Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2013 Júlí

22.07.2013 22:30

Kári í Flatey

Ég rakst tvisvar á Kára frá Skáleyjum þegar ég var í Flatey.  Í seinna skipti sigldi Egill einn hring fyrir mig.  Glæsilegur bátur.  Setti nokkrar myndir af bátnum inn í albúmið um Kára, þið getið smellt hér til hliðar á Kári frá Skáleyjum.


Egill tekur einn hring fyrir mig.  Flatey 16. júlí 2013


Fáni við hún, Kára til heiðurs.  Flatey 16. júlí 2013

21.07.2013 11:08

Brauðkríur

Kríuvarp hefur verið með lélegasta móti víða um land undanfarin ár.  Þetta er alla vegna staðreyndin í Flatey á Breiðafirði.  Mér hefur sýnst að undanfarin ár hafi lítið af ungum komist á legg.  Nú í ár er engin breyting þar á og að mínu viti er þetta versta árið hingað til.  Nú tek ég fram að ég hef ekki farið um alla Flatey til að skoða heldur er ég nú bara að tala um Skansmýrina.  Þar hefur verið talsvert kríuvarp undanfarin ár.  Engin breyting var þar á í sumar.  Í júní var krían sest á að nokkrum stöðum og ég sá egg hjá henni.  Nú þegar ég kom í júlí átti ég von á að sjá einhverja hálffleyga unga eða alla vegna einhverja unga.  Engir ungar sýnilegir hvar sem ég leit.  Einn unga, nýskriðin úr eggi sá ég við Bræðraminni en ég á ekki von á að hann lifi lengi.  Móðir hans var mikið á ferðinni og svo tvo síðustu dagana fannst mér ég ekki sjá hana við hreiðrið.  Ég kíkti ekki í hreiðrið til að sjá hvert ástand ungans var.
Fróðir menn sögðu mér að ástand kríunnar væri ekki gott.  Helsta æti kríunnar eru sandsíli og jafnvel trönusíli.  Þegar krían er farin að veiða hrognkelsaseiði þá sé matarkistan að tæmast.  Hvað má þá segja um þegar farið er að gefa kríum eins og dúfum eins og ég hef sýnt áður.  Að vísu keyrði um þverbak núna.  Kríurnar voru á kafi í að borða brauð.  Já, ég sagði það, brauð.


Brauðkría í Flatey á Breiðafirði, 14. júlí 2013

Þá fékk ég upplýsingar um að krían hafi verið að borða hrísgrjón og fleiri matarúrganga.  Við tengdafaðir minn ræddum þetta vandamál kríunnar og ég lét ljós mitt skína og sagði að það kæmi mér ekki á óvart að makríllinn ætti þarna einhvern þátt.  Að vísu erum við Íslendingar fljótir að skella skuldinni á eitthvað annað og ekki verra að það sé eitthvað nýtt.  En mér finnst að síðan makríllinn fór að ganga svona inn í okkar lögsögu þá hafi fuglum fækkað og að auki við makrílinn þá er það líklega hlínun sjávar einnig sem gæti átt hlut að máli.  Samverkandi þættir gætu spilað inní.

Ég las svo í morgunblaðinu þegar ég kom úr Flatey að fiskifræðingar tala um að makríllinn gæti verið þarna orsakavaldur.  

Hvað sem öðru líður þá var ég að segja frá kríunni og örlögum hennar í Flatey.  Sorglegt að svona skuli fara fyrir svona glæsilegum fugli.  Þetta kemur líka niður á öðrum fuglategundum eins og lundanum.

20.07.2013 22:05

Sorgarfréttir :(

Langar að segja ykkur smá sorgarfréttir. Alla vegna eru þetta sorgarfréttir fyrir mig.  Myndavélin mín, Canon 20D gafst upp í Flatey.  Ég hafði þá náð að taka rúmlega 1200 myndir.  Ég hringdi og kannaði með viðgerð og það er tvennt sem kemur til greina, lokarinn ónýtur eða móðurborðið.  Einhver kostnaður var mér sagt og varla að það borgi sig að gera við svona gamla vél.
Ég var búinn að vera að kljást við ónýta kitlinsu.  Þannig að nú eru enn tveir kostir, láta gera við myndavélina eða henda henni.  Svona heldur þetta áfram, alltaf tveir kostir.

Nú stíg ég nokkur ár aftur í tímann og tek upp gömlu Fuji FinePix vélina þar til ég fæ nýja gamla vél, nú eða hreinlega nýja vél.  Þetta gæti tekið tíma en svona er það bara.  Verst að peningar vaxa ekki á trjánum.


Canon 20D, blessuð sé minning hennar.

20.07.2013 21:25

Ljósmyndasýning

Ég var í Flatey á Breiðafirði frá 11.-19. júlí s.l.  Mér hafði boðist að setja upp ljósmyndasýningu sem ég gerði.  Myndirnar voru komnar upp 12. júlí fyrir seinni ferðina.  


Myndirnar komnar upp, hér sést hluti þeirra ásamt einhverjum 

Eftir að myndirnar voru konar upp vildu þeir sem tengjast mér og Lísa í Bryggjubúðinni hafa sérstaka opnun.  Þau ákváðu það með mínu leyfi að sjálfsögðu að það yrði kl. 15:00 laugardaginn 13. júlí.


Þessi sáu um að opna sýninguna.


Talsvert var um gesti á opnuninni.

Kristjana Stefánsdóttir var að hjálpa til í Bryggjubúðinni og bauðst til að syngja eitthvað við opnunina þann 13. júlí.  Seinna þann dag voru svo tónleikar með Húna II á bryggjunni.  Kristjana kallaði á Jónas Sig. og Ómar Guðjóns. til að spyla með sér.  Þetta var frekar óvænt uppákoma og alveg frábær skemmtun.  Ég þakka þeim þremur fyrir að gera þessa stund ógleymanlega.Ég held að gestum hafi líkað sýningin ágætlega.  Fékk eina athugasemd frá Jóhanni Óla Hilmarssyni, myndirnar eru of ódýrar.  En svona fór það, þegar ég yfirgaf Flatey 19. júlí hafði ég selt samtals 11 myndir.  Það var meira en ég átti von á og alla vegna þá er kostnaði náð svo ég tapa ekki á þessu.  Ellefu myndir hanga ennþá uppi í Bryggjubúðinni og verða þar eitthvað áfram.  Ef þið eigið leið um Flatey á Breiðafirði, endilega kíkið á myndirnar.

Ég þakka kærlega fyrir mig.  Sérstaklega vil ég þakka Lísu Kristjánsdóttur fyrir hennar þátt, Kristjönu Stefánsdóttur fyrir hennar þátt og fyrir að hafa dregið þá Jónas Sig. og Ómar Guðjóns inní opnunaratriðið og gert það ógleymanlegt.  Þá vil ég þakka Elfu Dögg, Elínu Hönnu, Steinþóri og öllum þeim sem aðstoðuðu mig við þetta.  

Myndirnar voru allar framkallaðar í Framköllunarþjónustunni í Borgarnesi hjá honum Svani.  Mjög góð vinna, frábær þjónusta og mjög góð gæði á myndunum hjá honum.  Svanur fær sérstakar þakkir.
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154662
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 16:21:59