Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2015 Nóvember

28.11.2015 20:55

Blíðfari

Blíðfari

Veit ekkert um þennan bát annað en að 26. júlí 2012 sá ég þennan bát rétt við sorphaugana í Stykkishólmi, líklega var hann á geymslusvæði þar hjá.  Báturinn heitir Blíðfari eins og sjá má á myndunum.

Ef einhver veit eitthvað um þennan bát endilega látið mig vita.


Blíðfari, 26. júlí 2012

28.11.2015 12:28

Atlavík RE 159

1263 Atlavík RE 159

 

Smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1972.  Eik og fura.  20 brl. 230 ha. Scania díesel vél.

Eigandi Valdimar Kjartansson, Sigfús Árnason og Magnús Jóhannsson, Hauganesi, frá 24. Október 1972.  20. janúar 1974 eru skráður eigendur, Valdimar og Sigfús, sömu og áður.  Seldur 12. september 1977 Stefáni Stefánssyni, Dalvík, bátuirnn hét Búi EA 100.  Seldur 6. september 1978 Óskari Axelsslyni og Gesti Halldórssyni, Húsavík, báturinn hét Árný ÞH 228.  Seld 16. desember 1982 Einari Inga Jóhannssyni og Þórólfi Jóhannssyni, Hornafirði, bátuirnn heitir Árný SF 6 og er skráður á Hornafirði 1988.

Báturinn er seldur 19. ágúst 1991 Sæbjörgu hf., Grímsey.  Hann heitir Sæbjörg EA 184 og er skráður í Grimsey 1997.

 

Nöfn:  Sæfari EA 333, Búi EA 100, Árný ÞH 228, Árný SF 6, Sæbjörg EA 184, Örlygur KE 111, Atlavík BA 108 og Atlavík RE 159

 

Heimildir:

Íslensk skip, bók 1, bls. 142, Sæfari EA 333.

Íslensk skip, bók 5, bls. 39, Sæfari EA 333.

Skipamyndir og skipafróðleikur Emils Páls.

 

Þann 13. mars 2012 stóð Atlavík uppi á bryggju úti á Granda í skverun.  Hvað svo hefur orðið um bátinn?


Atlavík RE 159, Grandagarður 13. mars 2012


Atlavík RE 159, Grandagarður 19. apríl 2012

28.11.2015 12:00

6679 Bjartmar ÍS 499

6679 Bjartmar ÍS 499


Smíðaður í Bátalóni í Hafnarfirði 1966.  Fura og eik.  Bukh vél.  2,43 brl.

Eigandi Ragmagnsveita ríkisins vegna Mjólkárvirkjunar, Arnarfirði frá 05. janúar 1967.  Seldur 19. mars 1985 Skúla Skúlasyni, Ísafirði, heitir Bjartmar ÍS-499.  Seldur 25. júlí 1990 Friðbirni Friðbjarnarsyni Ísafirði, sama nafn og númer.


Þann 27. maí 2005 var báturinn skráður skemmtiskip.  Skráð skemmtiskip 27.05.2005


Heimildir:

Íslensk skip, bátar, bók 2, bls. 80, Bjartmar ÍS.


22. júní 2012 er eigandi Gunnlaugur Valdimarsson Stykkishólmi.

Þann 22. júní 2012, þegar ég tók myndir af bátnum þá var hann til sölu.  Veit ekki meira um bátinn en vona að Gunnar geti uppfrætt okkur meira.  Gunnar TH yfir til þín.



Bjartmar ÍS 499, Stykkishólmur 22. júní 2012

28.11.2015 11:42

Kópur Reykhólum

Kópur

Á Bátasafninu á Reykhólum má sjá þennan bát hangandi uppi á vegg. Ég hefði getað snúið myndunum þannig að betra væri að skoða myndirnar en hugsaði sem svo að þeir sem skoða þetta gætu þurft smá leikfimi í stað þess að sitja framan við tölvuna öllum stundum og hreifa ekkert nema fingurna.  Nú er kominn tími á smá sveigjur.  Hér koma þær upplýsingar sem ég veit um bátinn og vona að einhver geti bætt um betur.

Kópur smíðaður í Hvallátrum 1950 fyrir Sigurbrand Jónsson Skáleyjum, síðan í eigu Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum.  Nú í eigu Bátasafnsins á Reykhólum.



Kópur Reykhólum, 31. júlí 2011.


28.11.2015 11:29

6189 Blíðfari GK 234

6189 Blíðfari GK 234 ex Sætindur HF 63


Smíðaður í Hafnarfirði 1978.  Krossviður.  2. Brl. 10 ha. SABB vél.

Eigandi Vigfús Ármannsson, Hafnarfirði, frá 27. júní 1980.  Frá 20. ágúst 1984 hét báturinn Sigursveinn HF 135, sami eigandi.  Seldur 18. mars 1985 Símoni Kristjánssyni, Neðri-Brunnastöðum, Vogum.  Báturinn heitir Blíðfari GK 234 og er skráður á Brunnastöðum 1997.


Upplýsingar:

Íslensk skip, bátar, bók 2, bls. 56, Sætindur HF.


25. október 2015 sá ég Blíðfara standa utan við einhverja skemmu í Vogum.  Spurning hvort eitthvað eigi að lagfæra hann?



Blíðfari GK 234, 25. nóvember 2012

23.11.2015 15:59

6623 Kiðey SH 230

6623  Kiðey SH 230

Smíðaður í Hafnarfirði 1984.  Eik og fura.  4,94 brl. 54 ha. Status Marine vél.

Eigandi Bjarni Garðarsson Stykkishólmi, frá 18. mars 1985.  Bjarni seldi bátinn 25. maí 1988, Haraldi H. Siguðrssyni Hornafirði, hét Heimir SF 23.  Seldur 7. desember 1990 Hafsteini Esjari Stefánssyni Hornafirði.  Seldur 15. Desember 1990 Birni Björnssyni Reykjavík, sama nafn og númer.  Seldur til Noregs og tekinn af skrá 22. apríl 1991.

Upplýsingar:

Íslensk skip, bátar.  Bók 3, bls. 158, Kiðey SH 230.

23. apríl 2013 myndaði m.a. Kiðey SH. úti á Granda.  Sjá má á skyggni bátsins nafnið Heimir, þó með herkjum.  Báturinn hefur sem sagt aldrei farið til Noregs og er að mínu mati ónýtur, alla vegna að verða ónýtur. 


6623 Kiðey SH 230. Reykjavík 23. apríl 2013

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 603
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 312008
Samtals gestir: 29936
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 11:40:07