Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

23.04.2011 01:32

Farsæll

Farsæll var smíðaður 1946 af Gunnlaugi Valdimarssyni þegar hann var 19 ára gamall.  Hann hafi smíðað hann eftir skektu sem var í Rúfeyjum, litlu fjögurra manna fari, en það hafi verið búið að taka mót af bátnum.   Þetta hafi nú bara verið fikt hjá honum að smíða sér bát og hann hafi notið aðstoðar við að vinna viðinn en það hafi verið gamall mublusmiður sem hafi séð um það.   Gunnlaugur kvaðst vera búinn að gera bátinn upp þrisvar sinnum.  Í annað skipti hafi hann endurbyggt bátinn 1988 og svo aftur 2009-2010.

Núverandi eigandi á Farsæl er Þórarinn Sighvatsson Stykkishólmi.


Farsæll, Stykkishólmur 22. apríl 2011

17.04.2011 19:45

Lets fly a kite

Þegar ég sá þessa tvo menn á ferðinni í dag datt mér strax í hug að leikföng manna breytist lítið með aldrinum.  Þessir tveir hafa líklega haft gaman af að fljúga flugdrekum á yngri árum.  Þeir hafa þá lítið breyst því þeir eru enn að fljúga flugdrekum að vísu "örlítið" stærri en áður.  En ég læt myndirnar tala sínu máli en þær koma beint úr vélinni.
Ég rakst á þessa heiðursmenn aftur í gær (18.apríl 2011) og komst að því að hér voru Hjörtur Eiríksson (lærlingur) og Geir Sverrisson (kennari Hjartar) á ferð. 


Stórir strákar með flugdrekana sína.  Hlíðsnes 17. apríl 2011


Geir Sverrisson á fullri ferð.  Hlíðsnes 17. apríl 2011


Hjörtur Eiríksson kominn á fulla ferð.  Hlíðsnes 17. apríl 2011

13.04.2011 23:47

Fóðrun

Þegar ég var við Bakkatjörn að mynda kom fólk til að gefa fuglunum brauð.  Það eru skiptar skoðanir á þessum brauðgjöfum og ætla ég ekkert að tjá mig um það, með eða móti.  Búinn að fá nóg af svoleiðis kosningum undanfarið.  Hins vegar er gaman að sjá þegar afar og ömmur mæta með barnabörnin nú eða bara foreldrar.  Sum börnin dugleg og vilja líka borða brauðið, önnur vilja ná fuglunum og hlaupa um völt á fótunum o.s.frv.   Hér eru tvær sem teknar voru nánast á sama tíma.  Vel má sjá að sól er á fyrri myndinni en svo dró fyrir sólu og þá varð frekar gráleitt.


Afinn með barnabarnið.  Bakkatjörn 10. apríl 2011


Þessi vildi aðallega hlaupa á eftir öndunum.  Bakkatjörn 10. apríl 2011

13.04.2011 23:22

Vorkoman

Vorið er komið.........já, margt bendir til þess að vorið sé komið.  Veðrið hins vegar veit ekki alveg að vorið sé komið.  En hver eru mín viðmið með vorkomunni.  Jú, fuglakomur.  Á Bakkatjörn mátti sjá mikið fuglalíf og myndaði ég nokkra af þessum vorboðum. 
Eins og sjá má á neðstu myndinni, þá er tjaldurinn merktur.  Hægir fótur, svart, gult, hvítt.  Vinstir fótur, ál, rautt.  Hægt er að fá ýmsar upplýsingar um þennan fugl hjá Náttúrufræðistofnun.
Til gamans má einnig geta þess að fyrsti vorboðinn er sílamáfurinn en hann var mættur hér við land 17. febrúar 2011, en síðustu 10 ár hefur sílamáfurinn verið að koma á tímabilinu frá 11. febrúar - 11. mars en meðaltal frá 1998-2010 var 27. febrúar svo eigum við ekki að segja að vorið sé á undan áætlun.


Hettumáfur, komutími 2011 var 14. mars.  Bakkatjörn 10. apríl 2011


Stelkur, komutími 2011 16. mars.  Bakkatjörn 10. apríl 2011


Tjaldur, komutími 2011 02. mars.  Bakkatjörn 10. apríl 2011

13.04.2011 12:05

Erla

Rakst á þessa trillu utan við skúrinn hjá Ólafi Gíslasyni.  Hvað veit ég en þegar ég myndaði hann og skoðaði fannst mér hann frekar þreyttur.  Á eftir að ræða við Ólaf og heyra hvaðan þessi kemur og svo framvegis.  Hvort þessi er næstur í röðinni hjá Ólafi á eftir að koma í ljós en hann er nokkuð langt kominn með endurbætur á Kára.

Hér kemur smá speki frá mér, mín fyrstu kynni af þessari trillu!
Við mína fyrstu skoðun þá álikta ég að þessi bátur hafi staðið á landi, á hvolfi.  Af hverju á hvolfi, jú, ryðtaumar frá naglahausum liggja upp fjölina.  Þá hefur málningu verið slett á utanverðan bátinn og hann orðin gisinn og þá lekur málningin inn í bátinn og taumarnir liggja upp fjalirnar eins og sést á myndunum.  Þá finnst mér hann talsvert fúinn að ofan, hvort það þýði að hann hafi legið í grasi og farið því að fúna talsver, gæti verið.  Þetta er frekar smá trilla finnst mér.  Búið er að fjarlægja vélina út bátnum en skrúfan er enn til staðar ásamt öxli. 
Læt þetta duga um mína speki sem er engin.

Fleiri myndir í albúminu Erla eða smellið á myndirnar. 

Erla var upphaflega fjögurra manna far en var seinna breytt í vélbát.  Hann var smíðaður 1935 af hinum kunna bátasmið Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum í Breiðafirði.  Þar sem um tíma aðalbátasmíðastöðin á Breiðafirði og bátar þeirra Látrafeðga víðfrægir.
Erla var hlunnindabátur í eigu Guðmundar Guðmundssonar bónda í Skáleyjum í um 40 ára skeið.  Eftir að Guðmudnur lést eignaðist Sveinn sonur hans bátinn.  Báturinn var aðallega hafður til selveiða en einnig við ýmsar ferðir í nálægar eyjar og sker, s.s. eggjaleit og dúntekju.  Erla var síðast notuð í Skáleyjum árið 1976 og eitthvað í Flatey á Breiðafirði og á Brjánslæk eftir það.

Eftirfarandi grein fann ég á víðnetinu, þetta er grein sem var skrifuð í Mbl. þriðjudaginn 29. september 1992.  Slóðin á greinina er hér http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=93567.  Upplýsingarnar hér að framan um bátinn eru fengnar úr þessari grein og frá Ólafi Gíslasyni.

Í dag lítur Erla svona út og á að fara að vinna í að gera hana upp.  Reyni að fylgjast með því eftir bestu getu.  Greinina úr morgunblaðinu má sjá fyrir neðan myndirnar.


Erla, Hafnarfjörður 04. apríl 2011


Erla


Lítil sem engin málning er lengur inní bátnum.


Morgunblaðið þriðjudaginn 29. september 1992

12.04.2011 23:59

Svanavatnið

Leit við á Bakkatjörn í dag og horfið á "svanavatnið".  Þarna var eitt par sem vildi ráða ríkjum á tjörninni.  Karlinn réðist að öðrum álftum og hrakti þær á brott.  Kom síðan að kerlu sinni og hafði hátt, hún tók á móti honum með útrétta arma.  Þau hneigðu sig hvort fyrir öðru og héldu svo af stað í rómantískan sundtúr saman.  Mjög áhrifarík sena í þessu þekkta verki.  Hér eru fjórar myndir sem lýsa þessu líka.


Karlinn kom á fullri ferð ef vel unnið verk og frúin tók honum opnum örmum.


Hún lýtur höfði, ber mikla virðingu fyrir honum, hann er sterkur og hugrakkur.


Þá hneigir herran sig fyrir frúnni.


Orðin sátt og lögðu af stað í göngu ég meina sundtúr.

12.04.2011 21:39

Björg

Tók myndir af Björgu á Flateyjardögum, siglingunni.  Hafliði Aðalsteinsson veit eitthvað um þennan.

Í bókinni Íslensk skip, bátar, 1. bindi bls. 55 er sagt frá Björgu sem þá hét Harpa BA.

Smíðaður sennilega í Bjarneyjum fyrir 1900.  Fura.  Um 3 brl.  Vélarlaus fyrst.
Eigandi Magnús Magnússon, vert í Flatey.  Bátnum var breytt í vélbát 1935 þegar Valdimar Ólafsson, Hvallátrum, eignaðist hann og setti í bátin 7 ha. Skandia vél.  Hann nefndi bátinn Björgu.  Valdimar  seldi bátinn 1941 Jóni Daníelssyni, Hvallátrum.  1948 var sett í bátinn 10 ha. Skandia vél.  1960 var sett í hann 10 ha. Kelvin vél.  1981 var báturinn seldur Jóni V. Aðalsteinssyni, Hvallátrum.  1987 var sett í bátinn 18 ha. Sabb vél.  Frá 1992 er skráður eigandi bátsins Hvallátur hf., Hvallátrum, og þar er báturinn 1996.

Held það hafi verið árið 2009-2010 sem unnið var að lagfæringum á Björgu.  Nánar um það síðar....



Björg, Flatey 3. júlí 2010

11.04.2011 21:57

Helgi Nikk HF

Eyjólfur Einarsson skipasmíðameistari á Helga Nikk.  Þetta er síðasti báturinn sem hann smíðaði og var það árið 1998-1999.  Eyjóflur er með 9 ha. Sabb vél í bátnum.

Eyjólfur kvaðst skjótast á bátnum til að ná sér í soðið annað slagið.


Helgi Nikk, Hafnarfjörður 08. apríl 2011

10.04.2011 22:13

Fáni

6773 Fáni SH 42 var smíðaður á Bíldudal 1928.  Eik og fura.  4,47 brl. 18 ha. Sabb vél.
Eigandi Ísleifur Jónsson, Stykkishólmi, frá 23. maí 1986, þegar báturinn var fyrst skráður.  Ekki er getið um eigendur fyrir þann tíma.  Báturinn tekinn af skrá 5. júní 1992. 

Upplýsingar: Íslensk skip, bátar, eftir Jón Björnsson.  Bók nr. 3 bls. 142.

Á mynd í bókinni er Fáni SH frambyggður bátur.  Í dag er báturinn í skúrnum hjá Jóni Ragnari Daðasyni.  Ekkert hefur verið unnið við bátinn frá því ég sá hann fyrst. 



Fáni, 3. mars 2011

10.04.2011 20:01

Knörr SH 106

Báturinn er smíðaður í Stykkishólmi 1971 úr eik og furu.  2,18 brl. 34 ha. Deutz vél.  Var skráður sem Knörr SH 109 með skipaskrárnúmer 5043.
Eigandi er Gestur Már Gunnarsson Stykkishólmi frá 28. desember 1973.  21. desember 1975 var báturinn skráður Knörr SH 106.  Tekinn af skrá 14. desember 1995.

Gestur Már sagði mér að báturinn væri SH 106 en 6-an hafi dottið af.


Knörr SH 106.  Stykkishólmur 27.12.2011

09.04.2011 22:54

Hafnarfjörður 09. apríl 2011

Þessir voru á ferðinni í dag eða nýkomnir.  Festi þá á kubbinn mér til ánægju og vonandi einhverju öðrum líka.


7355 Valdi í Rúfeyjum, Hafnarfjarðarhöfn 09. apríl 2011


2068 Fullfari HF 290, Hafnarfjarðarhöfn 09. apríl 2011


2417 Kristján SH 176 var settur á flot í dag, Hafnarfjarðarhöfn 09. apríl 2011

09.04.2011 22:14

Trilla frá Húsavík

Þessi er tekin fyrir fjölda ára á Húsavík.  Veit ekki um eiganda. 

Meira síðar.................... 


Trilla frá Húsavík

09.04.2011 22:12

6176 Kópur HF-0

6176 Kópur SU 460 var smíðaður á Eskifirði 1978 af Geir Hólm, honum til aðstoðar var Hreggviður Guðgeirsson.  Í upphafi þá höfðu þeir fyrirmynd sem var norskur dráttarbátur.  Þeir eignuðust einn slíkan og þar sem þeir höfðu aldrei smíðað bát áður þá rifu þeir þennan dráttarbát í smátt og notuð sem fyrirmynd af smíði Kóps.  Gaflinn að aftan var það eina sem þeir notuðu úr dráttarbátnum en gaflinn var úr mahogni og þeir vildu ekki henda gaflinum.  Jafnframt þá lengdu þeir bátinn um 60-70 sentimetra og breikkuðu hann um 20 sm. 
Geir kvaðst svo hafa selt Kóp til Norfjarðar, líklega um 1995, en báturinn ekki stoppað þar nema í eitt ár.  Eigandi þar var Kristján Vilmundarson. 
Frá Norfirði fer báturinn svo í Borgarnes þar sem hann var uppi á landi.

Á bls. 50 í 4ða bnd. "Íslensk skip - bátar" e. Jón Björnsson. Þar er báturinn sagður byggður á Fáskrúðsfirði 1978 en síðast er hans getið 1997 sem "Kópur MB", þá í Borgarnesi.
 
Ég held að ég fari líka með það rétt að Jón Helgi Jónsson, Jón í Hamri hafi átt þennan bát þar til fyrir örfáum árum, áður en hann skipti yfir í plastið og keypti fyrst Auða litla en síðar Skel 80, Díu HF 14 (7211)

Ég hafði samband við Jón Helga vegna þessara upplýsinga.  Jón Helgi sagði upplýsingarnar réttar, að þessi bátur hafi verið keyptur frá austfjörðum í Borgarnes.  Þar lá hann lengi og var orðin frekar lélegur.  Jón Helgi gerði bátinn upp líklega um 2003-2004, en hann sagði það hafa verið 7-8 ár síðan.  Setti í bátinn Leiland vél, notaða sem hann fékk frá Patreksfirði.  Hann kvaðst hafa átt bátinn í tvö ár (held að ég hafi náð því rétt).  Báturinn hét Kópur þegar hann fékk hann og kvaðst Jón Helgi hafa haldið nafninu Kópur.

Jón Helgi kvaðst ekki vita hver væri eigandi bátsins í dag né hvert nafn hans væri.

Heimildir:
Munnlegar upplýsingar Geirs Hólm, smiðs og fyrsta eiganda Kóps.
Upplýsingar frá Gunnari TH. (Tedda) en hann kom mér á sporið.
Munnlegar upplýsingar Jóns Helga Jóssonar fyrrum eiganda Kóps.


6176 Kópur, Hafnarfjörður 08. apríl 2011

09.04.2011 22:05

Orion

Orion er í Kópavogshöfn.  Skoða þetta betur.


Orion

09.04.2011 22:03

Máni frá Patreksfirði

Máni frá Patreksfirði.  Eigandi er Pétur Guðmundsson bæjarverkstjóri á Patró.  Búinn að heyra í honum.

Meira síðar................


Máni frá Patreksfirði

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 3535
Gestir í dag: 1300
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 350924
Samtals gestir: 33393
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 20:47:15