Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2014 Maí

28.05.2014 21:00

Árin og sjórinn

Árablaðið í fullri vinnslu.  Kemur þarna úr kafi og sjórinn rennur af blaðinu.  Var að reyna að ná einhverju á þennan veg en myndin gæti verið betri.  Reyni aftur síðar. 


Róið af lífs og sálarkröfum, Hafnarfjörður 28. maí 2014

28.05.2014 20:57

Hafnarfjarðarhöfn 28.05.2014

Kíkti niður á bryggju til að sjá hvort það væri eitthvert líf þar.  Einn af Rússunum að koma inn og Þróttur honum til aðstoðar.  Þá var Hrafnaflóki á ferðinni, en það var hópur að æfa róður fyrir sjómannadaginn.  


Myndir úr Hafnarfjarðarhöfn 28. maí 2014

20.05.2014 21:53

Æfingaakstur

Ég hef farið með Elínu Hönnu í æfingarakstur undanfarna daga.  Þetta hefur gengið svona stórslysalaust fyrir sig, fyrir utan smá svín hér og þar, nánast ekið á risastóra steina sem hún sá ekki og voru utan vegar.  En þrátt fyrir þetta þá gengur þetta ágætlega.  Held að stelpan komi til.  Á þessari mynd má sjá hversu einbeitt hún er við aksturinn. :-)

 
Elín Hanna á fullri ferð við stýrið, 18. maí 2014 

20.05.2014 21:45

Sjóstökk

Ég talaði um að hér í Hafnarfirðinum væri talsvert um að krakkar væru að stökkva í sjóinn þessa dagana.  Ég kíkti á bryggjuna í dag eftir vinnu og tók nokkrar myndir.  Krakkarnir skemmta sér mjög vel við þennan leik sinn.  Þó ég sæi tvær stúlkur meiddar, með smá skurði á hendi eða fæti þá skipti það ekki máli.  Hér eru þrjár myndir.


Þessum þótti vissara að hafa leikfangabíl með sér en kastaði honum svo frá sér á miðri leið niður.


Einn á leiðinni niður þegar annar er á leiðinni að landi.


Einn hálfur í sjónum og annar nánast kominn uppúr.

20.05.2014 21:34

Eftir löndun

Vala landaði í dag í Hafnarfjarðarhöfn.  Ég tók þessa mynd eftir löndunina, fannst sjónarhornið betra.


Vala HF 5, Hafnarfjarðarhöfn 20. maí 2014

19.05.2014 20:36

Algeng sjón í dag

Þetta er orðin nokkuð algeng sjón við höfnina í Hafnarfirði þessa dagana.  En krakkarnir eru að skora hvert á annað að stökkva í sjóinn af bryggjunni.  Þetta gera þau ýmist við höfnina sjálfa eða við Norðurgarðinn.  Mjög gaman hef ég heyrt en ég ætla ekki að stökkva né skora á einhvern.


Við Hafnarfjarðarhöfn 18. maí 2014

19.05.2014 20:29

Jón Hildiberg RE 60

Á ferð minni við Hafnarfjarðarhöfn í gær þá tók ég mynd af þessum þar sem verið varð að þrífa hann.Jón Hildiberg RE 60 í Hafnarfjarðarhöfn, 18. maí 2014

10.05.2014 23:46

Skottur

Við hjónin lékum afa og ömmu í dag.  Pössuðum Ísabellu Emblu og Andreu Oddu.  Fórum í göngutúr á nærliggjandi leikvelli.  Mikið fjör og mikið gaman.  Hér er ein af þeim systrum í stuði.


Andrea Odda og Ísabella Embla í rennibrautinni, 10. maí 2014

10.05.2014 16:34

Ný myndavél

Loksins komin með nýja myndavél og get því farið að mynda af einhverri alvöru.  Fékk myndavélina á síðasta miðvikudagskvöld.  Búinn að prófa aðeins hvernig gripurinn virkar og líkar við það sem ég sé.  Þetta er Canon EOS 70D sem ég fékk mér.  Hér er ein mynd sem ég tók til prufu.


Björgvin SH 500 leggur að bryggju 08. maí 2014

03.05.2014 21:46

Bátur í Hafnarfirði

Þessi bátur, eða bátshræ hefur verið í malarkambinum við Brúsastaði í Hafnarfirði frá því áður en ég flutti í Hafnarfjörðinn.  Margir hafa myndað bátinn en ég hef ekkert fundið um hann.  Svo ef það er einhver sem þekkir sögu þessa báts endilega láta mig vita.

Ég fékk póst frá Iðunni Vöku Reynisdóttur 4. mars 2014 og vil ég þakka henni fyrir að senda mér þessar upplýsingar.  Ég set póstinn hennar hér inn óbreyttann:

Þessi bátur var i eigu Hjálmars Eyjólfssonar afabróður míns.  Hann bjó á Tjörn sem var litið hús á Herjólfsbrautinni (í brekkunni). Hjálmar var sonur þeirra hjóna sem fyrst byggðu Brúsastaði 1 og síðar bjó Þórður bróðir hans þar með sína fjölskyldu.  Hjálmar réri út og náði sér i soðið og færði einnig öðrum. Hjálmar var harðduglegur trillukarl og barngóður.  Var duglegur að gefa mér skeljar og rauðmaga.  Þessi bátur er partur af mínum æskuminningum úr fjörunni, enda yndislegt að alast upp á Brúsarstöðum.  Gaman að rekast á mynd af bátnum.

Frá:  Iðunn Vaka ReynisdóttirBátur við Brúsastaði í Hafnarfirði, 20. janúar 2013
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154628
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 15:18:28