Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2008 Janúar

31.01.2008 08:26

Hlaupa, ganga, hjóla, skokka

Nokkrar myndir af Íslendingum að hreyfa sig.  Nú er bara allir út að ýta, nei ég meina allir út að hreyfa sig.  Er ekkert rosalega duglegur við það sjálfur en er þó að reyna að sýna smá lit. 21.01.2008 11:32

Beðið eftir strætó

Beðið eftur strætó.  Myndin er tekin í Hafnarfirði 18. janúar 2008.  Þetta er ein af vetrarmyndunum sem ég hef verið að taka upp á síðkastið.

20.01.2008 23:16

Fleiri vetrarmyndir

Skrapp og tók myndir að kvöldi 18. janúar 2008 og framyfir miðnættið.  Það var gott og fallegt veður, kyrrt og heiðskírt.  Þó nokkuð kalt en það var í lagi, vélin þoldi það betur en ég sjálfur.  Skrapp m.a. í Kópavoginn.  Hér má sjá eina af þessum myndum.  Fannst þetta allt í einu minna mig á einhverja stórborg með skýjakljúfum og fleira.  Hefði þó átt að vera ofar þá hefði þetta skilað sér betur.  En þetta er sem sagt glerturninn við Smáratorg en myndin er tekin við Digraneskirkju.

18.01.2008 15:01

Meiri vetur


Þegar ég var á göngu í morgun í Mjóddinni rakst ég á einn snjótittling.  Datt þess vegna í hug að setja inn þessa mynd svona honum til heiðurs.  En talsvert fuglalíf hefur verið í Mjóddinni undanfarna daga en þetta er fyrsti snjótittlingurinn sem ég sé hér.  Þessi mynd er ekki tekin í Mjóddinni heldur er hún tekin í skógræktinni í Hafnarfirði veturinn 2005, held ég.  Þá er önnur mynd af stokkandarpari sem ég tók á Elliðaá 13.01. 2008, svolítið kuldalegt hjá þeim ræflunum.17.01.2008 10:55

Hafnarfjarðarhöfn

Hér er ein vetrarmyndin sem ég tók í gær, 16.01. 2008, við Hafnarfjarðarhöfn.  Þarna hafði stytt upp og það var spegilsléttur sjór eins og sjá má.  Skömmu síðar byrjaði aftur að snjóa.

16.01.2008 23:57

Meiri vetur í bæ

Skrapp í dag, 16. janúar og tók nokkrar myndir.  Það var talsverð snjókoma og menn að lenda í vandræðum vegna þess.  Nokkrir þurftu að hreinsa bílana sína.  Setti inn nokkrar myndir í Vetraralbúmið.  Hér er ein mynd sem ég tók út um svaladyrnar heima hjá mér.

15.01.2008 21:39

Vetrarmyndir 2008

Ætla að safna myndum af íslenskum vetri í albúm sem ég kalla Vetrarmyndir 2008.  Mun reyna að fanga allt sem sýnir íslenskan vetur.  Þessar fyrstu myndir sem ég setti inn eru teknar við Elliðaá þann 13.01. 2008.  Þetta verða ekki bara myndir af landslagi, ís og snjó heldur mun þarna vera myndir af fólki, dýrum og nánast öllu sem mér dettur í hug til að fanga íslenskan vetur.  Ætla þó ekki að setja inn myndir sem ég tók á þrettándanum, þær eru í sér möppu.

09.01.2008 14:11

Sólin hækkar á himni

Nú er sól farin að hækka á lofti og þá hugsar maður sér gott til..............ljósmyndunar.  Nú sjást falleg sólsetur af og til og langar mig því aðeins að rifja upp og setja inn nokkrar sólarmyndir hér á forsíðuna.  Þetta eru allt myndir sem eru í albúmunum mínum en nú sett á einn stað.Hér er sólsetur séð úr Flatey á Breiðafirði.Sólin hnígur bak við Hornatær.Sólin er sest bak við Hornatær.Hér er svo sólsetur við Skjálfanda.Og að lokum annað sólsetur frá Skjálfanda.

07.01.2008 22:16

Aðventa, jól, áramót og þrettándinn

Jæja gott fólk, loksins koma myndir sem ég tók yfir hátíðarnar.  Þetta eru nú ekki mjög margar myndir en þó eitthvað.  Sumar eru betri en aðrar og hinar nokkuð verri svo þið takið viljan fyrir verkið.  Við hér á Breiðvangi höfðum það gott yfir hátíðarnar og fórum m.a. í Stykkishólm.   Hér kom nokkrar myndir sem teknar voru í tilefni hátíðanna.  Fleiri myndir í albúmunum sem heita jól og aðventa, gamlárs og þrettándinn.  Njótið vel.Þessi mynd var á jólakortinu í ár og það vill svo til að það var konan mín, Elfa Dögg, sem tók myndina á litla myndavél sem Elín Hanna á.  Myndin er tekin uppá Dyrhólaey.Hér er vel skreyttur gluggi að Silfurgötu í Stykkishólmi.Á aðventunni skruppum við m.a. í Árbæjarsafn og þar rákumst við á "Gluggagægi".Hér er ein sem tekin var á Árbæjarsafninu þegar við vorum að fara.Elín Hanna með grænt blys á gamlárskvköld við Breiðvang.Og að lokum er hér ein af flugeldum í Hafnarfirði.

03.01.2008 12:57

Gleðilegt nýtt ár

Kæru vinir og vandamenn.  Gleðilegt nýtt ár og þakka ykkur fyrir öll gömlu árin og þakka ykkur sem hafið verið dugleg að líta hér inn.  Tók eitthvað af myndum yfir hátíðarnar og mun eitthvað af þeim koma hér inn fljótlega.  Hér er mynd sem ég hef gaman af sjálfur því þetta er mótíf sem ég teiknaði alltaf hér á árum áður.  Veit að myndin er svolítið blá en það gerir hana svolítið kalda.  Þessi mynd er tekin á leið frá Urriðakotsvatni og að Setbergshverfinu í Hafnarfirði.  Eins og fyrr sagði þá koma áramótamyndirnar inn síðar.

Þá er hér ein tekin á Hlíðsnesi, yfir Skógtjörn í átt að Bessastöðum og Esjunni.  Þegar þessi mynd var tekin var mikið frost og allt gras hrímað.  Sjá næstu mynd.

  • 1

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154628
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 15:18:28