Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.07.2007 22:39

Nýtt myndaalbúm.

Hef bætt hressilega inn í Íslandsmyndirnar, voru tæplega 60 í fyrradag en eru núna yfir 160.  Nú farið þið vonandi að sjá hvernig ég sé Ísland fyrir mér. 
Þá setti ég inn nýtt myndaalbúm af frænku minni henni Elínu Pálsdóttur.  Ég notaði hvert tækifæri sem ég hitti hana til að taka nokkrar myndir.  Ég sendi foreldunum nokkrar myndir sem voru sérvaldar, en megnið hafa þau ekki séð, en þau fá tækifæri til þess núna.

10.07.2007 10:29

Skoðanakönnun

Setti inn litla skoðanakönnun, vona að þið svarið henni og í leiðinni þá framkvæmiði það sem hún minnir ykkur á.  Smá vandræði við að setja hana inn, byrtist tvisvar en því verður reddað.

10.07.2007 10:12

Fleiri myndir.

Enn hendi ég inn myndum í Íslandsmöppuna mína.  Njótið.

10.07.2007 01:16

Myndum bætt í Íslandsmöppuna

Gott fólk, þá er ég búinn að setja slatta af myndum inn í Íslandsmöppuna mína.  Mun halda áfram að bæta inn myndum næstu daga.  Þá er ég að byrja að skanna inn myndir af slide myndum, eitthvað úrval og mun ég setja þær inn þar sem þær eiga við hverju sinni. 
Ég benti á það að ég hef ekkert verið að mynda upp á síðkastið enda á ég erfitt með það þar sem sú lyfjameðferð sem ég er í núna gerir það að verkum að hendur mína skjálfa mikið þegar ég held á einhverju.  Þetta þýðir að ég get ekki haldið á myndavél eins og staðan er.  Hins vegar þá lagast þetta þegar þeir hafa fundið rétta lyfjaskammtinn og þá byrjar maður bara aftur á fullum krafti að mynda.  Á meðan þá vinn ég í myndunum í tölvunni og þið fáið vonandi að njóta þeirra.  Vona að þið hafið gaman af þessu, ég hef það alla vegna.
Þakka ykkur sem soðið síðuna mína, þið megið alveg láta vini og kynningja ykkar vita af þessari síðu og vonandi hafa þeir eitthvað gaman af að skoða þetta.
Rikki R.

04.07.2007 08:06

Fréttir

Kæru ættingjar og vinir
Nú hefur lítið gerst hjá mér í ljósmyndum síðustu vikur vegna veikinda.  Ég fór í aðgerð, fékk ígrætt nýra í mig þann 19. júlí s.l. og nú er allt á koma.  Allt gékk vel og ótrúlegur bati enn sem komið er. 
Varðandi ljósmyndir þá hef ég verið að setja inn eina og eina möppu af myndum sem ég á og mun halda því áfram, framundan er að setja inn myndir frá Danmörku og Barcelona svo eitthvað sé nefnt.  Lítið bætist við af nýjum myndum en eftir því sem ég hressist meira þá koma þær líka.
Ég vil ítreka við ykkur endilega skráið ykkur í gestabókina mína, svona rétt svo ég sjái hverjir eru að skoða þetta hjá mér.  Teljarinn segir að einhver hreyfing sé en ég veit ekki hverjir.

Kærar þakkir til ykkar allra

Kv. Rikki R

01.05.2007 00:15

Fleiri myndir

Setti inn nokkrar myndir í fuglamöppuna og í Íslandsmöppuna.

14.04.2007 22:15

Vorgleði Bræðraminnisfjölskyldunnar 14. apríl 2007

Skrapp í smá teboð fyrr í kvöld, eða svonefnda Vorgleði Bræðraminnisættarinnar.  Þarna var töluvert af fólki og nóg að bíta og brenna.  Njótið vel.

29.03.2007 12:04

Húsvíkingar fyrr og nú

Húsavíkurmappa kominn inn.  Þarna inni eru 120 myndir af Húsvíkingum og/eða fólki sem tengist Húsavík á einn eða annan hátt.  Myndirnar eru ekki allar teknar á Húsavík.  Vonandi hafiði gaman af þessu.

29.03.2007 09:22

Grafönd og mannlíf á Húsavík

Setti inn myndir af grafönd sem ég tók á Læknum í Hafnarfirði þann 27. mars s.l.  Hef verið að vinna í að skanna inn myndir af mannlífinu á Húsavík og styttist í að þær verði settar inn. 

21.03.2007 00:50

Ættarmót í Flatey á Breiðafirði 2006, í Bræðraminni

Setti inn nýtt myndaalbúm frá ættarmóti sem haldið var í Flatey á Breiðafirði árið 2006 í og við Bræðraminni.  Þetta voru afkomendur Sigríðar Kjartansdóttur sem hefði orðið 100 ára og Þorvarðar Kristjánssonar.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 228
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 347617
Samtals gestir: 32188
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 12:18:56