.  Ég ákvað að taka strauið að Hólmsá til að sjá hvort þar gæti verið fallegt í þessu flotta veðri.  En þegar þangað kom var sólin farin á bak við ský og komin smá snjókoma.  Við snérum við og stefndum í átt að Reykjanesinu.  Þegar við komum að álverinu sáum við að birtan var mjög flott við straum og fórum við þangað.  Tókum myndir við Straum og á því svæði.  Eins og ég sagði þá skein sólin en um einni klst. eftir að við komum þarna þá hvarf sólin og snjókorn féllu.  Birtan var farin og það vorum við líka.
Hér má sjá smá sýnishorn af þeim myndum sem ég tók á svæðinu.  Fleiri myndir í albúmi.   Smellið á mynd ef þið hafið áhuga að skoða meira.


Straumur, 22. janúar 2012


Gamalt hús rétt við Straum, 22. janúar 2012


Lítill kofi, 22. janúar 2012

21.01.2012 22:58

Beðið eftir vorinu

Nú hef ég sett inn albúm fyrir bátamyndir fyrir 2012.  Nokkrar myndir þar inni sem ég tók í Stykkishólmi 01. janúar 2012.  Á myndinni hér að neðan datt mér í hug að þessir bátar horfi til hafs með hrím í augum og geta varla beðið til vors til að komast aftur á sjóinn þar sem þeim líður best.


Horft til hafs.  Stykkishólmur 01. janúar 2012


..........og að framan. Stykkishólmur 01. janúar 2012

19.01.2012 20:49

Úndína HF 55

5943 Úndína HF 55
Smíðaður í Hafnarfirði 1978 af Guðna Björnssyni.  Eik og fura.  2,19 brl. 23 ha. Volvo Penta 17 KW vél.  Báturinn var smíðaður fyrir bræðurna frá Lambavatni á Rauðasandi, þá Valtý og Gunnar Eyjólfssyni, en þeir áttu bátinn frá 02. október 1978.  (Þriðji bróðirinn, Tryggvi býr enn á Lambavatni ásamt konu og syni.)  Valtýr og Gunnar gerðu bátinn út á grásleppu frá Hafnarfirði árum saman og áttu m.a. aðstöðu í verbúðinni Fornubúðum. 
Þegar bræðurnir hættu útgerð fór Úndína upp á Akranes. Þráinn Þórarinsson...................?? 
Þaðan kom hún til Reykjavíkur fyrir um tveimur árum síðan................??
Núverandi eigandi er Þorsteinn Stefánsson.


Meira síðar....................................


Heimildir:
Íslensk skip-bátar 2bnd. bls. 60.
Gunnar Th. skrifle


Úndína HF 55.  Reykjavíkurhöfn 08. janúar 2012

13.01.2012 22:23

Stykkishólmskirkja

Hér gefur að líta Stykkishólmskirkju.  Margir segja þetta eina af fegurstu kirkjum landsin.  Tók eina mynd af kirkjunni á nýársdag 2012 og set svo eina eldri til að sjá kirkjuna á hlið líka.


Stykkishólmskirkja, 01. janúar 2012


Stykkishólmskirkja, 03. júní 2004

11.01.2012 20:38

Bátar Eyjólfs Einarssonar

Ég nefndi í síðustu færslu að Eyjólfur Einarsson skipasmiður hafi smíðað átta báta sem ég hef sett hér á síðuna mína.  Ég ætla að setja hér inn myndir af þeim öllum, en að mínu mati eru þetta afar fallegir bátar.


Hafrún KE 80 - Verið að gera upp


Bjargfýlingur


Helgi Nikk, - Hafnarfjörður.  Síðasti bátur sem Eyjólfur Einarsson smíðaði og er í hans eigu.


Óskar HF 9 - Álftanes


Leifur - Álftanes


Frosti HF 320 - Hafnarfjörður


Már ÍS - Endaði á brennu áramótin 2010-2011


Rannsý RE 18 - Reykjavík

04.01.2012 20:31

Gleðilegt nýtt ljósmyndaár

Gleðilegt nýtt ár ættingjar, vinir og velunnarar síðunnar.

Þá er nýtt ár hafið og spurning hvert það leiðir mann.  Ég mun halda áfram á sömu braut og ég hef verið.  Árið byrjaði með miklum hvelli, neeeeeeeee, en ég fór alla vegna á nýju ári, n.t.t. 1. janúar út að mynda.  Ég var í Stykkishólmi um áramótin.  Hef átt frekar fáar vetrarmyndir þaðan en þeim fjölgaði talsvert.  Mun setja eitthvað af þeim hér inn, eina í einu eða svo.

Náði myndum af Knörr en ég hef bara verið með myndir af henni við bryggju eða uppá landi.  Þarna var Knörrin af fara með hrút út í eyju, ég man ekki hvaða eyju en kanski kemur það síðar.  Áramótapartý í vændum hjá hrússa og jafnvel þrettándagleði, say no more. 


Knörr lætur út höfn, Stykkishólmur 01. janúar 2012


Knörr, Stykkishólmur 01. janúar 2012

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153507
Samtals gestir: 237049
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 07:02:39