Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2012 Febrúar

28.02.2012 22:40

Heiðargæs

Þegar ég var á ferðinni seinnipartinn í dag þá rak ég augun í 24 gæsir sem voru rétt hjá Snarfarahöfninni.  Ég rétt leit á þær og sá að ein gæsin var heiðargæs.  Líklega fugl sem er búinn að vera í allan vetur hér en annars eru heiðargæsir farfuglar.


Heiðargæs í Reykjavík, 28. febrúar 2012

28.02.2012 22:32

Á sjó.......

2774 Kristrún RE 177 var að leggja á sjóinn seinnipartinn í dag, n.t.t. kl. 18:07 en þá var fyrsta myndin tekin.  Náði að smella nokkrum myndum mér til gamans og vonandi ykkur til ánægju.


Bakkað frá bryggju........, 28. febrúar 2012


Stolt siglir fleyið mitt.............., 28. febrúar 2012


Allt klárt og af stað nú...........28. febrúar 2012

27.02.2012 22:06

Höfnin í dag

Kíkti niður að Hafnarfjarðarhöfn í dag.  Smellti nokkrum myndum og var svo heppinn að tveir bátar komu siglandi inn nánast á sama tíma.  Þetta voru Óli á Stað og Þórkatla.  Veit ekki um aflabrögð en þeir skelltu sér strax í löndun.  Fleiri myndir í albúmi, Skip og bátar 2012. 


Óli á Stað kemur inn í Hafnarfjarðarhöfn, 27. febrúar 2012


Þórkatla kom skömmu síðar inn í Hafnarfjarðarhöfn, 27.02. 2012

13.02.2012 08:51

Lítið að gerast hjá mér hér á síðunni!

Lítið að gerast hjá mér og verður það næsta mánuðinn.  Þessi unga dama hér á myndinni mun fermast bráðlega.  Það er sem sagt fermingarundirbúningur í gangi hjá mér.  Því hef ég hægt um mig.  Vona samt að þið hafið nú eitthvað að skoða þrátt fyrir rólegheitin.  Ég mun þó hugsanlega geta laumað inn einni og einni frétt hér en það kemur allt í ljóst.


Fermingarbarnið Elín Hanna.

03.02.2012 21:40

Getur einhver hjálpað?

Sælir allir.  Ég fékk eftirfarandi fyrirspurn um hvort til væri mynd af bát sem hét Oddur BA 12, sjá frásögn hér að neðan.  Ef þið vitið eitthvað um þetta atvik eða um myndir af bátnum endilega sendið mér póst. 

"Mig langar að forvitnast um það hvort þú vitir til þess að mynd sé til af bátnum Oddi BA 12 sem fórst skammt frá Miðleiðarskeri 1954 frekar en 5 minnir mig. Þarna fórust auk áhafnar bóndinn á Eyri í Kollafirði og mæðgur frá Selskerjum. Held að þessi bátur hafi verið svo til nýr ársgamall eða svo og smíðaður af Aðalsteini í Látrum. Einhverjir bátakarlana hljóta að muna efir þessu ekki síst frá Látrum, en ég hef ekki séð miklar upplýsingar hvað þá mynd um þennan bát, og hans er ekki getið í Íslensk skip bátar".
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153472
Samtals gestir: 237048
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 06:27:18