Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

16.03.2014 14:38

Stubbur

Stubbur, Hauganesi

Á ferðalagi mínu um landi árið 2013 rak ég augun í þennan bát við bryggju á Hauganesi.  Báturinn heitir Stubbur.  Ég veit ekkert um þennan bát og finn ekkert.

Ef einhver hefur upplýsingar um Stubb endilega komið þeim á framfæri.  Meira síðar.................


Jóhann Hauksson keypti bátinn um 2002.  Keypti hann af Bílapartasölu Auto, en eigandi hennar heitir Sigurður en hann hafði tekið bátinn upp í bíl sem hann seldi.
Jóhann sagði að báturinn hafi verið í Hrísey og þá heitið Reynir.  Hvar báturinn var fyrir þann tíma var hann ekki viss.  Aðspurður um hvað hann hafi kallað bátinn sagði hann, það væri helst að hann hafi heitið Hanna, eftir barnabarni hans.

Ásgeir Garðarsson er núverandi eigandi Stubbs.  

Ásgeir keypti bátinn fyrir um 8 árum síðan af Jóhanni Haukssyni sem búsettur er á Hauganesi. Báturinn hafi eitt sinn verið hvítur með grænum borðstokkum.  Hann var með Volvo Penta 1 cyl. 9 ha. sem aldrei var til friðs.  Ásgeir komst yfir vél á Akureyri og setti hana í bátinn, það var 2 cyl. Bukh vél sem hefur verið til friðs.  Ásgeir kvaðst hafa farið mikið til sjós, veitt vel og vélin alltaf verið til friðs.  Hann kvaðst ekki vita hvað báturinn væri gamall en hann væri með Bátalónslaginu.  Væntanlega þá smíðaður í Hafnarfirði. 

Upplýsingar:
Ásgeir Garðarsson, núverandi eigandi, munnlegar upplýsingar.
Jóhann Hauksson, fyrrverandi eigandi, munnlegar upplýsingar.


Stubbur við bryggju á Hauganesi, 06. ágúst 2013

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 247
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 75
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 332089
Samtals gestir: 31500
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 07:18:49