Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.07.2007 01:16

Myndum bætt í Íslandsmöppuna

Gott fólk, þá er ég búinn að setja slatta af myndum inn í Íslandsmöppuna mína.  Mun halda áfram að bæta inn myndum næstu daga.  Þá er ég að byrja að skanna inn myndir af slide myndum, eitthvað úrval og mun ég setja þær inn þar sem þær eiga við hverju sinni. 
Ég benti á það að ég hef ekkert verið að mynda upp á síðkastið enda á ég erfitt með það þar sem sú lyfjameðferð sem ég er í núna gerir það að verkum að hendur mína skjálfa mikið þegar ég held á einhverju.  Þetta þýðir að ég get ekki haldið á myndavél eins og staðan er.  Hins vegar þá lagast þetta þegar þeir hafa fundið rétta lyfjaskammtinn og þá byrjar maður bara aftur á fullum krafti að mynda.  Á meðan þá vinn ég í myndunum í tölvunni og þið fáið vonandi að njóta þeirra.  Vona að þið hafið gaman af þessu, ég hef það alla vegna.
Þakka ykkur sem soðið síðuna mína, þið megið alveg láta vini og kynningja ykkar vita af þessari síðu og vonandi hafa þeir eitthvað gaman af að skoða þetta.
Rikki R.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 187
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 2904864
Samtals gestir: 223246
Tölur uppfærðar: 19.9.2019 11:54:42