Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2016 Ágúst

20.08.2016 20:46

Skektan

Skektan


Myndaði þennan litla bát í tvígang og setti inn mynd í mars 2013. Saga bátsins kemur hér. En hér má sjá eina af myndunum sem ég tók af bátnum. Sigurður Bersveinsson stendur við hliðina á bátnum.



Skektan, 05. mars 2013,


Skekta - sagan


Ljósm. tekin við Bessastaðanes (Seylunni)  í apríl 1963. Sigurður um borð í Skektunni.



Báturinn/skektan er smíðaður á Ísafirði veturinn 1963 í skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar af Jakobi Falssyni skipasmið eftir norskri skektu sem Marselíus mun hafa flutt inn.   Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason skipa- og bryggjusmiður gefur syni sínum (undirituðum) skektuna í fermingargjöf vorið 1963. Árið 1966 kaupir Alexander Guðbartsson á Stakkhamri í Staðarsveit á Snæfellsnesi bátinn. Seinna eignaðist Bjarni sonur Alexanders skektuna en hann var bóndi á Stakkhamri 1961-2003. Báturinn var notaður sem hlunnindabátur á Stakkhamri við selveiðar og æðarvarp o.fl. Um 2010 eignast Þorbjörg dóttir Alexanders og hennar maður Kristinn Jón Friðþjófsson skipstjóri og útgerðamaður á Rifi bátinn og eiga þau hann í dag. Árið 2011 framkvæmir Ólafur Gíslason Skáleyjum viðgerð á bátnum fyrir þau hjónin, skiptir um afturstefni og mörg bönd o.fl. Báturinn er 5 metrar á lengd, 1,5 metrar á breidd og um 51 cm á dýpt. Báturinn er fjórróinn og með mastur. Jakob mun hafa smíðað fjölda svona skekta og voru þær algengar á sjávarjörðum við Djúp og víðar um Vestfirði. Árið 2013 málsettum við Hafliði Aðalsteinsson bátinn og á grundvelli hennar voru smíðuð skapalón sem hafa verið notuð á námskeiðum FÁBBR þar Hafliði hefur kennt smíðar á súðbyrðingum og á námskeiðunum hefur verið smíðaður bátur sem tekur mið af þessum báti. Í vetur var unnið töluvert í smíðinni sem er langt komin og verður væntanlega kláruð í haust. Myndir af skektunni má sjá inn á vefnum hjá RikkaR http://rikkir.123.is/photoalbums/201691/ og einnig af nýsmíðinni t.d. hér: http://batasmidi.is/photoalbums/254622/



Sigurður Bergsveinsson

22.7.2016


  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 318
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311723
Samtals gestir: 29921
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:32:05