Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.10.2015 23:22

1677 Jón Forseti

Það eru margir sem hafa sett inn upplýsingar um þennan bát og því engar nýjar fréttir frá mér.  En ég sá þennan á Blönduósi og myndaði hann.  Nú loksins set ég myndirnar af honum og upplýsingar um hann hér á síðuna mína. 

Jón Forseti

Smíðaður í Bátastöð Jóhanns L. Gíslasonar, Hafnarfirði 1980. Fura og eik.  Valmet 1984 vél.  Í bókinni íslensk skip nr. 4, bls. 122, Kári VE 7 er sagt að það hafi verið Mercedes Benz dísel vél í bátnum. 

Eigandi Gunnar Þór Sigurðsson Vestmannaeyjum, frá 28. Janúar 1984.  Frá 28. Febrúar 1984 heitir skipið Sætindur HF 63, sami eigandi og áður.  Skipið er skráð í Hafnarfirði 1989.

Afskráður 2. des. 1994 og átti þá að úreldast, en var á skrá í október 1995 og var þá breytt í skemmtibát. Átti að fá nafnið Vitinn GK en ekkert varð úr því og þeim kaupum sem þá höfðu farið fram var rift. Báturinn var þá seldur til Færeyja í maí 1997, en fór aldrei og stóð uppi í Grófinni fram í maí 1999 að hann var kominn á skrá á ný.

Skráður sem vinnubátur frá maí 2003 og síðan nokkrum dögum síðar sem skemmtibátur. Slitnaði frá bryggju á Blönduósi 2005 og rak upp í sandfjöru, en tjón varð lítið. Eftir það stóð báturinn lengi vel á bryggjunni á Blönduósi, en hvort svo sé enn veit ég ekki.

Nöfn: Kári VE 7, Sætindur HF 63, Valdi RE 48, Pálmi RE 48, Magnús KE 46, Magnús, Jón Forseti

Þegar báturinn hét Magnús KE 46 var eigandi hans Erling Brim Ingimundarson.

07. ágúst 2013 er Jón Forseti uppi á bryggju á Blönduósi.

Upplýsingar:

            Íslensk skip, bók 4, bls. 122, 1677 Kári VE 7.

            Skipamyndir og skipafróðleikur Emils Páls


1677 Jón Forseti uppi á bryggju á Blönduósi 07. ágúst 2013


Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 269
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 500
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 332611
Samtals gestir: 31566
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 20:56:59