Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2007 Ágúst

31.08.2007 10:53

Hvít ber, rauð ber, svört ber o.fl.

Tók mér göngutúr í morgun og tók nokkrar myndir af því sem fyrir augu bar.  Aðallega myndaði ég þó blóm og ber.  Þið getið litið á afraksturinn í blómamöppunni.

30.08.2007 16:38

Fólk í Stykkishólmi

Var að setja inn nýtt albúm, Fólk í Stykkishólmi.  Þetta eru myndir sem teknar eru innandyra, utandyra og við ýmis tækifæri í Stykkishólmi.  M.a. eru myndir af fólki sem teknar voru á dönskum dögum, 30 ára fermingarafmæli EDE, kirkjukórstónleikum og fleira.

30.08.2007 10:49

Nýjar myndir

Setti nokkrar myndir inn sem ég hef verið að taka síðustu tvo daga.  Nokkrar í blómamyndir, fuglamyndir og Íslandsmöppuna. Ég sé að þegar ég set inn nýjar myndir í möppu þá hoppar sú mappa framfyrir svo hún verður sýnileg.  Þetta vissi ég ekki, en maður er alltaf að læra.

26.08.2007 16:26

Blómamyndir, viðbætur

Setti nokkrar myndir inn í blómaalbúmið mitt sem er undir náttúrumöppunni.  Tók þessar myndir í morgun.  Vona að ykkur líki við þetta.  Er að vinna í að búa til myndamöppuna um mannlífið í Stykkishólmi.  Það er slatti kominn af myndum þar og því verður fljótlega sett inn ný myndamappa.

22.08.2007 17:38

Breyting á útliti

Maður er alltaf að læra.  Nú er ég að breyta aðeins síðunni.  Aðallega með því að setja inn eina og eina valda mynd svona til að auka áhuga fólks á þessu.  Þá er ég búinn að flokka öll albúmin þannig að það fer ekki eins mikið fyrir þeim, en undir hverjum flokki eru myndaalbúmin.  Vonandi leggst þetta vel í ykkur.  Sá reyndar að ég á að hafa nýjustualbúmin óflokkuð í einhvern tíma og síðan að flokka þau.  Þegar nýtt albúm kemur inn á flokka ég það ekki strax heldur mun láta það standa óflokkað, held að það verði þá sýnilegt fyrir ykkur ofan við alla flokkana.  Vona það alla vegna.

Þessar myndir skýra kanski út hvað ég á við.  Fyrir og eftir.  Sem sagt átt við mig sjálfan en ekki dóttur mína sem er með mér á myndinni hægra megin.

22.08.2007 12:12

Mývatnssveit

Safnaði nokkrum myndum saman sem ég hef tekið þegar ég hef átt leið um Mývatnssveit.  Þetta eru ekki margar myndir en þær eru allar teknar eftir að ég uppfærði mig í digital myndavél.  Gömlu myndirnar eru ekki komnar inn enda gengur skönnun á þeim hægt, réttara sagt ekki neitt. 

22.08.2007 11:18

Stykkishólmur

Hef verið að safna saman myndum sem ég hef tekið í Stykkishólmi.  Setti inn albúm með þeim myndum.  Það er mikið meira til en við sjáum til hvað fer þarna inn.  Nú setti ég inn myndir af húsum, bátunum við höfnina en svo á eftir að setja inn allt fólkið sem fest hefur verið á filmu.  Hvort það verður þá ekki bara nýtt albúm sem mun heita "Mannlíf í Stykkishómi".  En þetta kemur allt í ljós.

                       

21.08.2007 17:20

Danskir dagar í Stykkishólmi

Við skruppum á danska daga í Stykkishólmi 17.-19. ágúst s.l.  Mikið af fólki var og óhætt að segja að bærinn hafi verið troðinn af fólki.  Danskir dagar fóru vel fram að mínu mati og umgengni var þokkaleg, en það hafði verið gert ráð fyrir því að hreynsa bæinn áður en fólk færi á stjá.  Þar sem ég var frakar árisull þessa morgna þá fór ég á stjá með vélina og sá þann hóp sem var við hreynsunarstörfin.  Þarna var skilað góðu starfi og var til sóma hvernig að var staðið.  Auðvitað eru alltaf einhverjar skemmdir unnar en það var mjög lítið sem ég varð var við, trjágreinar og ein veggflís eru það sem ég varð var við, fyrir utan að sumir gátu ekki látið skreytingar í friði og mátti sjá að sumsstaðar hafði verið slitið niður eingöngu til að henda því svo í næstu ruslafötu.  Sá sem sleit skrautið niður má þó eiga að hann henti því í ruslafötuna en ekki á víðavangi, ekki nema hreynsunardeildin hafi verið búin að hirða það upp.
Ekki fleira að sinni.  Myndir komnar inn og vel sést að ég var snemma á fótum þegar ég tek myndir m.a. af húsunum í bænum því ekkert er af fólki.


                                                        

07.08.2007 01:13

Stykkishólmur um Verslunarmannahelgi

Við skruppum í Stykkishólm um verslunarmannahelgina.  Það var gott að slaka þar á og skoða sig um á Snæfellsnesinu.  Við fórum og hittum ættingja og vini í Skarðsvík, þaðan fórum við og litum á Öndverðarnes og brunninn Fálka, því næst skoðuðum við Svörtuloft.  Elín Hanna lék sér við frændur sína í Skarðsvíkinni og reyndar léku sér þar börn á öllum aldri.  Þá fór Elín Hanna og veiddi með afa sínum í höfninni í Stykkishólmi og síðan var okkur boðið í bátsferð um Breiðafjörð.  Veitt var við Þórishólma en þar sem fiskarnir voru smáir þá var þeim gefið líf.  Björg Ólöf og synir hennar voru fest á mynd.  En þessi ferð var skemmtileg og nóg að skoða.  Þeir sem vilja geta litið á albúm með myndum úr þessari ferð.

                                                                                                                          


02.08.2007 00:22

Skipt um albúm

Kæru vinir og ættingjar.  Ég henti út albúminu af Elínu Hönnu dóttur minni.  Hafði ætlað að fjölga myndum af henni oft en hætti við það og henti albúminu út.  Setti svo inn nýtt albúm með talsvert fleiri myndum.  Þetta var fljótlegri aðgerð, að henda fyrst og setja svo inn nýtt.  Umtalsvert fleiri myndir eru nú í þessari möppu, þeim fjölgaði úr 56 í 300+.
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 363
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434323
Samtals gestir: 272016
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 20:59:27