Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2008 Apríl

28.04.2008 12:27

Sumarið er komið, sól í heiði skín.....

Hef ekkert sett hér inn í nokkra daga enda hef ég ekki verið neitt á ferðinni.  Það er samt allt að gerast, fuglar flykkjast inn, grasið farið að grænka og almanakið segir að sumarið sé komið.  Krókusarnir komnir upp úr moldinni og krían farin að sjást við landið.22.04.2008 10:26

Bardagi

Náði myndum af hettumáfum sem voru að slást.  Myndirnar eru nú ekki alveg hundrað prósent skarpar en ég setti þær samt inn.  Hér má sjá eina af myndunum.

21.04.2008 21:34

Fuglarnir koma, fuglarnir koma.........

Farfuglarnir koma með hækkandi sól og þá er gaman, alla vegna fyrir mig.  Náði nokkrum myndum hér á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.  Margæsirnar koma við hér á landi á vorin og haustin.  Það koma stórir hópar af margæsum og mikill fjöldi þeirra kemur við á Álftanesinu, við Skógtjörn og Bessastaði svo einhverjir staðir séu nefndir.  Fleiri myndir inní fuglamöppunni.


Margæsir og Bessastaðir, myndin er tekin 19.04.2008 við Skógtjörn.


Dvergmáfur í miðjunni og hetturmáfar.  Myndin er tekin 20.04.2008 við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.

13.04.2008 21:14

Eins árs

Ég var að átta mig á að fyrir einum mánuði síðan, n.t.t. 12. mars, hafði ég haldið þessari síðu úti í eitt ár.  Ég get ekki annað sagt en að þetta hafi gengið mjög vel.  Vona að þið hafið haft gaman af, það hef ég.   Hér er ein mynd af mér þegar ég er yngri, þó aðeins eldri en eins árs.  Það er að sjálfsögðu saga á bak við þessa mynd.  Ég hafði verið í einhverju brjáluðu skapi, öskrandi og grenjandi.  Eina leiðin til að hugga mig var að leyfa mér að fara í úlpuna hans stóra bróður og taka mynd af mér. Eins og þið sjáið þá var það ég sem fann upp Colgate-brosið.

13.04.2008 17:59

Reykjanesbær

Þurfti að skreppa í Reykjanesbæ í gær og ákvað í leiðinni að kíkja eftir fuglum.  Nóg var af þeim en fátt varð um myndatöku.  Hins vegar vaknaði áhugi minn fyrir því að mynda alla þá báta sem ég sá á bryggjunni í Sandgerði, bátar sem eru orðnir frekar þreyttir. Aðrir bátar sem ég sá voru þá myndaðir í leiðinni. Þá skrapp ég í slippinn í Njarðvík og tók myndir þar af nokkrum bátum.  Setti inn nýtt  albúm sem ég kalla "Skip og bátar".   Hér má sjá eina mynd sem ég tók í slippnum í Njarðvík.

11.04.2008 10:31

Vorið er komið

Lóan er komin að kveða burt snjóinn.............eða svo er sagt.  Þrátt fyrir að vor sé í lofti er nú skratti kalt þessa dagana.  Hér á stór-Hafnarfjarðarsvæðinu snjóaði í fyrradag en nú er sá snjór að mestu horfinn, alla vegna hér í byggð. 

Mæli með, þar sem daginn er farið að lengja, að allir bregði undir sig betri fætinum, skreppi út með myndavélar og myndi allt sem fyrir augu ber. 

Hér kom tvær myndir svona rétt til að minna okkur á.  Fyrri myndin er af lóunni, svona lítur hún út.  Set myndina hér fyrir ykkur sem hafið gleymt hvernig hún lítur út.  Svo er svona stemmumynd sem ég tók í Flatey á Breiðafirði.  Þegar þið röltið um þá er höfnin kjörin staður til að skoða, sérstaklega þegar sjórinn er spegilsléttur eins og hann hefur verið hér undanfarin kvöld.  Gangi ykkur vel.09.04.2008 21:51

Nýtt útlit

Ég var að skipta um útlit og vona ég að ykkur líki það.  Þetta var svona rétt til að reyna að lífga uppá útlitið.  Þetta eru þó ekki miklar breytingar nema þó að nú eru myndaalbúmin, gestabókin og fleira komin upp undir síðuhausinn en ekki til hliðar eins og var.  Þá hef ég aukið við töluvert af slóðum þar sem þið getið flakkað um.  Þetta eru aðallega eitthvað sem varðar náttúruna og ljósmyndun.  Held að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þar.  Fyrir þá sem hafa áhuga þá er þarna slóð sem heitir Ferlir og það er hópur fólks sem skoðar Reykjanesið mjög mikið og þekkir þar orðið hvern einasta stein, nánast.  Þá eru þeir mikið í hellaskoðunum og fleira.  Ljósmyndasíðurnar eru þó nokkrar og þar er hægt að finna eitthvað við allra hæfi.  Tvær slóðir eru þar sem  ég nefni Ferðir, þar er hægt að komast í ferðir um landið.  Veit að Daníel Bergmann er upppantaður en  á hans slóð eru líka ljósmyndir eftir hann og ég held ég ýki ekki með því að segja að hann sé með betri ljósmyndurum á landinu.

08.04.2008 11:48

Málsháttur dagsins

Datt í hug þar sem málsháttur dagsins er "Minkar eru bestu skinn" að setja inn eina mynd.  Þessi mynd af mink er tekin á Kópaskeri.

02.04.2008 22:59

Merkisafmæli

Þann 24. mars s.l. átti Elín Hanna merkisafmæli.  Hún varð 10 ára gömul.  Haldnar voru þrjár afmælisveislur.  Fyrst var haldið fjölskylduafmæli, þann 16. mars.  Næst var vinaafmæli þann 18. mars og að síðustu var skólasystraafmæli þann 28. mars.  Setti inn albúm í tilefni afmælisins.  Hér má sjá Elínu Hönnu afmælisbarn og Ólöfu Hildi stóru frænku.


 

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 92
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1013
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 3153150
Samtals gestir: 237001
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 03:29:26