Hér má sjá nokkrar myndir af bátum sem eru misfallegir að mínu mati. Þó geta þetta verið frábærir bátar allt saman, ég hef ekkert vit á því en get haft mína skoðun á fegurðinni sem er sem betur fer ekki sú sama hjá öllum. Það sem einum finnst fallegt getur öðrum þótt ljótt.
Gullhólmi við bryggju í Stykkishólmi 25. mars 2016
Fúsi ST 600 móts við Skipavík í Stykkishólmi 26. mars 2016
Pétur afi við Skipavíkurbryggjuna í Stykkishólmi, 27. mars 2016
Haukur HF 50 ex Aðalbjörg í Hafnarfjarðarhöfn, 03. apríl 2016