Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2009 Janúar

29.01.2009 21:27

Vetrarkvöld

Skrapp áðan í myrkrinu og tók nokkrar myndir.  Setti myndir inní albúmið Stór-Hafnarfjarðarsvæðið.  Sjón er sögu ríkari.  Hér er ein mynd.


Myndin tekin 29.01.2009

29.01.2009 08:26

Meira af Keili

Hér kemur enn ein af Keili, tveir dílaskarfar í forgrunni.  Þessi var tekin þann 24.01.2009.

27.01.2009 22:37

Meira af Bessastöðum og Keili

Hef verið nokkuð duglegur að mynda Bessastaði  og Keili.  Þó  myndirnar verði allar svolítið keimlíkar  þá mun ég halda áfram að taka myndir af þessum tveimur stöðum.    Setti nokkrar myndir inní albúmið Stór-Hafnarfjarðarsvæðið.  Sjón er sögu ríkari. Hér kom þrjár.


Keilir, myndinn tekin frá Hlíðsnesi þann 24.01.2009


Bessastaðir, myndinn tekin frá Hlíðsnesi þann 24.01.2009


Selur á skeri, Keilir í baksýn.  Myndin er tekin 24.01.2009

18.01.2009 23:11

Bessastaðarkirkja o.fl.

Ég tók myndir af Bessastöðum.  Í fyrstu var birtan mjög hrein og blá, svo breyttist hún mjög fljótt um leið og sólin fór að síga.  Fleiri myndir eru í albúminum, Stór-Hafnarfjarðarsvæðið.


Bessastaðarkirkja og Keilir.


Myndirnar af Bessastöðum eru teknar 18.01.2009.


Þessi mynd er í albúminu Ýmis farartæki.  Eins og nafnið gefurtil kynna þá er ég að safna myndum þar af ýmsum farartækjum öðrum en bátum því þeir fara í sér albúm.  Myndin er tekin 18.01.2009.
18.01.2009 22:59

Blessuð sólin ...........

Það var sól í dag og frábært veður.  Gaf mér smá tíma til að taka myndir.  Þegar sólin var  búinn að lita skýin bleik og ég sá þessar álftir fannst mér þetta "svo sætt", tvær hvítar álftir að synda á bleiku vatni.  Hin myndin sem ég set hér er af nokkrum máfum á flugi í átt að sólsetrinu.  Getur þetta verið væmnara? 


Álftir á Skógtjörn.  Myndin tekin 18.01.2009.


Máfar á flugi inn í sólsetrið.  Myndin tekin á Hlíðsnesi 18.01.2009.

16.01.2009 09:02

Ýmislegt

Setti inn nokkrar myndir á síðuna, inní hin og þessi albúmin.  Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem ég var að setja inn.


Þessi mynd er tekin við Húsavík, í leiðindaveðri. 


Hestar við Húsavík.


Í Hafnarfjarðarhöfn.  Finnst litirnir í bátunum flottir í öllum þessum gráma.


Elín Hanna hitti uppáhaldssöngvarann sinn á aðventunni og að sjálfsögðu var tekin mynd við það tækifæri.

15.01.2009 00:20

Kleifarvatn

10. janúar s.l. var ég við Kleifarvatn.  Veðrið var frábært og vatnið spegilslétt.  Ég tók nokkrar myndir svona rétt til að hita vélina upp.  Elín Hanna var með mér eins og sjá má.
Spegill, spegill............

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153428
Samtals gestir: 237045
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 05:56:17