Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2012 Október

28.10.2012 21:35

Rjúpa var það heillin

Rjúpnaveiðitímabilið er hafið.  Sumir fagna því en aðrir eru algerlega á móti veiðum á rjúpu.  Ég er ekki á móti að menn veiði sér rjúpu í jólamatinn en ég er á móti magnskotveiðum.  Ég er löngu hættur veiðum á rjúpu þ.e. að drepa rjúpu en þess í stað þá tek ég myndir af þeim.  
Ég hafði tekið mér smá frí og var í sumarbústað þann 23. október s.l. þegar tveir rjúpukarrar skelltu sér ofan á súmarbústaðinn.  Annar settist á bústaðinn sjálfan en hinn á geymsluna.  Myndavélinni var lyft og nokkrar myndir teknar.
Sú sem sat á þaki bústaðarins var sýnilega styggari og flaug fljótlega á brott, náði þó þessari mynd þar sem hann ropar.  Þá vissi ég að það væri ekki langt í að hin færi líka en þegar ég fór upp tröppur sem eru við geymsluna og var komin í svipaða hæð og rjúpan þá sat hún hin rólegasta.  Ég smellti nokkrum myndum af þessari rjúpu líka.  Þegar hún var búin að fá nóg fór rjúpan á eftir hinni. 


Rjúpa á bústaðnum.  23. október 2012


Rjúipa á geymsluþakinu.  23. október 2012


Rjúpa á geymsluþakinu. 23. október 2012

28.10.2012 15:10

DAS bátarnir

Mikið hefur verið rætt og ritað um DAS bátana svokölluðu.  Eitt hefur mér fundist vanta á sögu þeirra sem menn í netheimum hafa sett og það er nafn þess sem átti bátana í upphafi.  Ég ákvað að senda fyrirspurn á DAS og fékk svar frá þeim með nöfnum þeirra sem eignuðust bátana í upphafi.  
Ég vil þakka Sigurði Ágústi Sigurðssyni forstjóra Happdrættis DAS fyrir þessar upplýsinagar.

Ég ætla að setja þessar upplýsingar hér inn til gamans. Þetta eru kærkomnar upplýsingar varðandi DAS bátana.  Kanski vita menn þetta, kanski ekki!

Á vinningaskrá 1954 til 1955:
8. jan. 1955. "Trillubátur, 28 fet m/Lister díeselvél, 16 ha. og dýptarmæli."
Verðmæti kr. 90.000 ----------------------- Hér er líklega verið að lýsa Heklutind en hann var dreginn út 8. jan. 1955.

Í vinningaskrá 1955 til 1956:
Dráttardagur 3. júní 1955.  "Vélbátur, 5-tonn, 30-fet m/Lister díeselvél, 16 ha. og dýptarmæli."
Verðmæti 100.000 kr. ---------------------- Hér er líklega verið að lýsa Arnartindi því hann var dregin út 3. júní 1955.

Í vinningaskrá 1956 til 1957:
Dráttardagur 3. mars 1957. "Vélbátur 4,5 tonn, 29 fet m/Lister díeselvél 16 ha. og dýptarmæli."
Verðmæti 120.000 kr.----------------------- Hér er líklega verið að lýsa Snætindi því hann var dregin út 3. mars 1957.

Hér er listi yfir alla DAS bátana, nöfn þeirra, hvenær dregnir út og fyrstu eigendur.  Tveir bátar óþekktir.  Kanski einhver þarna úti átti sig á hvaða bátar þetta geti verið sem eru óþekktir? Sólartindur er einn sem ekki er á listanum og gæti verið einn þessara sem vantar á listann en hver er sá síðasti?
Endilega komið þeim upplýsingum á framfæri.

Happdrættisár: Nafn báts: Flokkur: Útdráttur þann: Vinningshafi:
1954-1955
Heklutindur 7. 8.jan.55 Árni Eiríksson, Reykjavík
1954-1955
Súlutindur 9. 3.mar.55 Helga Þórarinsdóttir, Grindavík?
1954-1955
Litlitindur 10. 3.apr.55 Haraldur Sigurðsson, Reykjavík
1955-1956
Arnartindur 2. 3.jún.55 Ásgeir Höskuldsson, Mosfellsbæ
1955-1956
Kofratindur 9. 8.jan.56 Ólafur Jakobsson, Ísafirði
1955-1956
Búlandstindur 11. 3.mar.56 Þorleifur Sigurbrandsson, Reykjavík
1956-1957
Hólmatindur 4. 3.ágú.56 Páll Beck, Kópavogur
1956-1957
Snætindur 11. 3.mar.57 Jón Sig. Jónsson, Akranesi
1957-1958
Keilistindur 7. 4.nóv.57 Óseldur miði
1957-1958
Sólartindur 11. 3.mar.58 Kjartan Guðmundsson, Naustavík Árneshreppi, Ströndum
1958-1959
Klukkutindur 1. 3.maí.58 Hulda Kristinsdóttir, Reykjavík

Fékk upplýsingar um Sólartind.  Hann var töluvert lengi á Ströndum.  Kjartan fékk bátinn í vinning en kom ekki með hann á Strandir fyrr en um vorið.  

Síðasta nafnið sem vantaði var Keilistindur.  Hann var dregin út 4. nóvember 1957 en kom á óseldan miða.  Meira síðar..........................

Hér eru svo nokkrar myndir sem ég fékk sendar frá Happdrætti DAS og leyfi mér því að setja þær hér inn.


Klukkutindur og vinningshafinn Hulda Kristinsdóttir, Reykjavík.



Hulda Kristinsdóttir og Klukkutindur.  Þessi mynd var í afmælisriti DAS.



Arnartindur.  Vinningshafi Ásgeir Höskuldsson nemi í verkfræði seldi bátinn til að fjármagna nám sitt erlendis. Á myndinni eru: Höskuldur Ágústsson, Ásgerður Höskuldsdóttir og Auðunn Hermannsson forstjóri.



Ásgerður Höskuldsdóttir við Arnartind.



Búlandstindur og vinningshafi, Þorleifur Sigurbrandsson.



Heklutindur í Aðalstræti.



Ekki leynir sér að þarna er Heklutindur í baksýn en á þessari mynd er verið að afhenda Bel Air bílinn.



Litlitindur og Haraldur Sigurðsson, vinningshafi.



Heklutindur á leið til Grindavíkur.



Hólmatindur á Grenivík.  Þessi mynd var með grein í Brimfaxa, sjá hér http://brimfaxi.goggur.is/brimfaxi/1.tbl.2010.pdf í þessari grein er m.a. mynd frá mér og hluti af sögu Fleygs ÞH sem var forveri DAS bátanna.



Sæbjörg.  Úr myndasafni DAS, ekki vitað hvort var vinningur.

20.10.2012 22:52

Guðbjörg Guðjónsdóttir

5833 Guðbjörg Guðjónsdóttir ex Kristján BA

Báturinn var smíðaður í Hafnarfirði 1977.  Eik og fura. 2,21 brl. 20 ha. Volvo Penta vél.  Hér Kristján BA 23.
Eigandi Kristinn Bergsveinsson, Neðri-Gufudal frá 21. júní 1977.  Seldur 9. maí 1981 Hákoni Magnússyni Reykjavík sem seldi bátinn aftur sama dag Sveinbirni Sveinbjörnssyni Bolungarvík, hét Þjóðólfur ÍS 206.  Seldur 19. júní 1989 Kristni Bergsveinssyni, Suðureyri.  Seldur 25. maí 1992 Hauki Þór Sveinssyni, Innri-Múla, Patreksfirði, hét Von BA 206.  Báturinn var seldur 4. apríl 1995 Guðmundi Sigurði Þór Lárussyni, Stykkishólmi, hét Pétur í Ási SH 291.  Seldur 1. maí 1997 Eggert Unnsteinssyni, Hveragerði.  Bátuirnn heitir Guðbjörg Guðjónsdóttir MB 1 og er skráður í Borgarnesi.

Í dag, 20. október 2012, sá ég bátinn þegar ég keyrði Hvalfjörðinn, við Bjarteyjarsand og tók myndir af honum.

Upplýsingar:  Íslens skip bátar, bók 1, bls. 66 - Kristján BA


5833 Guðbjörg Guðjónsdóttir, Hvalfjörður 20. október 2012

18.10.2012 22:56

Bakkatíta

Ég fékk upplýsingar um lítinn vaðfugl á Bakkatjörn, Seltjarnarnesi í dag.  Skrapp eftir vinnu til að sjá hvort heppnin yrði með mér og ég gæti séð fuglinn og myndað.  Ég hef aldrei séð þessa tegund áður.  Þess má geta að þetta er aðeins í annað sinn sem þessi tegund sést hér á landi.
Þessi litli vaðfugl heitir bakkatíta og eins undarlegt og það hjólmar þá var hann á Bakkatjörn.  Fuglinn hlaut ekki nafn sitt eftir því hvar hann fannst heldur hefur borið þetta nafn lengi.

Fyrsta bakkatítan sást í Grímsey þann 7. júní 2007. Það var breskur fuglaáhugamaður, Richard White sem sá fuglinn.  Bakkatíta er evrópskur vaðfugl sem hefur vetursetu í Afríku og suðaustanverðri Asíu. 

Ég byrjaði að mynda kl. 17:13 og hætti að mynda kl. 17:31 og þá voru myndirnar orðnar 300.  Ég hef hent mörgum og á ekki "nema" 114 eftir.  Til að þið sjáið að þetta hafi ekki verið neitt einsdæmi þá var þarna ungur maður sem taldi sig hafa verið þarna í tvær klukkustundur og hann hafði tekið um 1900 myndir, að vísu af fleiri fuglum en þessum eina.  Hér getur svo að líta fyrirsætuna.  Margar myndir til viðbótar í albúmi.


Bakkatíta á Bakkatjörn, 18. október 2012


Bakkatíta á Bakkatjörn, 18. október 2012

16.10.2012 22:29

Sólsetur í Reykjavík

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók af sólsetrinu núna í dag.  Flottir litir.






Reykjavík 16. október 2012

13.10.2012 14:09

Haust í Hafnarfirði

Nú er haust og þá rignir talsvert mikið hér á suðvesturhorninu, það er alla vegna mín reynsla.  Þegar styttir upp þá skýn sólin og regnboginn lætur sjá sig.


Haust í Hafnarfirði 11. október 2012


Hafnarfjörður 11. október 2012


Hafnarfjörður 11. október 2012

13.10.2012 13:53

Spekingar spjalla

Snemma vors 2012 hitti ég á mikla bátakarla og spekinga við verbúðirnar við Hvaleyrarlón í Hafnarfirði.  Þeir voru hafsjór af fróðleik um báta.  Ég smellti nokkrum myndum.


Spekingar spjalla.  04. mars 2012


Hafnafjörður 04. mars 2012


Hafnafjörður 04. mars 2012


Hafnarfjörður 04. mars 2012
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 557
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311962
Samtals gestir: 29934
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:41:38