Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

17.10.2009 16:17

Hreyfing, útivera

Ég ákvað að skoða hvað ég ætti að myndum þar sem hægt væri að tala um útiveru þ.e. leik og starf.  Safnaði myndum saman sem gætu flokkast undir þetta og setti í eitt albúm.  Hér sést fólk í hreyfingu sér til heilsubóta, leik og einnig starfi (útivinnu).  Hér má sjá þrjár myndir úr þessu albúmi.


Við veiðar í Stykkishólmi.  Stykkishólmur 03. júní 2004


Fuglaljósmyndum í Hafnarfirði, Sindri Skúlason.  Hafnarfjörður 14. mars 2009


Hvað gerir maður ef hann er í spreng?  Pissar að sjálfsögðu.
Hafnarfjörður 13. október 2005

15.10.2009 00:20

Urtönd

Komst í ágætis færi við urtendur í dag við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég kemst svona nálægt með myndavél og þær hinar rólegustu.  Nokkrar myndir teknar af þeim.  Eins og sumir vita þá er urtöndin minnsta öndin í Evrópu og þar af leiðandi minnsta öndin sem verpir á Íslandi.  Að mínu mati er urtöndin með fallegustu öndum hér á landi, það gera litirnir, munstrið á síðunum, flekkirnir á bringunni o.s.frv.  Hér eru tvær myndir af urtöndum, fleiri í albúmi.


Urtönd kk, Bakkatjörn 14. október 2009


Urtandarpar, Bakkatjörn 14. október 2009

14.10.2009 10:00

Bestu bátamyndirnar mínar?

Eins og þið hafið tekið eftir þá tek ég myndir af öllu, ef svo má segja.  Talsvert hefur verið um bátamyndir hjá mér enda á maður oft leið niður á bryggju og þá tekur maður oft myndir af bátunum þar.  Sumum finnst nú myndir af bátur ekkert merkilegar ef þeir eru bundnir við bryggju. 
Hér má sjá tvær myndir sem mér finnst einna flottastar af mínum bátamyndum.


9819. Rúna ÍS174


Lundi SH54

13.10.2009 09:50

Krani

Er að gera smá tilraunir, vona að það verði ykkur ekki til trafala.  Setti þessa mynd hér vegna þessa en þetta er mynd af einum krananum á stóru flotkvínni í Hafnarfirði.  Fannst kraninn eitthvað svo stór og mikill þar sem ég stóð á bryggjunni fyrir neðan hann.

12.10.2009 22:55

Gaddavír

Í gegnum tíðina hef ég verið svolítið hrifinn af gaddavír, helst vel "veðruðum".  Þegar ég skrapp til að mynda sólsetrið þá veitti ég athygli þessum gaddavír og gat ekki stillt mig og smellti nokkrum myndum.  Hér má sjá eina.


Gaddavír, 10. október 2009.

11.10.2009 21:38

Mærutíta

Annar flækingur, þessi er nokkuð sjaldgæfur en þetta er í fjórða skipti sem hann sést hér á landi.  Þessi fugl heitir mærutíta og minnsta títan.  Mærutítan er vaðfugl og honum svipar einnig til lóuþræls en er þó miklu minni.  Þá eru fætur hans grængulir á lit.  Slatti af myndum af henni í albúmi.


Mærutíta við Bakkatjörn 11. október 2009


Mærutíta við Bakkatjörn 11. október 2009


Mærutíta við Bakkatjörn 11. október 2009

11.10.2009 21:33

Vaðlatíta

Flækingsfuglar steyma inn til landsins og hér er einn sem fannst á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi.  Þessi litli vaðfugl heitir vaðlatíta, er nokkuð líkur lóuþræl fyrir ykkur sem kannist við hann.   Set hér inn tvær myndir sem eru nú ekki góðar en þær sýna hvaða fugl er á ferðinni.  Á efri myndinni er vaðlatítan stærri fuglinn, sá vinstra megin.  Sá minni er einnig flækingsfugl og heitir mærutíta.  Ekki oft sem maður nær mynd af tveimur frekar sjaldgæfum flækingum hér á landi á einu og sömu myndina.  Fleiri mynir af vaðlatítunni í albúmi.


Vaðlatíta til vinstri og mærutíta til hægri.  Bakkatjörn 11. október 2009


Vaðlatíta. Hér sést eitt af aðaleinkennum fuglsins, hvítur gumpur.  Bakkatjörn 11. október 2009

10.10.2009 23:17

Fallegt sólsetur

Í kvöld þá veittum við því athygli að himinninn var bleikur og fallegur.  Ég smellti mér því út með vélina aftur og tók myndir.  Litirnir eru flottir.  Sumum finnast sólsetursmyndir vera frekar leiðinlegar en ég er ekki sömu skoðunar.  Hér á landi fáum við oft falleg sólsetur og við eigum að mynda það sem oftast.  Hér eru þrjár myndir frá því í kvöld sem ég tók niður við sjó móts við Hrafnistu.  Fleiri myndir inni í Íslandsalbúminu.


Þessi gamli hjallur er ágætur og kemur þokkalega út.  Myndin er tekin 10. október 2009


Síðustu sólargeyslarnir skína á gluggana í Hrafnistu.  Fannst þetta flott miðað við myrkrið sem komið var.  Myndin tekin 10. október 2009


Þá er það einn rafmagnsstaur, þó þeir séu sjónmengun að mestu þá koma þeir oft vel út í sólarlagsmyndum.  Myndin tekin 10. október 2009

10.10.2009 23:12

256 Kristrún II RE477 fer á sjóinn

Nú þegar veðrinu er að slota þá fara sjómenn að leggja á sjóinn.  Kristún II fór í dag úr Reykjavíkurhöfn.  Hvert förinni var heitið veit ég ekkert um en hvert svo sem það var þá vonandi gengur þeim allt í haginn. 


256 Kristrún II RE477  Reykjavíkurhöfn 10. október 2009

06.10.2009 22:23

Reykjavík

Á fallegum degi fór ég út á Álftanes og tók nokkrar myndir af ýmsum kennileitum í Reykjavík.  Hér má sjá tvær þeirra en fleiri myndir eru inní albúminu Stór-Hafnarfjarðarsvæðið.


Hallgrímskirkja í viðgerð.  04. október 2009


Perlan.  04. október 2009

06.10.2009 22:16

Veiðimenn í Hafnarfirði

Sá þessa veiðimenn á gamla garðinum í Hafnarfjarðarhöfn seinnipart dags þann 04. október 2009.

06.10.2009 08:17

Við Reykjavíkurhöfn.....

Hér má sjá þrjár myndir sem ég tók í Reykjavíkurhöfn þann 04. október 2009.  Þessar og margar fleiri fóru inn í albúm.


2104 Vigri RE71 í Reykjavíkurhöfn 04. október 2009


7054 Fagurey BA250 í Reykjavíkurhöfn 04. október 2009


2774 Katrín RE177 í Reykjavíkurhöfn 04. október 2009

05.10.2009 22:04

Á sjó...

Setti inn nokkrar myndir sem ég tók 04. október í Hafnarfjarðarhöfn og Reykjavíkurhöfn.  Þá safnaði ég saman nokkrum myndum af einhverjum fleitum sem hafa verið í hinum og þessum albúmunum hjá mér, innanlands og erlendis.  Í Hafnarfjarðarhöfn voru stórir, litlir og svo sæþota svo eitthvað sé nefnt.


Tveir stórir í Hafnarfjarðarhöfn 04. október 2009


Sæþota í Hafnarfjarðarhöfn 04. október 2009


5910  Maggi Guðjóns.  Hafnarfjarðarhöfn 04. október 2009

02.10.2009 00:22

Getraun, hvaða skip?

Þið báta- og skipamenn sem skoðið hér annað slagið.  Hvaða skip er þetta?  Mér hefur fundist ykkur nægja eitt stag af bát til að þið þekkið þá og því langar mig að prófa ykkur núna.  Það rifjaðist upp fyrir mér að ég tók þessa mynd upphaflega til að nota hana sem getraun en fékk aldrei tækifæri til þess þó ég viti að Haffi hafi líklega séð þessa mynd hjá mér einhverntíma.  Jæja strákar, látiði ljós ykkar skína.

02.10.2009 00:12

Nokkrir skannaðir bátar

Er farin að skanna eitthvað af þeim þúsundum mynda sem ég á.  Ákvað að byrja á skipum og bátur, fuglarnir og allt hitt á svo eftir að koma inn með tímanum.  En þetta byrjar með einni mynd og svo þeirri næstu og koll af kolli þar til þetta er yfirstaðið.  Hér má sjá þrjár myndir af því sem komið er en nýtt albúm er í farartækjamöppunni sem heitir, skannaðar myndir skip og bátar.


5459 Maggi ÞH 68.  Myndin tekin 01. apríl 1993


6425 Mardís ÞH151.  Myndin tekin 02. apríl 1993


1030 Björg Jónsdóttir ÞH321.  Grindavík 25. mars 1996, beðið löndunar með fullan bát af loðnu

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 270
Gestir í dag: 129
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 347659
Samtals gestir: 32222
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 13:02:55