Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.10.2011 22:10

5010 Húni AK 124

Fann þessa mynd sem ég tók árið 2002.  Myndin er tekin í Djúpuvík af bátnum 5010 Húna AK 124.  Mundi ekkert eftir þessari mynd en var að fletta albúmum og þá rak ég augun í myndina.

5010 Húni Ak 124 ex Sæljón AK 2.
Var smíðaður í Bátastöð Akraness af Inga Guðmonssyni bátasmið árið 1954.  Eik og fura.  5,23 brl. 29. ha. Lister vél.  Aðalmál bátsins eru: Lengd 9.68 metrar, breidd 2.59 metrar, dýpt 1.10 metrar.
Eigandi Magnús Vilhjálmsson, Efstabæ og Ólafur Finnbogason, Geirmundarbæ, Akranesi, frá 1954.  Seldur 7. maí 1986 Karli Hallbertssyni, Akranesi, sem gerði bátinn út frá Ströndum.  Báturinn heitir Húni AK 124 og er skráður á Akranesi 1997.  Karl gaf safninu bátinn til varðveislu árið 1999.  Báturinn hefur verið endurgerðu og er nú til sýnis inn á Safnasvæði Akraness

Fékk nánari upplýsingar frá Jóni Allanssyni Safnasvæði Akraness.
Safnið eignaðist bátinn af síðasta eiganda, Karli Hallbertssyni þann 19. mars 1999 en hann hefur búið á Akranesi í mörg ár en gerði út frá Djúpuvík.  Þegar safnið eignaðist bátinn þá var farið í rannsóknarvinnu varðandi uppruna hans og fengum við þær upplýsingar að báturinn hafi haft einkennisstafina AK 24 en það sem skráð er í bókina Íslensk skip þ.e. AK 2 er ekki rétt.  Báturinn kemur til safnsins í júlí 2002 og var geymdur inni á safnasvæðinu til ársins 2003 er byrjað var að endurgera hann. Báturinn var síðan gerður upp eins og hann var upprunalega og var ýmsu breytt frá því hann var gerður út frá Djúpuvík.  Þegar safnið fékk bátinn þá var búið að fjarlægja vélina svo að ég veit ekki hvaða vél var í honum þegar bátnum var síðast lagt.  Báturinn var síðan fluttur í geymsluhúsnæði safnsins á Akranesi árið 2003 og gerður þar upp og var smiður Benjamín Kristinsson ættaður frá Dröngum á Ströndum, Guttormur Jónsson, smiður Byggðasafnsins að Görðum og Friðbjörn Bjarnason frá Akranesi.  Skipið var allt endurgert á tveimur árum og síðan flutt inná Safnasvæðið Görðum, þar sem þar er til sýnis. Sendi með sem viðhengi mynd sem tekin var í kringum 1966 af Sæljóninu og fyrsta eiganda þess Magnúsi Vilhjálmssyni frá Efstabæ, Akranesi. 


Sæljón AK 24 og Magnús Vilhjálmsson Efstabæ.  Mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness.


Fyrst Jón sendi mér þessa mynd af Sæljóninum leyfi ég mér að setja líka inn myndina af Sæljóninu eins og það lítur út í dag á Safninu.


Sæljón AK 24 eins og það lítur út í dag.  Mynd Safnasvæði Akraness.

Upplýsingar
Íslensk skip, bátar, 1. bindi bls. 25.
Safnasvæðið á Akranesi


50110 Húni AK 124, Djúpavík 2002

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 1018
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 810
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 327072
Samtals gestir: 31409
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 12:09:02