Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

13.04.2011 12:05

Erla

Rakst á þessa trillu utan við skúrinn hjá Ólafi Gíslasyni.  Hvað veit ég en þegar ég myndaði hann og skoðaði fannst mér hann frekar þreyttur.  Á eftir að ræða við Ólaf og heyra hvaðan þessi kemur og svo framvegis.  Hvort þessi er næstur í röðinni hjá Ólafi á eftir að koma í ljós en hann er nokkuð langt kominn með endurbætur á Kára.

Hér kemur smá speki frá mér, mín fyrstu kynni af þessari trillu!
Við mína fyrstu skoðun þá álikta ég að þessi bátur hafi staðið á landi, á hvolfi.  Af hverju á hvolfi, jú, ryðtaumar frá naglahausum liggja upp fjölina.  Þá hefur málningu verið slett á utanverðan bátinn og hann orðin gisinn og þá lekur málningin inn í bátinn og taumarnir liggja upp fjalirnar eins og sést á myndunum.  Þá finnst mér hann talsvert fúinn að ofan, hvort það þýði að hann hafi legið í grasi og farið því að fúna talsver, gæti verið.  Þetta er frekar smá trilla finnst mér.  Búið er að fjarlægja vélina út bátnum en skrúfan er enn til staðar ásamt öxli. 
Læt þetta duga um mína speki sem er engin.

Fleiri myndir í albúminu Erla eða smellið á myndirnar. 

Erla var upphaflega fjögurra manna far en var seinna breytt í vélbát.  Hann var smíðaður 1935 af hinum kunna bátasmið Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum í Breiðafirði.  Þar sem um tíma aðalbátasmíðastöðin á Breiðafirði og bátar þeirra Látrafeðga víðfrægir.
Erla var hlunnindabátur í eigu Guðmundar Guðmundssonar bónda í Skáleyjum í um 40 ára skeið.  Eftir að Guðmudnur lést eignaðist Sveinn sonur hans bátinn.  Báturinn var aðallega hafður til selveiða en einnig við ýmsar ferðir í nálægar eyjar og sker, s.s. eggjaleit og dúntekju.  Erla var síðast notuð í Skáleyjum árið 1976 og eitthvað í Flatey á Breiðafirði og á Brjánslæk eftir það.

Eftirfarandi grein fann ég á víðnetinu, þetta er grein sem var skrifuð í Mbl. þriðjudaginn 29. september 1992.  Slóðin á greinina er hér http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=93567.  Upplýsingarnar hér að framan um bátinn eru fengnar úr þessari grein og frá Ólafi Gíslasyni.

Í dag lítur Erla svona út og á að fara að vinna í að gera hana upp.  Reyni að fylgjast með því eftir bestu getu.  Greinina úr morgunblaðinu má sjá fyrir neðan myndirnar.


Erla, Hafnarfjörður 04. apríl 2011


Erla


Lítil sem engin málning er lengur inní bátnum.


Morgunblaðið þriðjudaginn 29. september 1992

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 5557
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1020
Gestir í gær: 107
Samtals flettingar: 339218
Samtals gestir: 31736
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:08:08