Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2007 Desember

25.12.2007 11:56

Gleðilega hátíð

Kæru vinir og vandamenn.  Set hér inn mynd sem ég tók fyrir jólin af litlu frænku minni, Elínu Pálsdóttur, en ég vildi ekki setja inn fyrr en foreldrarnir væru búnir að opna pakkana sína. 

24.12.2007 08:30

Jólakveðja

Kæru ættingjar og vinir.  Við fjölskyldan á Breiðvangi 3 sendum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.  Megi þið og fjölskyldur ykkar hafa það sem allra best um hátíðarnar.
Set hér inn nokkrar myndir til að lífga upp á forsíðuna ennþá meira.  Hér er mynd tekin í Fossvoginum og ég er ekki frá því að þarna sé hinn eini sanni jólasnjór.  
Meiri jólasnjór í Fossvoginu og svo Snæfinnur sjálfur, en hann var í Stykkishólmi.


Vinkonurnar Elsa og Elín Hanna.  Þær eru nú svolitlar jólastelpur í sér.


Elín Hanna horfir á jólakertið.


Svo loksins fer maður að sofa, frekar seint því spennan er svo mikil.  Jólin að koma.

Gleðileg jól kæru ættingjar og vinir.

21.12.2007 08:34

Á aðventunni

Núna er aðventan og stutt til jóla.  Því datt mér í hug að setja nokkrar myndir á forsíðuna.  Hér er mynd sem ég tók 1998.  Þessi mynd var á jólakortinu okkar 1998 og er myndin af Elínu Hönnu.Hér er önnur af Elínu Hönnu og var á jólkorti 2004.Hér er ein tekin við Hafnarfjarðarhöfn.Hér er mynd af Garðakirkju á aðventunni.Jólin í Stykkishólmi.Og að lokum enn ein af Elínu Hönnu, mynd af jólakortinu 2006.

17.12.2007 10:25

Fleiri málshættir

Þar sem ég hef lítið komist að mynda síðustu vikurnar hef ég verið að skoða og leita eftir málsháttum.  Nú setti ég inn málshætti í stafrófsröð, þeir eru nokkrir og vona ég að þið gefið ykkur góðan tíma til að lesa þá yfir.  Þá er eitthvað af villum í þeim og þætti mér vænt um að þið leiðréttuð það sem betur mætti fara og létuð mig vita.  Sjálfur er ég að yfirfara þetta í rólegheitum. Hér ér einn.

Penni og blek eru áreiðanlegustu vitnin.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153472
Samtals gestir: 237048
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 06:27:18