Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2010 Apríl

26.04.2010 23:30

Hafnarfjarðarhöfn 25. apríl 2010

Kíkti á Hafnarfjarðarhöfnina þann 25. apríl 2010.  Þar voru menn að ditta að bátum sínum fyrir sumarið eins og venjulega.  Guðrún BA 127 sigldi úr höfn, hvert veit ég ekki!  Gæti verið heimahöfnin Tálknafjörður.  Fleiri myndir í albúminu: Skip og bátar 2010.


2085 Guðrún BA 127 á leið út úr Hafnarfjarðarhöfn 25. apríl 2010


Dittað að 6117 Sigrúnu Ástu HF 6, Hafnarfjörður 25. apríl 2010

25.04.2010 00:38

2761 Rósin

Rak augun í að 2761 Rósin er komin á flot.  Tók þessar myndir af Rósinni í Hafnarfjarðarhöfn þann 24. apríl 2010. Þessi er ætlaður í túristaveiðar.  Vonandi gengur þeim allt í haginn með þær veiðar.  Grétar Þór var búinn að fjalla um þennan á meðan hann var í smíðum sjá hér http://gretars.123.is/blog/record/442150/  Rósin er alla vegna komin á flot og lítur bara vel út.


2761 Rósin.  Hafnarfjarðarhöfn 24. apríl 201022.04.2010 22:28

Heiðlóa

Eltist aðeins við heiðlóurnar á Hlíðsnesinu.  Það gekk ekki vel en tókst samt sæmilega.  Setti nokkrar myndir inn í albúm Heiðlóa.


Heiðlóa á Hlíðsnesi 18. apríl 2010


Heiðlóa á Hlíðsnesi 18. apríl 2010

22.04.2010 22:20

Sumarþvottur

Ég rakst á þennan blika vera að sinna vorverkunum í Hafnarfjarðarhöfn eins og allir sjómennirnir.  Náði þokkalegri seríu á honum og má sjá hana í albúmi Æðarfugl.


Sumarþvottur eða hvað!................Hafnarfjarðarhöfn 18. apríl 2010


Hafnarfjarðarhöfn 18. apríl 2010


Hafnarfjarðarhöfn 18. apríl 2010

21.04.2010 18:47

Nú var það blátt!

Fór niður á Reykjavíkurhöfn og smellti nokkrum myndum.  Flestir bátarnir sem ég sá voru bláir.  Sýnist Sighvatur vera nýskveraður og þá var Leynir að gera sig kláran til að hjálpa Wilson ?eitthvað úr höfn.  Fleiri myndir í albúmi.


2281 Sighvatur Bjarnason VE 81.  Reykjavíkurhöfn 21. apríl 2010


1585 Sturlaugur H Böðvarsson AK 10. Reykjavíkurhöfn 21. apríl 2010


2396 Leynir að gera sig kláran til að hjálpa Wilson ? úr höfn.  Sundahöfn 21. apríl 2010

21.04.2010 18:41

Gert klárt í Hafnarfjarðarhöfn

Enn set ég inn myndir af bátum sem verið er að gera klára fyrir sumarið.  Í dag, 21. apríl var búið að mála Hafstein og Grímur var kominn á flot og á sinn stað í höfninni. 


1850 Hafsteinn SK 3 í Hafnarfjarðarhöfn 18.apríl 2010


Grímur gerður klár.  Hafnarfjarðarhöfn 18. apríl 2010


Bibbi Jóns að verða klár.  Hafnarfjarðarhöfn 18. apríl 2010

18.04.2010 12:21

Fuglar + aska = ?

Fýllinn er góðvinur sjómannsins og spurning hvernig fýlnum muni reiða af í þessu öskufalli.  Fýllinn var sestur upp á nokkrum stöðum og spurning hvort þetta hefur áhrif á það.  Þá spurning hvort þetta hefur einhver áhrif til lengri tíma litið?  Margar spurningar vakna þegar áhugamálið er annars vegar.  Þið sem ekki þekkið mig þá er fuglaljósmyndun eitt af aðaláhugamálum mínum.  Þá er ein spurning sem vaknar hjá mér, eru einhverjir bátar á veiðum þar sem öskufall er?


Fýll í Flatey á Breiðafirði 17. júní 2009

18.04.2010 01:05

Eldgos + fuglar = ?

Sumarið að koma og fuglarnir líka.  Heiðlóan er komin til landsins ásamt mörgum öðrum fuglategundum.  Nú velta menn því fyrir sér hvað verður um þessa fugla sem lenda í öskunni.  Menn hafa verið að ræða þetta sín á milli og sýnist sitt hverjum.  Sumir vilja halda því fram að það verði allt í lagi með fuglana.  Enn aðrir vilja sjá einhverjar rannsóknir og talningar sem gætu hjálpað til við að meta ástandið.  Vonum það besta, að þetta hafi ekki áhrif á fuglalíf á Íslandi nóg hefur fækkun ýmissa fuglastofna verið þó þetta bætist nú ekki við.  Er eitthvað hægt að gera?


Heiðlóa, myndin tekin 16. júlí 2007 á Garðaholti í Garðabæ.  Ljósmynd Rikki R

18.04.2010 01:02

1610 Ísleifur VE 63

1610 Ísleifur VE 63.  Smíði nr. 28 hjá Skála Skipasmíðju  í Skála Færeyjum 1976.  Kom til landsins 1981, lengdur 1981 og skutlengdur 1998.  Vél. Wartsila.


1610 Ísleifur VE 63 í Reykjavíkurhöfn 22. febrúar 2010

16.04.2010 23:45

1868 Helga María AK 16

1868 Helga maría AK 16 var smíðaður í Flekkefjord í Noregi 1988.  Hét fyrst Haraldur Kristjánsson HF 2.


1868 Helga María AK 16 í Reykjavíkurhöfn 05. apríl 2010

16.04.2010 23:28

2154 Mars RE 205

2154 Mars RE 205 var smíðaður í Frederikhavn 1980.

Önnur nöfn:  Natseq, Árbakur EA 5, Árbakur EA 308, Árbakur RE 205 og nú Mars RE 205.


2154 Mars RE 205 í Reykjavíkurhöfn 05. apríl 2010

15.04.2010 10:09

Hrefna skiptir um útlit

Ég tók eftir að hún Hrefna blessunin hefur tekið ákvörðun um að fara í litun.  Losna við ljóskulitinn og fá sér dökkt skol.  Eins og þið sjáið á þessum myndum þá er verið að mála Hrefnu dökkbláa.  Verkinu er ekki lokið en mig langaði til að sýna ykkur breytingarnar.  Nú er spurningin hvort dökkt fari henni betur en ljóst? 


1745 Hrefna HF 90


Eftir litun..........Hafnarfjörður 14. apríl 2010

14.04.2010 21:09

Hafnarfjarðarhöfn 14. apríl 2010

Þó þungbúið hafi verið í Hafnarfirði í dag mátti sjá menn vinna vorverkin.  Verið var að vinna við skrúfuna á Hrefnu, nokkrir dagar eru síðan Bibbi Jóns var rakaður.  Fleiri voru í vorverkum.  Sjómenn að komast í sumarfílinginn.  Fleiri myndir eru í albúmi.


Hafnarfjarðarhöfn 14. apríl 2010


Hrefna og Bibbi Jóns.  14. apríl 2010

11.04.2010 02:00

Purkur

5976. Purkur var á ferðinni við Stykkishólmi 03. apríl 2010.  Ég finn hann ekki á skrá.


5976 Purkur í Stykkishólmi 03.apríl 2010

11.04.2010 01:54

1560 Sandra SH 71

1560 Sandra SH 71, var smíðaður 1979 á Skagaströnd.  Útgerðin er Rauðastjarnan ehf Rifi.

Eldri nöfn: Jökull RE 139, Var AK 39, Siggi Villi NK 17, Búi SU 174, Búi GK 230, Búi ÍS 56, Gísli á Bakka BA 25, Jökulberg SH 398, Dagur RE 10, Draupnir GK 122, Víðir KE 101, Víðir KE 301, Sandra GK 25 og núverandi nafn Sandra SH 71.


1560 Sandra SH 71 í Stykkishólmi 02. apríl 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 167
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154696
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 16:53:43