Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.11.2009 00:23

Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur

04. apríl 1993 var haldinn stofnfundur Ljósmyndaklúbbs Húsavíkur.  Þetta byrjaði allt á því að ég og Haffi höfðum áhuga fyrir að stofna svona klúbb.  Vorum báðir, ef ég man rétt, meðlimir í ÁLKA, Áhugaljósmyndaklúbbi Akureyrar.  Mættum þar reglulega á fundi og höfðum gaman af.  Til að gera langa sögu stutta þá var Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur stofnaður.  Stofnmeðlimir voru alls 24.  02. maí 1994 hafði meðlimum klúbbsins fjölgað í 47.  Man ekki hver mesti fjöldi félagsmanna var en rámar í að þeir hafi verið eitthvað fleiri.  Verkefni þessa klúbbs voru aðallega að sinna áhugamálum okkar þ.e. ljósmyndun.  Gefið var úr fréttabréf, Ljósopið.  Þá var farið í ljósmyndaferðir.  Hef heyrt af því að svo gæti farið að klúbburinn yrði endurreistur.  Vona ég að svo verði og mun ég taka þátt í því ef möguleiki er á.  Ég hef verið að skanna nokkrar myndir inn og m.a. koma myndir af félagsfundi og úr einni ljósmyndaferð.  Hér má sjá þrjár myndir, tvær þær fyrri eru úr ljósmyndaferð sem Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur fór í og þriðja myndin er tekin á einum félagsfundinum, líklega ljólafundi miðað við kökurnar sem sjá má.


Villi Sigmunds.  Myndin er tekin í gegnum íshellu laugardaginn 12. febrúar 1994.


Hákon Gunnars. mundar vélina.  Myndin er tekin við Húsavíkurhöfn laugardaginn 12. febrúar 1994.


Haffi á félagsfundi.  Held að þetta hafi verið jólafundur. Myndin tekin 05. desember 1993.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 696
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 227
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 2888801
Samtals gestir: 219549
Tölur uppfærðar: 19.7.2019 10:23:52