Ég hef áður sett inn myndir af nöfnunum Fjólu og Fjólu. Nú langar mig að reyna að bæta við smá upplýsingum um þessa báta eins og þeir kollegar mínir gera. Sjálfum finnst mér það gaman að fá upplýsingar um bátana. Þetta verða ekki tæmandi upplýsingar en ef einhverjir þekkja þetta betur endilega setið inn upplýsingar. Ég hef aflað þessara upplýsinga á netinu, frá ýmsum stöðum m.a. frá þeim báta- og skipaköllum sem hér eru til hliðar á síðunni. Þessi söfnum getur verið nokkuð tímafrek en vona að hún skili ykkur einhverri ánægju. Hér koma sem sagt helstu upplýsingar sem ég fann um Fjólurnar.
1192. Fjóla BA150 var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1971 úr eik. Er með 172 hestafla Gardner vél árg. 1970. Báturinn er 17,03 m. langur, 4,60 m. breiður og 1,94 m. djúpur. 26 brúttótonn.
Önnur heiti: Fjóla SH808, Fjóla SH55

1192. Fjóla SH-808. Stykkishólmur 24. mars 2008.
2070. Fjóla SH-7. Báturinn er með 238 hestafla Caterpillar vél árgerð 1997. Hann er 13,12 m. langur, 4,0 m. breiður og 2,0 m. djúpur. 20 brúttótonna stálbátur. Smíðaður í Reykjavík 1990 og skutlengdur 1995. Hét áður Hraunsvík GK og Jón Garðar KE.

2070. Fjóla SH-7 Stykkishólmur 26. apríl 2009