Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

21.11.2009 14:10

Fjólurnar í Hólminum

Ég hef áður sett inn myndir af nöfnunum Fjólu og Fjólu.  Nú langar mig að reyna að bæta við smá upplýsingum um þessa báta eins og þeir kollegar mínir gera.  Sjálfum finnst mér það gaman að fá upplýsingar um bátana.  Þetta verða ekki tæmandi upplýsingar en ef einhverjir þekkja þetta betur endilega setið inn upplýsingar.  Ég hef aflað þessara upplýsinga á netinu, frá ýmsum stöðum m.a. frá þeim báta- og skipaköllum sem hér eru til hliðar á síðunni.  Þessi söfnum getur verið nokkuð tímafrek en vona að hún skili ykkur einhverri ánægju.  Hér koma sem sagt helstu upplýsingar sem ég fann um Fjólurnar.


1192. Fjóla BA150 var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1971 úr eik.  Er með 172 hestafla Gardner vél árg. 1970.  Báturinn er 17,03 m. langur, 4,60 m. breiður og 1,94 m. djúpur.  26 brúttótonn. 
Önnur heiti:  Fjóla SH808, Fjóla SH551192. Fjóla SH-808.  Stykkishólmur 24. mars 2008.


2070. Fjóla SH-7.  Báturinn er með 238 hestafla Caterpillar vél árgerð 1997.  Hann er 13,12 m. langur, 4,0 m. breiður og 2,0 m. djúpur.  20 brúttótonna stálbátur.  Smíðaður í Reykjavík 1990 og skutlengdur 1995.  Hét áður Hraunsvík GK og Jón Garðar KE.


2070. Fjóla SH-7  Stykkishólmur 26. apríl 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434242
Samtals gestir: 272016
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 19:25:51