Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

05.04.2016 17:58

Hafnarfjarðarhöfn

Þessi til vinstri, fremst á myndinni heitir 1430 Seaflower og eigandi hans er Þorvaldur Jón Ottósson.  Skipt var um stefnið á honum fyrir nokkrum árum síðan, að mig minnir og báturinn hefur verið í Hafnarfjarðarhöfn nokkuð lengi.  Nú sá ég að það var eitthvað verið að dunda í honum.  Hitti Þorvald Jón á bryggjunni 10.04.2016 og spurði hann um bátinn.  Þorvaldur kvaðst vera að gera bátinn upp núna og myndi fara með bátinn upp á Akranes vonandi innan mánaðar til að skvera hann.  Þorvaldur er búinn að taka hluta af borðstokknum bakborðsmegin, held að það sjáist á myndinni, til að skipa um.  Þá sagði hann að það kæmi krómað rekkverk ofan á borðstokkinn.  Næsta hjá honum er að redda stefninu, er að láta saga það til fyrir sig.  Þorvaldur kvaðst búinn að koma vélinni í gang og kvaðst setja hana í gang núna reglulega, ætlar að gera það aftur seinna í dag.  Þorvaldur kvaðst ætla að stefna að því að nota þennan bát í hvalaskoðun og stangveiði, eitthvað í þeim dúr.
Nafn bátsins, Seaflower er tilkomið vegna þessa að Þorvaldur var á stórum togara sem hét Seaflower og fyrirtækið sem átti þann togara hét líka Seaflower.

Seaflower fremst til vinstri á myndinni.  Hafnarfjarðarhöfn 03. apríl 2016.


Þorvaldur Jón Ottósson á tali, 03. apríl 2016


Þorvaldur Jón Ottósson, Hafnarfjarðarhöfn 03. apríl 2016

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 263
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 2904191
Samtals gestir: 223080
Tölur uppfærðar: 16.9.2019 22:05:45