Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2010 Júní

25.06.2010 00:42

Stelkur

Ég ætlaði mér að taka myndir af kríu en það tókst ekki en þessi stelkur var aðeins rólegri.  Þegar hann svo flaug upp tók hann smá hring í kringum mig svo ég náði að smella af nokkrum sinnum.  Ég er sáttur við afraksturinn.  Líklega hefur stelkurinn átt hreiður eða unga þarna nálægt.  Viðvörunarbjallan hans var á fullu, hvort sem hann flaug eða sat.
Sveimar yfir mér, átti líkast til unga þarna nálægt eða hreiður.


Stelkur, Seltjarnarnes 24. júní 2010

25.06.2010 00:36

Brakandi blíða

Eftir vinnu fannst mér veðrið bjóða uppá myndatöku.  Ég kíkti í Reykjavíkurhöfn og smellti af nokkrum myndum.  Farið var víða til að mynda og mun ég henda inn myndum eitthvað næstu daga.  Hér eru tvær af þessum myndum, fleiri í albúmi.


Andrea kemur inn í Reykjavíkurhöfn 24. júní 2010


2158 Tjaldur SH 270.  Reykjavíkurhöfn 24. júní 2010

20.06.2010 23:51

Sápukúluhúsið?

Þegar ég horfði yfir að Hörpunni í dag velti ég því fyrir mér hvar arkitektinn hafi fengið hugmyndina að þessum gluggum og litum í glerinu.  Eftir smá umhugsun áttaði ég mig á þessu öllu saman.  Arkitektinn var í baði þegar hann fékk hugmyndina af lögun glugganna og litum.  Ef þú heldur uppi sápulöðri og kíkir inní löðrið þá sérðu allavegna brot þar sem sápukúlurnar límast saman, þannig er lögun glugganna í Hörpunni.  Varðandi litina þá koma allskonar litbrot í sápukúlurnar og það eru litirnir í gluggunum.  Hér sjáiði á hvaða stigi Harpan er að utanverðu í dag og neðri myndin sýnir litina í glerinu.  Þetta er alla vegna mín skoðun á þessu.


Harpan, 20. júní 2010


Glerið í Hörpunni

20.06.2010 23:46

Álftarfjölskyldan á Bakkatjörn

Fór að Bakkatjörn og tók þar nokkrar myndir af álftunum með ungana sína.  Á neðri myndinni mætti halda að þar væri mamman að syngja Hógí pógí eða "setjum hægri vænginn út,.........." alla vegna fylgjast ungarnir vel með.  Fleiri myndir í albúmi.


Álftarmamma með ungana sína, Bakkatjörn 20. júní 2010


Bakkatjörn 20. júní 2010

20.06.2010 23:40

Bryggjurúntur 20. júní 2010

Kíkti á bryggjuna og tók einhverjar myndir m.a. þessar tvær hér.  Mars og Hvalur 8 og 9.  Birtan var ekki sérlega hagstæð.  Fleiri myndir í albúmi.


2154 Mars RE 205 í Reykjavíkurhöfn 20. júní 2010


Hvalur 8 og 9 í Reykjavíkurhöfn 20. júní 2010

17.06.2010 16:25

Gleðilega þjóðhátíð

Gleðilega þjóðhátíð


17. júní 2005

15.06.2010 22:41

Meira frá sjómannadeginum í Hafnarfirði

Hér eru fleiri myndir frá sjómannadeginum í Hafnarfirði.  Bætti inn nokkrum myndum í sjómannadagsalbúmið. 


Lögreglan kíkti á svæðið á fákum sínum.


Árni, Geir og Katrín við höfnina.


Kassaklifur var meðal skemmtiatriða.


Gæslan var með smá sýningu.

15.06.2010 22:29

Hvað nú?

Hvað nú?  Já, það er nú von að fólk spurji.  Hér eru tvær myndir teknar við sjóinn.  Reyndi að taka aðeins öðruvísi myndir við höfnina.  Hvort það hefur tekist er nú ykkar að dæma en ekki mitt.  Ég er þó tiltölulega sáttur við þessar tvær myndir.


Bryggjukantur í Keflavík 09. maí 2010


Belgur í Hafnarfjarðarhöfn 11. júní 2010

12.06.2010 01:26

Hlíðsnes 11. júní 2010

Ég kíkti út á Hlíðsnes og veitti athygli að sumar fuglategundir eru komnar með unga.  Sá æðarfugl með nokkra unga og þá rakst ég á þennan stelksunga á hlaupum.  Sá kríuegg en ekki sá ég neina unga hjá kríunni, ekki ennþá.   


Stelksungi á hlaupum, Hlíðsnes 11. júní 2010


Kría.  Hlíðsnes 11. júní 2010

12.06.2010 01:17

Fleira í Hafnarfjarðarhöfn

Fleiri bátar voru í Hafnarfjarðarhöfn heldur en MSC Poesia.  Valþór var þarna, Hafdís líka og fleiri en myndir eru inní skip og bátar 2010.  Ef vel er gáð þá má sjá ungan veiðimann við hlið Valþórs.  Ég kíkti á veiðimanninn, eða réttara sagt veiðistúlkuna og afi hennar var með henni til að kenna henni réttu handtökinn.  Þekkti afann, skrítinn karl.


Valþór NS 123.  Hafnarfjarðarhöfn 11. júní 2010


2400 Hafdís GK118.  Hafnarfjarðarhöfn 11. júní 2010

12.06.2010 01:07

MSC Poesia

Stærsta farþegaskip sem komið hefur til Hafnarfjarðar var við bryggju í gær, 11. júní 2010.  MSC Poesia, 93.000 tonn, 300 metra langt, 11 hæðir, í áhöfn eru 960 manns og tekur mest 3013 farþega.  Farþegafjöldi var um 2.400 manns.  Meira um þessa heimsókn má lesa á vef Hafnarfjarðar, hér er slóðin beint á fréttina http://hafnarfjordur.is/hafnarfjordur/nanar_forsidu/?cat_id=3&ew_0_a_id=10530 


MSC Poesia í Hafnarfjarðarhöfn 11. júní 2010

07.06.2010 00:41

Meira um sjómannadaginn 2010

Kíktum á sjómannadaginn í Hafnarfirði 06. júní 2010.  Margt var um manninn og mikið að gerast. Ég mun setja fleiri myndir inn síðar.  Mig langar hins vegar að setja hér inn myndir af því sem við sáum á Læknum í Hafnarfirði.  Þar var hægleiksmaðurinn Erling Markús að sýna módelbáta sem hann hefur smíðað og sigldi þeim á Læknum.  Ýmsir fengu að grípa í að sigla bátunum m.a. Elín Hanna og fórst henni það vel úr hendi.  Bátarnir eru frábær smíði.  Erling Markús var þarna með fjögur módel.  Þrjú þeirra voru á floti en einn á "kajanum".  Fleiri myndir má sjá í myndaalbúmi Sjómannadagurinn í Hafnarfirði 2010.


Erling Markús stjórnar einum bátnum.


Darri EM 12 siglir framhjá bauju.


Ljósfari M 11


Elín Hanna siglir Darra EM 12

06.06.2010 13:16

Sjómannadagurinn

Sjómenn, til hamingju með daginn.


Í Húsavíkurhöfn.


Í Grýluvogi, Flatey á Breiðafirði.


Í Stykkishólmi, ekki alltaf logn.

03.06.2010 21:33

Bátakös í Hafnarfjarðarhöfn

Hef alltaf jafn gaman að taka myndir af bátunum í Hafnarfjarðarhöfn.  Sérstaklega ef birtan er góð þá tek ég gjarnan svona myndir þar sem er ein hrúga af bátum, eitt allsherjar kraðak.  Nog var af bátunum í höfninni þennan sólríka dag.  Svo fer ég út í að taka myndir af einum eða tveimur bátum saman.


Hafnarfjarðarhöfn 30. maí 2010


7402 Blíðfari HF 74.  Hafnarfjarðarhöfn 30. maí 2010

03.06.2010 21:22

Hvalveiðibátar

Fyrst ég nefndi hafnirnar í síðasta bloggi þá er ekki úr vegi að setja hér inn báta.  Hvalveiðibátar eru af öllum stærðum og gerðum og misvel málaðir eins og sjá má hér að neðan.  Ég ætla að leyfa mér að segja að eigendur Hrafnreyðar eigi bara eftir að klára að mála bátinn og þeir séu að klára það núna.  Trúi ekki að þeir ætli að hafa bátinn svona.


1850 Hafsteinn SK 3.  Hafnarfjarðarhöfn 30. maí 2010


1324 Hrafnreyður KO-100 á leið inn til Kópavogshafnar 30. maí 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154320
Samtals gestir: 237152
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 02:26:11