Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2012 September

29.09.2012 22:31

Lási ex Von 5816

Lási ex Von RE 104 5816
Smíðaður á Óttóstöðum við Straumsvík 1906.  Eik og fura. 1,46 brl. 4 ha. Solo vél.
Eigandi Jón Katarínusson og Baldvin Ólafsson, Reykjavík, frá 15. maí 1975.  Þá var kominn í bátinn 12. ha. Volvo Penta vél.  Ekki er vitað um eigendur fyrir þann tíma.  Bátuirnn var tekinn af skrá 24. nóvember 1986 en endurskráður 29. apríl 1990.  Seldur Valdimar Harðarsyni, Reykjavík og Gísla Þorsteinssyni, Kópavogi, hét Von RE 106.  Seldur 23. ágúst 1993 Heiðberg Hjelm, Breiðavíkurstekk/Útstekk, Eskifirði, hét Annika SU 112.  Báturinn tekinn af skrá 31. desember 1996.
Heiðberg selur svo bátinn (Vantar ár, dags) Guðna Þór Gunnarssyni og Guðmundi Ingimarssyni.  Þeir taka bátinn með sér í Kópavog.  Þar skvera þeir bátinn og setja í gott stand og selja hann.  ( ??)

Axel Björnsson, Hafnarfirði sem selur Ásgeiri Sveinssyni, Hafnarfirði bátinn 2004.
Meira síðar............................

03. júní 2012 rakst ég á bátinn í Hafnarfirði.  Eigandi bátsins var Ásgeir Sveinsson en hann hafði keypt bátinn 2004 af Axel Björnssyni Hafnarfirði.  Ásgeir hafði séð bátinn í Hafnarfirði hálffullan af vatni, frekar illa farinn.  
Ásgeir lagar bátinn til, skverar og málar.  Vélin í bátnum er 10 ha. Yanmar og setti Ásgeir hana í gang og malaði vélin fallega.  Ásgeir kvað bátinn vera til sölu.

Í dag, 29. september 2012 hef ég séð Lása í tvígang við bryggju úti á Seltjarnarnesi og tel því líklegt að Ásgeir sé búinn að selja bátinn.  Ásgeir seldi bátinn vorið 2012. Núverandi eigandi bátsins er Ívar Húni Sigþórsson, Seltjarnarnesi.

Meira síðar..........................


Lási í Hafnarfirði 03. júní 2012

25.09.2012 22:05

Stykkishólmur

Ég á það til að skreppa í Stykkishólm eins og þið vitið sem hér eruð reglulega.  Á þeim ferðum mínum mynda ég allt sem ég sé ef svo má að orði komast.  Stykkishólmur er fallegur bær.  Sjávarpláss með fallegum gömlum húsum sem er vel haldið við.  Set hér inn fjórar myndir sem ég vona að sýni það sem ég meina, en þær eru allar teknar 26. júlí 2012.







25.09.2012 21:56

Dönsk yfirráð

Íslendingar voru lengir vel undir dönskum fána.  Þegar ég var niður við Reykjavíkurhöfn í dag fannst mér ég sjá þetta aftur.  Hef ekki fleiri orð um það.  Myndin segir meira en mörg orð.


Varðskipin okkar undir dönskum fána.  Reykjavík 25. september 2012

22.09.2012 12:58

Starfsdagur 20.09.2012

Starfsdagur á mínum vinnustað haldinn með pomp og prakt.  Allir höfðu gaman af því sem fram fór.  Myndaalbúmið verður lokað fyrir almenning.  Mun senda ykkur vinnufélögunum póst um leyniorðið.  Hér er samt ein mynd til að sýna fólki en hér ganga menn í fótspor Russel Crow í Raufarhólshelli en þar var verið að taka upp myndina Noah.


Úr Raugarhólshelli, 20. september 2012

21.09.2012 23:26

Hollywood í Stykkishólmi

Stykkishólmur á Íslandi, Grænlandi og kanski víðar.  Eins og þið vitið öll þá var sett upp leikmynd fyrir mynd sem heitir Secret life of Walter Mittey, eða eitthvað í þá áttina.  Aðalleikari myndarinnar er Ben Stiller og má því reikna með að um n.k. grínmynd sé að ræða.  Ég átti leið um þegar verið var að setja upp leikmyndina.  Það var verulega gaman að sjá hvernig þetta allt var gert.  Ég smellti slatta af myndum af þessari leikmynd og þið getir séð hana með því að smella á fyrstu myndina.  Nú hefur Ben Stiller lokið myndatökum í Stykkishólmi og ætli þeir hefjist þá ekki handa við að rífa niður leikmyndina.


Skotið milli gamla Apoteksins og Ráðhússins, 16. september 2012


Verksmiðja á Grænlandi eða Sjávarborg í Stykkishólmi, 15. september 2012


Hluti af svæðinu sem notað verður í myndinni, 16. september 2012

19.09.2012 22:15

Svanur SU 28

5630 Svanur SU 28
Smíðaður á Fáskrúðsfirði 1961.  Eik og Fura.  2,99 brl. 45 ha. Gibsy vél.
Eigandi Jón Úlfarsson, Eyri Fáskrúðsfirði, frá 29. des. 1969.  Eiganda ekki getið fyrir þann tíma.  Seinna hét báturinn Krummi SU 280.  Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 26. maí 1995.

Man ekki hvenær ég tók þessa mynd.  Man að ég tók hana því mér fannst báturinn flottur með þetta Land Rover hús.  Fann þessa frásögn um bátinn í Íslensk skip, bátar.

Heiðberg Hjelm semdi mér þessa athugasemd/sögu og ég ákvað að setja hana hér inn.  Heiðberg segir húsið á bátnum vera af Austin Gypsi jeppa og er sú saga til af tveim bátum sem voru á siglingu út af austfjörðum í þoku og slæmu skyggni.  Annar kallar í talstöðina.......heldur þú ekki að við séum að nálgast land...svarað var....því reikna ég með, að minsta kosti er ég að mæta hér Austin Gypsy.


5630 Svanur SU 28.  Mynd tekin fyrir margt löngu, man ekki hvenær.

09.09.2012 14:48

5143 Bjargfuglinn GK

Bjargfuglinn GK ex Bjargfugl RE 55

Smíðaður í Bátalíni í Hafnarfirði 1974.  Eik og fura.  2.32 brl. 20 ha. Buck vél.
Eigandi Kjartan Kjartansson, Reykjavík, frá 27. júní 1974.  Kjartan seldi bátinn 3. júní 1983 Sigurþóri Ólafssyni, Reykjavík, hét Vöggur RE 82.  Seldur 8. júlí 1983 Haraldi Karlssyni, Reykjavík, hét Ylur RE 82.  Báturinn var tekinn af skrá 17. nóvember 1986, en endurskráður og seldur 10. mars 1990 Guðjóni Marteinssyni, Reykjavík og Kristni Þór Runólfssyni, til heimilis í Svíþjóð, sama nafn og númer.  Seldur 7. desember 1994 Pétri Jónssyni, Vestmannaeyjum.  Báturinn heitir Bjargfuglinn VE 250.  Seldur 27. júní 1995 Stefni Davíðssyni, Vestmannaeyjum.  Báturinn er skráður í Vestmannaeyjum 1997.

08. september 2012 er báturinn í Vogum og heitir Bjargfuglinn GK

Meira síðar.......................


5143 Bjargfuglinn GK, Vogum, 08. sepbermber 2012

09.09.2012 14:13

Von, Vogum

Von, Vogum ex Dröfn, Þorlákshöfn

Nú vantar mig smá aðstoð frá ykkur varðandi þennan bát. 

Árni Vilhjálmsson átti bátinn, hafði líkast til fengið hann að sunnan.  Hann gaf síðan Aðalsteini Júlíussyni bátinn.  Aðalsteinn notaði bátinn ekki mikið og lét mann á Eyrarbakka fá bátinn í skiptum fyrir reiðhest.
Aðalsteinn telur að þessi maður á Eyrarbakka hafi svo selt bátinn til Þorlákshafnar.   

Núverandi eigandi er Anton Númi Magnússon, Vogum.  Hann eignaðist bátinn fyrir fjórum árum mynnti hann en þá hét báturinn Dröfn og var frá Þorlákshöfn.
Anton kvaðst hafa saumað allan bátinn upp og breytt honum.  Skipt um tvö borð sitthvoru megin í honum. Hann smíðaði m.a. nýtt stýrishús og setti það að aftan.  Fannst það ekki koma nógu vel út svo hann færði það frammá.  Báturinn heitir Von.

Anton var ekki frá því að báturinn hafi verið smíðaður á Húsavik.........................einhver?
Meira veit ég ekki, sem er harla lítið ekki neitt.
Addi Júll vill meina að báturinn sé ekki smíðaður á Húsavík.

Ég tók myndir af bátnum eins og hann lítur út í dag og svo tók ég myndir af myndum hjá Antoni af bátnum eins og hann leit út þegar hann keypti bátinn og svo þegar hann hafði smíðað nýtt hús á hann.

Meira síðar..............................


Dröfn, Þorlákshöfn.  Ljósmynd af ljósmynd í eigu Antons.


Von, Vogum.  Ljósmynd af ljósmynd í eigu Antons.


Von, Vogum.  Vogar 08. september 2012

09.09.2012 13:57

Bátur í Vogum

Báturinn er smíðaður 1942 að Bakka á Vatnsleysuströnd, af Ingimundi Guðmundssyni í Litlabæ.  Hann er með svokölluðu Engeysku lagi.  Vélin í bátnum er 1. cyl Gauta.  Báturinn var smíðaður fyrir bændur á Kálfatjörn og var hann notaður sem grásleppubátur.  Þetta mun vera síðasti bátur af þessari gerð sem var í notkun.  Þá er hann síðasti báturinn sem tekinn var upp í Kálfatjarnarvörinni en það var 7. ágúst 1974.
Frá Kálfatjörn mun báturinn eitthvað hafa verið notaður á Þingvallavatni.

Núverandi eigandi bátsins er Minjafélag Sveitafélagsins Voga en þeim var færður báturinn á haustdögum 2006 að gjöf.  Það var Ólafur Erlendsson og fjölskylda frá Kálfatjörn sem afhentu félaginu bátinn. 
 
Ráðgert er að hefjast handa við að gera við bátinn.  Báturinn mun fara í slippinn í Njarðvík á næstunni og mun maður að nafni Haukur ?, (fullt nafn síðar) taka að sér að lagfæra bátinn og svo verður báturinn málaður.  Þegar er hafist handa við að skrapa alla lausa málningu af bátnum, að því loknu á að bera glæra fúavörn á hann. 
Enn vantar mig nafn bátsins.................................

Myndir í albúmi, smellið á myndina og kíkið á myndirnar.Myndir í albúmi, smellið á myndina og kíkið á myndirnar.
Meira síðar.............................


Bátur í Vogum, 08. september 2012


Í Kálfatjarnarvör um 1965.  Mynd úr safni Minjasafns Sveitafélagsins Voga, með leyfi.

09.09.2012 13:30

Traktórar

Traktórara, dráttarvélar eða hvað þetta allt er kallað.  Sumir segja Farmann, Ford, Fegusson, Deutzo.s.frv.  Ég komst að því núna í gær að ég hef myndað traktóra í gegnum tíðina og víða um landið.  Þeir eru í misjöfnu standi eins og þið sjáið en þó er ótrúlegt hvað margir eru að gera upp þessar gömlu traktóra, eins og þið sjáið á þessum myndum þá er búið að gera upp í Grindavík, Stykkishólmi og Vogum svo eitthvað sé nefnt. Hér kom nokkrar myndir af þessum tækjum, sumar hafa birst áður.  Mun safna inn í albúm öllum myndum sem ég á að þessum tækjum.



Gamall Farmall Cub, rétt hjá Djúpavogi.  07. ágúst 2004

Gamall Ferguson við Stykkishólm.  24. febrúar 2008


Farmall D217, á Snæfellsnesi.  17. maí 2012


Farmall Cub í Grindavík, uppgerður.  03. júní 2012


Farmall í Grindavík, uppgerður.  03, júní 2012


Fergusson, Stykkishólmur 16. ágúst 2012


Deutsz, Stykkishólmur 16. ágúst 2012


Farmall Cub, Vogar, uppgerður.  08. september 2012


Ferguson, Vogar, uppgerður, 08. september 2012

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 454
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311859
Samtals gestir: 29928
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:41:36