Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2016 Apríl

28.04.2016 00:51

Sumir koma og aðrir fara

Hef kíkt á höfnina undanfarna daga og tekið nokkrar myndir af bátum að koma og fara.  Hér má sjá nokkra þeirra.


7787 Salómon Sig ST 70.  Hafnarfjörður 25.04.2016


2068 Gullfari HF 290.  Hafnarfjarðarhöfn 25.04.2016


2499 Straumnes ÍS 240.  Hafnarfjarðarhöfn 25.04.2016


2483 Ólafur HF 200.  Hafnarfjarðarhöfn 25.04.2016


6417 Dadda HF 43.  Hafnarfjarðarhöfn 25.04.2016

16.04.2016 22:25

Saga ÍS 430 ex Tjaldur II ÍS 430

1109 Tjaldur II ÍS 430 ex Tjaldur II ÞH 294

Báturinn er smíðaður hjá Trésmiðju Austurlands hf, á Fáskrúðsfirði árið 1970, smíðanúmer 21.  Tré og fura.  15 brl. 90 ha. Kelvin dísel vél.  Teikning eftir Egil Þorfinnsson.

Eigandi Björgvin Helgason og Karl Sigurðsson Reykjavík, frá 1. júní 1970. Báturinn heitir Neisti RE 58.  Seldur 21. desember 1970 Guðmundi Jakobssyni, Ragnari Jakobssyni Bolungarvík og Jóel Stefánssyni Hnífsdal.  Báturinn heitir Neisti ÍS 218.  16. janúar 1973 seldi Jóel Stefánsson sinn hlut í bátnum þeim Guðmundi og Ragnari Jakobssonum.  Báturinn er skráður í Bolungarvík 1988.  Seldur til Patreksfjarðar, í kringum aldamótin, þar sem hann fékk nafnið Ásborg BA 84.  Árið 2009 n.t.t. 26.08. kom báturinn til Húsavíkur og var þá skráður í skipaskrá sem Tjaldur II ÞH 294 í eigu Stormur Seafood ehf.  Báturinn var svo seldur til Suðureyrar í maí 2015, heitir Tjaldur II ÍS 430.  Útgerðin heitir Snerla ehf.

Fyrri nöfn:  Neisti RE 58, Neisti ÍS 218, Ásborg BA 84, Tjaldur II ÞH 294 og núverandi Tjaldur II ÍS 430.

16.04.2016 tók ég aftur myndir af bátnum í Hafnarfjarðarhöfn en nú ber hann nafnið Saga ÍS 430.

Upplýsingar:     

Skipamyndir og skipafróðleikur Emils Páls

Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Íslensk skip, bók 3, bls. 97, Neisti RE 58.


Tjaldur II ÍS 430 í Hafnarfjarðarhöfn 05. október 20151109 Saga ÍS 430, Hafnarfjarðarhöfn 16. apríl 2016


10.04.2016 17:10

Smá aðstoð, hvaða bátur?

Nú vantar mig aðstoð.  Er einhver sem veit hvaða bátur þetta er?  Þessi stendur við Drafnarhúsið, Drafnarslippinn í Hafnarfirði.

Hvaða bátur er þetta?  Hafnarfjörður 10.04.2016

05.04.2016 23:06

Tvíburar

Myndaði þessa tvo við Grandagarð í kvöld.  Glæsileg skip að sjá.   Báðir smíðaðir árið 2015 í Celiktrans í Tyrklandi, þeir eru því tvíburar ekki satt.


2881 Venus NS 150, Reykjavíkurhöfn 05.04.2016


2882 Víkingur AK 100, Reykjavíkurhöfn 05.04.2016

05.04.2016 17:58

Hafnarfjarðarhöfn

Þessi til vinstri, fremst á myndinni heitir 1430 Seaflower og eigandi hans er Þorvaldur Jón Ottósson.  Skipt var um stefnið á honum fyrir nokkrum árum síðan, að mig minnir og báturinn hefur verið í Hafnarfjarðarhöfn nokkuð lengi.  Nú sá ég að það var eitthvað verið að dunda í honum.  Hitti Þorvald Jón á bryggjunni 10.04.2016 og spurði hann um bátinn.  Þorvaldur kvaðst vera að gera bátinn upp núna og myndi fara með bátinn upp á Akranes vonandi innan mánaðar til að skvera hann.  Þorvaldur er búinn að taka hluta af borðstokknum bakborðsmegin, held að það sjáist á myndinni, til að skipa um.  Þá sagði hann að það kæmi krómað rekkverk ofan á borðstokkinn.  Næsta hjá honum er að redda stefninu, er að láta saga það til fyrir sig.  Þorvaldur kvaðst búinn að koma vélinni í gang og kvaðst setja hana í gang núna reglulega, ætlar að gera það aftur seinna í dag.  Þorvaldur kvaðst ætla að stefna að því að nota þennan bát í hvalaskoðun og stangveiði, eitthvað í þeim dúr.
Nafn bátsins, Seaflower er tilkomið vegna þessa að Þorvaldur var á stórum togara sem hét Seaflower og fyrirtækið sem átti þann togara hét líka Seaflower.

Seaflower fremst til vinstri á myndinni.  Hafnarfjarðarhöfn 03. apríl 2016.


Þorvaldur Jón Ottósson á tali, 03. apríl 2016


Þorvaldur Jón Ottósson, Hafnarfjarðarhöfn 03. apríl 2016

05.04.2016 17:32

Bátar í Stykkishólmi og Hafnarfirði

Hér má sjá nokkrar myndir af bátum sem eru misfallegir að mínu mati.  Þó geta þetta verið frábærir bátar allt saman, ég hef ekkert vit á því en get haft mína skoðun á fegurðinni sem er sem betur fer ekki sú sama hjá öllum.  Það sem einum finnst fallegt getur öðrum þótt ljótt.


Gullhólmi við bryggju í Stykkishólmi 25. mars 2016


Fúsi ST 600 móts við Skipavík í Stykkishólmi 26. mars 2016


Pétur afi við Skipavíkurbryggjuna í Stykkishólmi, 27. mars 2016


Haukur HF 50 ex Aðalbjörg í Hafnarfjarðarhöfn, 03. apríl 2016
  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 123
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154360
Samtals gestir: 237155
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 02:59:24