Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2011 Ágúst

31.08.2011 14:07

Sauðfé á beit.......

Sauðfé á beit.  Núna í ágúst þá voru mjög fáar kindur í Flatey.  Hér er þó ein sem ég myndaði í háu grasi við Bræðraminnishjallinn.  Fannst þetta koma vel út þar sem hún er á kafi í grasinu en samt sér maður að hún er að éta grasið.  Spurning hvort hún taki ekki of stórtu upp í sig:)


Borðar hátt, grænt og safaríkt grasið.


Á kafi.....

31.08.2011 13:51

Systur í Flatey

http://rikkir.123.is/album/default.aspx?aid=213008Andrea Odda og Ísabella Embla skemmtu sér vel í Faltey í ágúst.  Hér eru myndir af þeim við leik o.fl..  Fleiri myndir úr Flatey ef þið smellið á myndirnar. 


Andrea Odda á flugi.


Feðginin lifa sig inn í tónlistina.


Skyr er gott.


Ekki alveg sátt.......

29.08.2011 23:56

Grænigarður

Ég fékk ákúrur þegar ég var í Flatey í ágúst.  Þú átt svo lítið af myndum af Grænagarði.  Ég vona að ég hafi náð að bæta úr því fyrir Helga og Höllu því ég fór nokkrar ferðir framhjá Grænagarði og passaði mig á því að taka myndir í hvert skipti.


Grænigarður, 07. ágúst 2011


Grænigerður, 07. ágúst 2011

29.08.2011 23:45

Frá Flatey

Ég var í Flatey á Breiðafirði í ágúst, reyndar var ég þar líka í júní en sé að ég á eftir að klára þær myndir.  Þær koma síðar.  Eins og ég sagði þá var ég í Flatey í ágúst og tók "örfáar" myndir þar.  Setti inn albúm með þessum fáu myndum og vona að þið hafið gaman af.


Plássið, eins og það kallaðist, 6. ágúst 2011


Félagshús, 06. ágúst 2011


Berg, Bogabúð og Bræðraminni, 06. ágúst 2011

25.08.2011 08:14

ABBA í Stykkishólmi

ABBA í Stykkishólmi.  Já, þetta er alveg satt, ég sá þá sjálfur.  Ekki er ég þó viss um að það verði haldnir tónleikar en hver veit.  Sú yfirlýsing hefur verið gefin út að ABBA komi aldrei saman.  Held að það geti samt verið möguleiki því tveir bátar sem báru nafnið ABBA voru í Stykkishólmi.  Sami eigandi af þeim báðum, hann stækkaði við sig.  Veit ekki hvort hann hefur selt þann minni en þessi möguleiki var fyrir hendi, þ.e. að ABBA kæmi saman.  Ég get þó alla vegna gert eitthvað í þessu og læt hér ABBA koma saman á myndum.


ABBA SH 37 í Stykkishólmi


ABBA SH 98 í Stykkishólmi

22.08.2011 00:25

Járnsmiðir

Eitt af því sem heillar mig eru járnsmiðirnir sem m.a. voru á menningarnótt.  Þetta eru oft mjög færir aðilar sem vinna þarna ýmis verk.  Þarna var m.a. verið að útbúa rósir og fannst mér það alveg magnað að sjá hverngi þeir unnu þetta.  Á neðri myndinni sést í rósir sem voru í vinnslu en þó finnst mér eins og ein þeirra sé tilbúin en veit það þó ekki.  Þetta voru flottir gripir.


Rós tekin úr eldinum, 20. ágúst 2011


Rósin hituð, 20. ágúst 2011

21.08.2011 23:49

Menningarnótt 2011

Fjölskyldan skelti sér á menningarnótt í Reykjavík í gær, 20. ágúst 2011.  Vorum mætt á Ingólfstorg á tónleika um kl. 20:30.  Torgið var fullt af fólki og erfitt var að finna sér pláss til að ná einhverjum myndum af þessum tónlistargúrúum sem stíga áttu á svið.  Fyrstur á svið eftir að við mættum á svæðið var Steindi jr.  Dóttirin fýlaði hann en ég verð að viðurkenna að ég var ekki eins hrifinn.  En það er nú bara svo.  Næstur á svið var Bubbi sjálfur, hann var ok.  Jet Black Joe stigu á sviðið og voru frábærir, næst var Ragnheiður Gröndal og fannst mér hún ekki alveg nógu góð þó frábær söngkona sé.  Náði að komast að sviðinu, en ég hafði kosið að vera bara með 18-55 mm. linsuna og þurfti því að komast nær til að ná einhverjum myndum. 
Stjórnin var næst og náði vel til fólksins með Eurovison laginu sínu og Selma Björns tók við með sínu Eurolagi.  Fólki líkaði þetta vel.  Greifarinir náðu vel til fólksins meðal annars með frystikistulaginu, Ellen Kristjáns söng Angel og var það mjög vel gert.  Þá var komið að tveimur af eldri kynslóðinni, Pámi Gunnarsson gerði nánast allt vitlaust þegar hann kom og næstur á eftir honum var Egill Ólafsson, þessir tveir gáfu ekkert eftir og voru langbestir að mér fannst af öllum sem á svið stigu.  Páll Óskar kom á eftir þeim og hann var frábær en mér fannst Pálmi betri.  Sálin hans Jóns míns var næst, alltaf traustir.  Stebbi kallaði því næst á Eyva og sungu þeir Nínu við mikinn fögnuð áhorfenda.  Eyvi kallaði því næst á Bó sjálfan og sungu þeir saman.  Bó fékk síðan Siggu Beinteins með sér í eitt lag og svo bættust Páll Óskar og Pálmi við og þau fjögur kláruðu tónleikana.  Mér fannst þessir tónleikar flottir og þakka kærlega fyrir mig.  Setti inn nokkrar myndir frá þessu menningarkvöldi, þið getið smellt á efstu myndirnar og þá opnast menningarnæturalbúmið.  Vonandi hafiði gaman af en þetta eru mikið myndir af þessum frægu sögvurum okkar.


Stjórnin á sviði, 20. ágúst 2011


Ellen Kristjánsdóttir á sviðinu, 20. ágúst 2011


Pálmi Gunnarsson var flottastur, 20. ágúst 2011


Páll Óskar í stuði, 20. ágúst 2011

20.08.2011 15:24

Svalan

Jón Ragnar mætti á Svölunni til að fylgja Hönnu ST á flot.  Þá veiddi hann sér nokkra makríla og mynd tvö er hann að koma úr veiðiferðinni.


Svalan og Hanna ST mætast, 20. ágúst 2011


Jón Ragnar stýrir Svölunni í logninu, 20. ágúst 2011


Og svo var stoppað á..........., Reykjavík 20. ágúst 2011

20.08.2011 14:14

Hanna ST 49 fór á flot

Klukkan 11:07 í morgun var Hanna ST 49 sett á flot.  Þá var búið að setja vélina í gang og prófa hana aðeins.  Allt virtist í lagi, fyrir utan að eitt rör brotnaði en því var kippt í liðinn.  Eftir að báturinn fór á flot var siglt inn um makrílstorfur og þá mættu tveir góðir á staðinn, Jón Ragnar á Svölunni og annar sem ég þekki engin deili á.

Helstu niðurstöður eru þær að enginn leki fannst á Hönnu og því má líklega segja að viðgerðin hafi tekist mjög vel.  Svo kipptur þeir honum upp aftur til að klára fíniseringar.  Einhvern næstu daga mun síðan Hilmar fara með Hönnu sína norður í Gjögur. 

Hilmar til hamingju með Hönnuna þína.  Glæsilegur bátur á sjó og ekki annað að sjá en nýja vélin komi til með að koma Hönnunni vel áfram.

Nú hef ég fylgt Hönnu nokkurn tíma, frá 03. mars 2011 og er þetta fyrsti báturinn sem ég fylgi eftir þetta lengi og eina sem mér finnst vanta er að fara að Gjögri þegar Hanna er komin þangað og mynda hana þar.  Þá yrði þetta fullkomnað held ég.  Eftir því sem mér skildist á Hilmari þá er þetta um 13 mánaða tími sem þessi viðgerð tók, eða frá því Hanna kom á viðgerðarstað og þar til hún var sjósett í dag 20. ágúst 2011.  Hér eru nokkrar myndir af Hönnu, margar fleiri myndir í albúmi og þá gæti ykkur þótt gaman að lesa dagbókina sem ég hélt á meðan ég fylgdist með Hönnu.  Ef þið smellið á nafn Hönnu hér á hægri spássíðu þá fáiði upp dagbókina sem ég hélt.


Hanna ST 49, Reykjavík 20. ágúst 2011


Titanic-fílingurinn hans Hilmars.  Reykjavík 20. ágúst 2011


Svo tók Hanna þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.  Reykjavík 20. ágúst 2011


Svona leit Hanna út á fyrstu myndinni sem ég tók af henni, 03. mars 2011


9806 Hanna ST 49 frá Gjögri í dag 20. ágúst 2011

19.08.2011 20:37

Fleiri bátar

Eitthvað af bátum festust á kubbinn hjá mér í sumar, þ.e. aðrir bátar en voru á Sail Húsavík.  Hér eru þrjár en fleiri eru svo í albúmi.


6155 Sveinsína BA 65, Flatey 06. ágúst 2011


2738 Brimrún, Flatey 06. ágúst 2011


Jómfrúin, Stykkishólmur 13. ágúst 2011

Skemmtilegt nafn á þessum síðasta.............................

18.08.2011 22:15

Flatey í gegnum netahring

Fékk þá flugu í höfuðið að taka myndir í gegnum netahring.  Þessir netahringur er í rólu í Flatey og tók ég myndir í gegnum hann.  Þá lenti ég í því að ég þurfti að hafa hringin úr fókus.  Ég tók því á það ráð að mynda hringinn við bláan himinn, taka svo aðra mynd í gegnum hringinn af húsunum og þá var ég kominn með hvernig ég þurfti að klippa myndina til.  Nú get ég sett hvaða hús inn í hringinn.   Þið fyrirgefið línurnar en þær eiga ekki að vera, var ekki að hafa fyrir því að laga þetta þegar ég sá þetta.Vertshús í Flatey á Breiðafirði

18.08.2011 00:57

Hanna að verða klár

Nú styttist í að Hanna ST verði sett á flot.  Hafliði Aðalsteins og Hilmar eru á fullu við að klára Hönnu og er á dagskránni að setja á flot n.k. laugardag 20. ágúst um kl. 10:00. 


Hanna ST 49 verður sett á flot laugardaginn 20. ágúst 2011.  Reykjavík 17. ágúst 2011

18.08.2011 00:27

Páll Óskar

Páll Óskar kom fram á dönskum dögum í Stykkishólmi.  Alls kom hann fjórum sinnum fram þ.e. fyrst um miðjan dag þegar hann söng nokkur lög fyrir fólkið í sól og talsverðum vindi, þá var hann með ball fyrir 13-18 ára, næst söng hann eitt lag í brekkusöngnum rétt til að kvetja alla til að koma á ball 18 ára og eldri um miðnætti. 
Páll Óskar heillaði alla að deginum, alla vegna þá sem ég talaði við.  Hér eru myndir af Páli Óskari í stuði.


Páll Óskar í syngjandi sveiflu.


Jeeeeee...........


Páll Óskar tryllti líðinn...............öskur.

17.08.2011 09:22

Fólk á mærudögum

Fólk á mærudögum skemmti sér konunglega held ég að megi segja.  Sumir stigu á svið, aðrir létu fara vel um sig á pallinum heima hjá sér og fylgdust með brennunni, brottfluttir mættu líka til að hitta gamla kunningja, ættingja o.fl. og enn aðrir komu "bara" til að skemmta sér. 


Hörður og Ármann tóku lagið fyrir appelsínugula hverfið.


Ari og Jónas fylgjast með brennunni.


Brottflutt, Grétar Berg Hallsson og Valborg Aðalgeirsdóttir


Stuðboltar að sunnan, Erla Hallgríms fremst í flokki.

17.08.2011 08:28

Mærudagar á Húsavík 2011

Er komin heim aftur og þá er hægt að byrja að henda inn myndum.  Ég er enn að vinna upp myndir frá því fyrr í sumar en set svo inn á milli eitthvað sem ég hef verið að gera síðan t.d. danskir dagar í Stykkishólmi.

Fyrst eru það Mærudagar á Húsavík.  Fyrir ykkur sem ekki vitið þá er mæra sérhúsvískt orð yfir nammi eða salgæti.  Húsvíkingar hafa verið duglegir í gegnum árin að taka þátt í Mærudögum m.a. með því að skreyta bæinn.  Bænum hefur verið skipt upp í þrjú litahverfi, appelsínugult, grænt og bleikt.  Ég hafði nú hugsað mér að mynda eitthvað af skreytingunum en það varð frekar lítið af því.  Hér má þó sjá einhverjar furðuverur íklæddar litum hverfanna.  Bætti við mikið af myndum inní albúm, smellið á myndirnar og þá opnast albúmið.  Góða skemmtun.

Set hér inn vísuna af myndinni fyrir appelsínugula hverfið.  Veit ekki eftir hvern vísan er, ef einhver að norðan les þetta endilega koma með það.

                                                        Hér í hverju horni sést
                                                        hjarta af gleði fullt.
                                                        Enda þykir okkur best
                                                        appelsínugult.


Velkomin í bleika hverfið.


Velkomin í græna hverfið.


Velkomin í appelsínugula hverfið.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 336
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434296
Samtals gestir: 272016
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 20:27:20