Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2007 September

30.09.2007 22:05

Nokkrar myndir

Setti nokkrar myndir inn í, Íslands-, bóma- og Stór-Hafnarfjarðarsvæðisalbúmin.  Hjólaði út á Álftanesið í dag svona rétt til að sjá hvernig maður er staddur líkamlega.  Hafði myndavélina með í för og tók myndir m.a. af Hallgrímskirkju og Hamraborginni í Kópavogi frá Álftanesveginum.  Þá tók ég myndir af Bessastöðum en ég hef einsett mér að ná sem felstum myndum af Bessastöðum í öllum veðrum, frá öllum hugsanlegum sjónarhornum og svo framvegis.  Ástæðan er að ég horfi alltaf á Bessastaði þegar ég er þarna á ferð og því kom þessi hugmynd upp.

27.09.2007 21:02

Leiðinda veður

Fór smá hring í dag í leiðinda slagveðri og hvassviðri.  Tók ekki margar myndir en smellti þó af nokkrum.  Setti inn myndir í Stór-Hafnarfjarðarsvæðis albúmið.  Ein myndin er af Hallgrímskirkju í rigningarsuddanum.  Veit ekki alveg hvort hún er alveg í fókus en finnst það ekki skipta öllu máli á þessari mynd.  Getur verið svolítið óþægilegt að horfa í myndina í fyrstu þar til þið sjálf náið að fókusa á myndina en svo kemur það.  Belgir skoppa í öldunum og svo er mynd af konu á skokki í þessu leiðinda veðri, dugleg eins og þið sjáið hér að neðan.

23.09.2007 18:29

Húsavík

Setti inn nýtt albúm, Húsavík og nágrenni.  Myndir sem ég hef tekið á Húsavík og þar í kring.  Meiningin er að hafa ekki mikið af fólki í þessari möppu en þó sleppa einhverjir þarna inn, fer eftir hvað er á myndunum.

23.09.2007 18:00

2000 gestir

Í dag gerðist það að 2000 gesturinn leit inn á síðuna mína.  Ég get nú ekki verið annað en ánægður með þetta og þakkað fyrir mig.  Sendi hér gesti nr. 2000 þessar rósir.  Veit reyndar ekki hver hann er. 

21.09.2007 20:59

Paradís fyrir ljósmyndara við höfuðborgina

Var á ferðinni í dag og ók framhjá Rauðhólunum eins og svo oft áður.  Aldrei hef ég þó stoppað þar nema í eitt sinn til að mynda rjúpu.  Nú hins vegar sá ég mér til mikillar gleði að birtan var frábær og tjörn sem er þarna í botninum var alveg spegilslétt.  Þá falla haustlitirnir vel inn í rauðmölina.  Í réttri birtu þá er þetta paradís fyrir alla sem hafa gaman af ljósmyndun. Ég var bara í kringum þennan eina hól sem sést á þessari mynd hér fyrir neðan svo nóg er eftir til að mynda.  Myndirnar getiði séð í möppu sem heitir einfaldlega Rauðhólar.

18.09.2007 13:59

Haust

Tók smá göngutúr um nágrenni heimili míns í morgun.  Þar sem haustið er greinilega komið þá ákvað ég, í stað þess að mynda marglit lauf á trjánum að taka myndir af laufblöðum sem liggja á jörðinni.  Þessi lauf eru mörg hver litfögur en sum eru jafvel hálf litlaus.  Þá rakst ég á rifsber og reyndi að ná myndum af þeim þar sem sólin lýsir þau upp, þau verða því ljósrauð að lit.  Sjón er sögu ríkari, kíkið á blómamöppuna. 

17.09.2007 22:49

Aðaldalshraun

Skrapp norður um síðustu helgi.  Tók nokkrar myndir í Aðaldalshrauni en þar eru haustlitirnir orðnir nokkuð sterkir.  Sérstök birta var þegar ég var þarna á ferðinni.  Nýbúið að slidda og sólin skein síðan í gegn, engin snjór á jörðu en allt blautt.  Litirnir því mjög sterkir og þá var snjór ofan í miðjar hlíðar á Kinnafjöllunum eins og sjá má.  Tók líka nokkrar berjamyndir, namm, namm.  Kaus að setja allar þessar myndir inn í blómamöppuna.

10.09.2007 11:45

Fleiri fuglar

Bætti við nokkrum eldri myndum frá því fyrr á þessu ári.  Er að fara yfir myndirnar mínar og skoða hvað er til.  Hér má líta eina af þeim sem ég tók í sumar n.t.t. á Vífilsstaðavatni. 

10.09.2007 09:36

Fuglar

Setti inn tvær fuglamyndir sem ég tók í gær, 9. sept. í Sandgerði.  Önnur myndin er af lappajaðrakan og hin af steindepli.  Hér læt ég myndina af smyrlinum fylgja með sem ég tók um daginn.

08.09.2007 23:10

Alger sveppur o.fl.

Skrapp í dag og tók nokkrar myndir af sveppum og ýmsu öðru. Mikið er af sveppum og því ákvað ég að gera tilraun að ná myndum af nokkrum tegundum.  Afraksturinn má sjá í blómamyndunum.
Þá náði ég nokkrum myndum af sel við Skógtjörn á Álftanesi.  Hann var nokkuð rólegur og náði ég að ganga alveg í flæðarmálið og sat hann hinn rólegasti meðan ég myndaði hann.  Hefði þó viljað hafa betri birtu en það er ekki hægt að stjórna því.  Selinn og fleiri myndir má sjá í Stór-Hafnarfjarðarmöppunni.
Þá náði ég mynd af smyrli og er hún í Fuglamöppunni.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 123
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154360
Samtals gestir: 237155
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 02:59:24