Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2008 Ágúst

28.08.2008 10:35

Vinnufélgar í Flatey á Skjálfanda

Við vinnufélagarnir hér á Húsavík skruppum í Flatey á Skjálfanda þann 26. ágúst svona rétt til að klára sumarið ef svo má segja.  Fyrst var farið inn með, nánast inn undir Skjálfandafljótsós, þaðan farið út með Kinnafjöllunum.  Veitt smávegis á sjóstangir, því næst haldið í Flatey og grillað.  Smá göngutúr um Flatey og því næst í bátinn aftur og út í Flateyjarsundið og veitt smá meira.  Að því loknu haldið heim.  Góð ferð með góðum mönnum.  Hér eru nokkrar myndir úr ferðar en miklu fleiri myndir eru í sér myndaalbúmi. 


Hluti hópsins, Hreiddi, Jóhann, Sigurður, Viggi og Billi. 


Þegar báturinn var settur á fullt þá gaf aðeins á hann, einn lét það ekki á sig fá og sat úti allan tímann.  Jóhann lét ekki smá pus hafa áhrif á sig.  Skál, félagi. 


"Já, vinur, ég er með ribbs, þetta er svo rosalega gott."
Viggi er ógeðslegur í mat eins og sjá má, hahahahaha.  Vona að þið sem sjáið þessa mynd missið ekki matarlistina.


Vitaverðirnir, Deddi, Ingvar, Jóakim, Addi og Billi.  Hér gæti manni dottið í hug ýmis nöfn sem enda á ....vitar, en það á ekki við hér.


Já, sumir myndast betur en aðrir, félagi.  Jóhann er einn þeirra, félagi. 


Ein kvöldstemma í restina.  Flatey yfirgefin.

21.08.2008 09:42

Fleiri myndir

Fleiri myndir frá ferðinni um nágrenni Húsavíkur.  Fleiri myndir eru svo í sér möppu um þessa ferð.


Armin með strákana við Dettifoss.  Myndin tekin 11. ágúst 2008.


Dimmuborgir.  Myndin tekin 12. ágúst 2008.


Í Námaskarði.  Myndin tekin 12. ágúst 2008.

20.08.2008 22:39

Smá ferðalag með Austurríkisbúum

Dagana 10-12. ágúst komu Björg Ólöf og Armin með strákana sína, til Húsavíkur og fórum við fjölskyldan af Breiðvanginum með þeim smá rúnt um nágrenni Húsavíkur, t.d. Dettifoss, Ásbyrgi, Vesturdaglur og Hljóðaklettar, Kálfaströnd, Dimmuborgir og Námaskarð svo eitthvað sé nefnt.  Ég hafði gaman af að sýna þeim aðeins hvernig Norðurlandið lítur út og vona ég að þau hafi haft einhverja ánægju af.  Hér má sjá þrjár myndir úr Mývatnssveit.


Armin, Andri Hjörvar, Jóhann Örn, Kristjón Benedikt og Björg Ólöf.  Myndin er tekin 12. ágúst 2008 við Kálfaströnd í Mývatnssveit.


Björg Ólöf og Kristjón skoða sig um.  Talsvert var af mýi eins og sjá má í vinstri horni myndarinnar.  Myndin tekin 12. ágúst við svonefnda Klasa.


Klasar Kálfastrandarmegin, Höfði er til hægri á myndinni.  Myndin er tekin 12. ágúst 2008.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154662
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 16:21:59